Heimilisritið - 01.01.1946, Page 39

Heimilisritið - 01.01.1946, Page 39
kaffikorgurinn hafði myndað, og sagði með draugalegri, tón- lausri rödd: „Ég sé ... að þér verzlið. Ég sé ... blómkál ... gulrætur ... salat ... Þér hljótið að selja grænmeti ... Þér eruð í ein- hverjum fjárhagsvandræðum“. „Nei, því miður, en ..“ „Takið þér ekki fram í fyrir mér ... Ég sé mann ... hvik- lyndan, léttúðugan mann — já! Það er maðurinn yðar. Hann hefur farið frá yður!“ „Já, það er alveg rétt“, sagði konan undrandi. „Ó, bara að þér gætuð sagt mér ...“ „Hvar hann felur sig? Bíðið þér við, þér megið ekki tala ...“ Hún tók stækkunargler og rannsakaði með stígandi athygli kaffikorginn í undirskálinni. ,-,Mér sýnist eins og ...“ „Er hann einn?“ spurði ....- konan áköf. „Nei. En ég sé ekki glöggt, hvort það er karlmaður eða kvenmaður ...“ „Það er víst ábyggilega kven- maður“. „Það skiptir engu máli, því að ég sé, að maðurinn yðar kemur heim aftur“. „Hvenær? Hvenær?“ spurði konan og gat varla stillt sig. „Fljótlega. Á sunnudaginn eða mánudaginn .. já, nú sé ég það .. það verður á mánudaginn! og ég sé þar að auki, klukkan. hvað hann kemur ... Hann kemur kortér yfir fimm“. „Eruð þér viss um það?“ Spákonan reis móðguð á fæt- ur og sagði: „Frú Egypte skjátlast aldrei“. Hún sagði þetta svo ákveð- inni rödd, að engum andmælum varð viðkomið. „Afsakið þér, frú. Og ... er þetta allt, sem þér getið séð?“ „Hvað segið þér? Allt! Finnst yður þetta ekki nóg?“ „Jú, sannarlega, frú“, en hún bætti við með sjálfri sér: „Ef það er þá bara rétt ..-----“ Sama kvöld og þetta samtai fór fram, fól frú Bougeard þjón- ustukonu sinni að fara á fund hins óstöðuglynda manns og biðja hann um að tala við sig. Þegar Pascal kom heim til hennar, skammaði hún hann fyrst mynduglega, fyrir að hafa farið svona frá .heimilinu, og bauð honum svo tvö hundruð franka, ef hann færi heim aftur næstkomandi mánudag klukkan kortér yfir fimm. Pascal, sem í marga daga hafði lifað á smálánum og varla haft ofan í sig að éta, sam- þykkti tilboð hennar með á- nægju. Næstu þrjá daga notaði frú Gerbier til þess að segja öllum viðskiptavinum sínum frá því, HEIMILISRITIÐ 37

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.