Heimilisritið - 01.01.1946, Blaðsíða 30

Heimilisritið - 01.01.1946, Blaðsíða 30
Grobbna dúfan AUSTURLENZKT ÆVINTÝRI. EINU SINNI sat Salómon konungur í höll sinni og horfði út um gluggann á skrautlegt dúfnahús, sem var 1 garðinum. í dúfnahúsinu bjuggu tvær dúf- ur, karldúfa og kvendúfa. Nú skildi konungurinn mál allra dýra og fugla, svo að hann hlustaði á samtal dúfnanna. Hann heyrði, að karldúfan sagði við kvendúfuna: „Ég sé, að þú horfir oft aðdáun- araugum til hallarinnar, af því að hún er svo traustlega byggð, en ég gæti brotið hana niður með því bara að blása á hana, og hún myndi hrynja eins og spilaborg“. Hann þandi út brjóstið og spígsporaði reigings- lega fyrir framan konu sína. Konungurinn brosti, hallaði sér út í gluggann, kallaði dúf- una fyrir sig og spurði: „Hvers vegna ertu með svona grobb? Heldurðu í alvöru, að þú sért svo sterkur, að þú gætir brotið niður höllina mína? Eða er þetta bara bjánalegt gort? Segðu mér það!“ Fuglinn varð svo óttasleginn, að hann kom í fyrstu ekki upp nokkru orði, en skalf og nötraði allur af hræðsb’ Loks náði hann sér, svo að hann gat sagt: „Ó, þú konungur! Þú vitr- astur allra vitra! Ég veit, að þú áfellir mig ekki, þvi að þú mupt skilja, að eiginmaðurinn drýgir enga synd með því að gera sig stóran í augum konu sinnar“. Konungurinn hló að þessu og sleppti fuglinum lausum, en varaði hann við því að tala svona heimskulega aftur. Dúf- an flaug aftur til konu sinnar, og konungurinn hlustaði á sam- tal þeirra, án þess að láta þau sjá sig. Karldúfan sagði: „Elskan mín, veiztu af hverju konungurinn kallaði á mig? Ég skal segja þér það, en þú mátt ekki minnast á það við nokkra lifandi veru; lofaðu því elskan. Já, það var af því að hann var hræddur.Hann sárbændi mig um að eyðileggja ekki höllina sína, af því að það væri svo afskap- lega aumingjalegt fyrir konung að vera í húsnæðishraki. Auð- vitað gat ég ekki fengið mig til þess, ég kenndi í brjósti um hann. Nú geturðu svo séð, elskan mín, hvað ég er mikill — sjálfur Salómon konungur þurfti að biðja mig um hlífð!“ E N D I K 28 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.