Heimilisritið - 01.01.1946, Page 28

Heimilisritið - 01.01.1946, Page 28
Kviðdómurinn átti ekki ann- ars úrkosta en að dæma hann sekan. Verjendurnir reyndu mjög að fá hann dæmdan geð- veikan, en lögsækjendurnir létu rannsaka hann og hann var úrskurðaður með fullu viti. Hann var dæmdur til dauða. Hegðun hans var einkennileg, meðan hann beið eftir henging- unni. Allan tímann, sem hann var í dauðaklefanum, neitaði hann að borða, sofa eða drekka. Hann gaf í skyn, að hann borðaði ekki, af ótta við, að eitrað væri fyrir hann; legðist hann til svefns, taldi hann það víst, að hann myndi ekki vakna í dögun. Hann veslaðist upp, og þegar hann var leiddur að gálganum, varð að styðja hann alla leiðina. Hann dó með for- formælingar á vörum. — ,,Þetta er óvenjuleg saga!1' sagði litli maðurinn og dró andann djúpt. „Ég hef aldrei heyrt neitt þvílíkt fyrr“. „Það óvenjulegasta er enn eft- ir. Löngu eftir að blöðin og heimurinn höfðu gleymt mál- inu, fékk ég einkennilegt bréf frá manni í spítala. Það hljóðaði svo: „Verð að sjá yður, hef nokkuð að segja yður um Severin-málið. Flýtið yður, læknarnir segja, að ég eigi ekki langt eftir!" Það var undirskrifað af einhvsrjurn, sem kallaði sig Stephen Drake. Ég lét aka mér til spítalans, og er ég spurðist fyrir í mót- tökuskrifstofunni, yar mér sagt, að með svonefndan Drake hefði verið komið um morguninn vegna alvarlegra innvortis- meiðsla — bíllinn, sem hafði komið með hann, var vöruflutn- ingabifreið. Þeir álitu vonlaust um að hann héldi lífi. Er ég kom að rúmi hans, starði hann hugsi upp í loftið. Hann var fremur unglegur náj- ungi, og ég minnist þess, að mér geðjaðist ekki að því, hve stutt bil var á mili augna hans. And- litið var allt blóðstorkið, og það hlýtur að hafa kostað hann tals- verða áreynslu að tala. „Sælir, Powell umsjónarmað- ur“, sagði hann og brosti veiklu- lega. „Þér virðist allforviða á því að ég skuli þekkja yður“, hélt hann áfram og bandaði til hjúkrunarkonunnar, sem kom skyndilega og varaði hann við því að tala of mikið. „Ég er Drake, lögfræðingurinn 1 Sever- in-málinu. Ég er að deyja, og áður en ég hrekk upp af og hitti skjólskæðinga mína hinum megin, langar mig til að trúa ein'hverjum fyrir leyndarmáli mínu. Og hvaða betri mann gæti ég valið til þess en þann, sem færði Charles Severin fram íyrir rétivísina?i: 26 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.