Heimilisritið - 01.01.1946, Side 36

Heimilisritið - 01.01.1946, Side 36
EF ÞÚ HEFUR NOKKURN TÍMA FARIÐ TIL SPA- KERLINGAR, SKALTU LESA ÞESSA LITLU, FRÖNSKU SMÁSÖGU Spákonan Eftir ANDRÉ MYCHO FRÚ Sidonie Bougeard var roskin, dálitið gigtveik kona, sem hafði kynnzt sínu af hverju í lífinu. Hún hafði nú ákveðið að fara að njóta verðskuldaðrar hvíldar, fjarri hávaða höfuð- borgarinnar. Samt vildi hún ekki búa al- veg úti í sveitakyrrðinni; gömul Parísardama, eins og hún hlyti að deyja af leiðindum, ef hún hefði ekki annað fyrir augum en akra og engi. Hún valdi sem framtíðardval- arstað sinn lítinn kaupstað í Normandí, sem hét Saint-Flor- entin-sur-Eure og hafði þrjú þúsund íbúa. Hún hafði mörg þúsund sinn- um spáð í spil fyrir kunningj- ana og spáð þeim „kvöldheim- sókn“, „bréfi, sem væri á leið- inni“, eða „dökkhærðri konu, sem væri dálítið varasöm", og þess vegnna ákvað hún að setj- ast að sem spákona í þessum kaupstað, þar sem enginn hafði til þessa lagt fyrir sig þennan dularfulla atvinnuveg. Að sjálfsögðu skreytti hún ekki húsið, sem hún bjó í, með skilti, er auglýsti framsýnis- hæfileika hennar, þar eð lög- reglan er ekki vön að bera neitt skynbragð á dulvísindi og tekur ómildum höndum á spákerling- um. Nei, frú Sidonie Bougeart lét sér nægja að setja svohljóðandi auglýsingu í bæjarblaðið: Frú Egypte, Rue Au Beurre 22, gef- ur upplýsingar um allt. í þessari stuttorðu auglýsingu var ekkert, er lögin gátu hank- að hana á, en hins vegar var hún auðskilin fyrir þá, sem voru í vandræðum. Frú Egypte reiknaði og með því, að munn- legar auglýsingar væru bæði beztar og ódýrastar. En til þess að slíkar ókeypis auglýsingar næðu tilgangi sín- um, varð hún svo fljótt sem auðið var að færa athyglisverð- 34 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.