Heimilisritið - 01.01.1946, Blaðsíða 54
að ráðgast um við hann. Um
miðnætti í gær var umræðum
slitið.
Umboðsmenn Frakka komu
aftur í morgun til Compiégne.
Við sáum þá ganga inn í gamla
vagninn hans Fochs klukkan
hálfellefu. Þar urðu þeir að
bíða eftir Keitel í heila klukku-
stund. Við sáum inn um glugg-
ana, að þeir töluðu saman og
lásu ýmis skjöl. Klukkan hálf-
tvö var hlé, svo að umboðs-
mann Frakka gætu borið ráð
sín saman við stjómina í Bord-
eaux í síðasta sinni.
Loks rann upp hin hátíðlega
stund. Klukkan fimmtíu mín-
útur yfir sex, eftir þýzkum
sumartíma, rituðu höfðingjarn-
ir í vagninum nöfn sín undir
vopnahléssáttmálann. Keitel
hershöfðingi skrifaði undir fyr-
ir Þjóðverja, en Huntziger
hershöfðingi fyrir Frakka.
í lok samningagerðanna
komst ég að því, að Þjóðverjar
höfðu komið hljóðnemum fyrir
í leyni 1 vagninum. Og ég þef-
aði uppi gjallarhorn úti í skóg-
inum. Enginn bægði mér burt,
svo að ég stanzaði þar og hlust-
aði. Ég heyri rödd Huntzigers
hershöfðingja. Hún titrar og
honum er þungt um mál. Ég
skrifa orð hans á frönsku jafn-
ótt. Hann tínir þau fram eitt og
eitt með erfiðismunum:
„Ég lýsi því yfir, að stjórn
Frakklands hefur boðið mér að
undirrita þessa vopnahlésskil-
mála. Ég óska að taka þetta
fram frá eigin brjósti. Frakkar
eru neyddir til þess með ofur-
efli vopna að hætta baráttu
þeirri, sem þeir háðu með
bandamönnum sínum, og eru
knúðir til að sæta hörðum kost-
um. Frakkar eiga rétt á að
vænta þess, að Þjóðverjar sýni
þann velvilja við samninga þá,
sem síðar verða gerðir, að þessar
tvær miklu grannþjóðir geti
lifað og starfað saman í friði“.
Siíðan heyri ég skrjáfa í penn-
um, nokkrar athugasemdir á
frönsku í lágum hljóðum. Síð-
ar segir einhver mér, sem horf-
ir inn um gluggann, að Le Luc
hershöfðingi berjist við grát
meðan skrifað er undir skjölin.
Loks heyrist hin djúpa rödd
Keitels:
„Ég bið alla fulltrúa Frakká
og Þjóðverja að rísa úr sætum
og inna af höndum hinztu
skyldu við hina hraustu her-
menn vora, þýzka og franska.
Látum oss heiðra alla þá, sem
úthellt hafa blóði sínu og dáið
fyrir föðurland sitt, með því að
rísa á fætur“.
Þá verður þögn í eina mín-
útu á meðan þeir standa allir.
Framhald í næsta hefti.
52
HEIMILISRITIÐ