Heimilisritið - 01.01.1946, Qupperneq 41
JAZZ
Frægur píanóleikari
Einn glæsilegasti píanóleikari jazzins, Earl
„Faðir" Hines, á 20 ára starfsafmæli um
þessar mundir
Earl Hines.
ALLIR jazzunnendur dást að
Earl Hines. Þeir, sem eru hrifn-
ir af gamla jazzinum, dá hann,
vegna þess hve lengi hann hef-
Eftir Barry Ulanov
ur spilað að hætti hinna eldri.
Við, sem unnum tónlistinni, eins
og 'hún er í dag, hrífumst af
Earl Hines, af því að bæði hann
og hljómsveit hans spila nú-
tíma jazz. Píanósólóar hans
eru ákveðnar og kröftugar, og
kennir áhrifa í hægri hendi frá
trumpeti. Er hann byrjaði, lék
hann trumpetstíl Louis Arm-
strong. Enn í dag spilar Earl
Hines trumpetstíl á píanó. En
það er nútímastíll bæði á
„harmoniskan“ og „rhythmat-
iskan“ hátt.
Allt frá því er Hines hóf feril
sinn sem píanóleikari í Elite-
klúbbnum í Chicago fyrir 20
árum síðan, hefur hann átt
mestan þátt í sköpun forms og
stíls fyrir píanóleikara. Þrátt
fyrir ólíkan smekk manna, er
erfitt að nefna píanóleikara, sem
gnæfa hátt og ekki hafa orðið
fyrir áhrifum af Hines. Teddy
Wilson, Mary Loru Williams,
HEIMILISRITIÐ
39