Heimilisritið - 01.01.1946, Síða 48

Heimilisritið - 01.01.1946, Síða 48
unum 1914—18, báðir aðiljar orðið leiklausir í taflinu, mátt- ur til sóknar og vamar af beggja hálfu staðið um það bil í járnum. Enn er eins að geta. Ég hygg, nð hvorugur hafi orðið fyrir miklu manntjóni. Fátt sést af gröfum. París, 20. júní 1940. Þeir, sem fóru í gær um veg- inn til Orleans og Blois hafa hryllilega sögu að segja. Þeir telja, að þeir hafi séð fram með veginum á að gizka 200,000 flóttamenn af öllum stigum, ríka og fátæka, liggja á vegar- brúnunum eða í skógarjöðrum og svelta. Þessi múgur var mat- arlaus, vatnslaus, klæðlaus, alls- laus. En þetta er lítill hluti allra þeirra milljóna, sem flúðu frá París og öðrum borgum undan þýzka innrásarhernum. Fólkið flúði og þusti í ofboði eftir al- faravegum og hrifsaði í flýti eitthvað af eignum sínum, bar þetta á bakinu, ók því á reið- hjólum eða barnavögnum og lét börnin sín sitja ofan á. Brátt varð þröng á vegunum. Her- flokkar reyndu líka að komast eftir þeim. Og svo komu Þjóð- verjar fljúgandi og vörpuðu sprengjum á vegina. Margir hnigu niður dauðir eða deyj- andi. Enginn matur, ekkert vatn, ekkert skýli, engin hjúkr- un. Bullitt áætlar, að um sjö milljónir flóttamanna muni vera hér á milli Parísar og Bor- deaux. Hungur og dauði blasir við þeim svo að segja öllum, nema eitthvað sé aðhafst til hjálpar undir eins. Þýzki her- inn liðsinnir dálítið, en ekki mikið. Hann verður að flytja mest af matvælum sínum alla leið frá Þýzkalandi. Rauði Krossinn gerir það, sem honum er unnt til hjálpar, en það er allsendis ófullnægjandi. Þetta er svo óskaplegt áfall, að jafnvel í Kína hefur aldrei orðið annað eins. En hversu mörgum Frökk- um eða öðrum Evrópumönnum hefur gengið það til hjarta, þó að vatnsflóð eða drepsóttir hafi þurrkað út nokkrar milljónir Kínverja? París, 21. júní 1940. í dag afhenti Adolf Hitler Frökkum vopnahlésskilmálasína 1 Compiégneskógi, nákvæmlega \ á sama stað og vopnahléssamn- ingar voru undirritaðir eftir heimsstyrjöldina klukkan 5, 11. nóvember 1918. Til þess að full- komna hefnd Þjóðverja, létu þeir umboðsmenn sína og Frakka koma saman í einka- vagni Fochs hérshöfðingja, hin- um sama og Foch sagði Þjóð- 46 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.