Heimilisritið - 01.01.1946, Qupperneq 30
Grobbna dúfan
AUSTURLENZKT ÆVINTÝRI.
EINU SINNI sat Salómon
konungur í höll sinni og horfði
út um gluggann á skrautlegt
dúfnahús, sem var 1 garðinum.
í dúfnahúsinu bjuggu tvær dúf-
ur, karldúfa og kvendúfa.
Nú skildi konungurinn mál
allra dýra og fugla, svo að hann
hlustaði á samtal dúfnanna.
Hann heyrði, að karldúfan sagði
við kvendúfuna:
„Ég sé, að þú horfir oft aðdáun-
araugum til hallarinnar, af því
að hún er svo traustlega byggð,
en ég gæti brotið hana niður
með því bara að blása á hana,
og hún myndi hrynja eins og
spilaborg“. Hann þandi út
brjóstið og spígsporaði reigings-
lega fyrir framan konu sína.
Konungurinn brosti, hallaði
sér út í gluggann, kallaði dúf-
una fyrir sig og spurði:
„Hvers vegna ertu með svona
grobb? Heldurðu í alvöru, að
þú sért svo sterkur, að þú gætir
brotið niður höllina mína? Eða
er þetta bara bjánalegt gort?
Segðu mér það!“
Fuglinn varð svo óttasleginn,
að hann kom í fyrstu ekki upp
nokkru orði, en skalf og nötraði
allur af hræðsb’ Loks náði
hann sér, svo að hann gat sagt:
„Ó, þú konungur! Þú vitr-
astur allra vitra! Ég veit, að þú
áfellir mig ekki, þvi að þú mupt
skilja, að eiginmaðurinn drýgir
enga synd með því að gera sig
stóran í augum konu sinnar“.
Konungurinn hló að þessu og
sleppti fuglinum lausum, en
varaði hann við því að tala
svona heimskulega aftur. Dúf-
an flaug aftur til konu sinnar,
og konungurinn hlustaði á sam-
tal þeirra, án þess að láta þau
sjá sig. Karldúfan sagði:
„Elskan mín, veiztu af hverju
konungurinn kallaði á mig? Ég
skal segja þér það, en þú mátt
ekki minnast á það við nokkra
lifandi veru; lofaðu því elskan.
Já, það var af því að hann var
hræddur.Hann sárbændi mig um
að eyðileggja ekki höllina sína,
af því að það væri svo afskap-
lega aumingjalegt fyrir konung
að vera í húsnæðishraki. Auð-
vitað gat ég ekki fengið mig
til þess, ég kenndi í brjósti
um hann. Nú geturðu svo séð,
elskan mín, hvað ég er mikill
— sjálfur Salómon konungur
þurfti að biðja mig um hlífð!“
E N D I K
28
HEIMILISRITIÐ