Heimilisritið - 01.01.1946, Qupperneq 54

Heimilisritið - 01.01.1946, Qupperneq 54
að ráðgast um við hann. Um miðnætti í gær var umræðum slitið. Umboðsmenn Frakka komu aftur í morgun til Compiégne. Við sáum þá ganga inn í gamla vagninn hans Fochs klukkan hálfellefu. Þar urðu þeir að bíða eftir Keitel í heila klukku- stund. Við sáum inn um glugg- ana, að þeir töluðu saman og lásu ýmis skjöl. Klukkan hálf- tvö var hlé, svo að umboðs- mann Frakka gætu borið ráð sín saman við stjómina í Bord- eaux í síðasta sinni. Loks rann upp hin hátíðlega stund. Klukkan fimmtíu mín- útur yfir sex, eftir þýzkum sumartíma, rituðu höfðingjarn- ir í vagninum nöfn sín undir vopnahléssáttmálann. Keitel hershöfðingi skrifaði undir fyr- ir Þjóðverja, en Huntziger hershöfðingi fyrir Frakka. í lok samningagerðanna komst ég að því, að Þjóðverjar höfðu komið hljóðnemum fyrir í leyni 1 vagninum. Og ég þef- aði uppi gjallarhorn úti í skóg- inum. Enginn bægði mér burt, svo að ég stanzaði þar og hlust- aði. Ég heyri rödd Huntzigers hershöfðingja. Hún titrar og honum er þungt um mál. Ég skrifa orð hans á frönsku jafn- ótt. Hann tínir þau fram eitt og eitt með erfiðismunum: „Ég lýsi því yfir, að stjórn Frakklands hefur boðið mér að undirrita þessa vopnahlésskil- mála. Ég óska að taka þetta fram frá eigin brjósti. Frakkar eru neyddir til þess með ofur- efli vopna að hætta baráttu þeirri, sem þeir háðu með bandamönnum sínum, og eru knúðir til að sæta hörðum kost- um. Frakkar eiga rétt á að vænta þess, að Þjóðverjar sýni þann velvilja við samninga þá, sem síðar verða gerðir, að þessar tvær miklu grannþjóðir geti lifað og starfað saman í friði“. Siíðan heyri ég skrjáfa í penn- um, nokkrar athugasemdir á frönsku í lágum hljóðum. Síð- ar segir einhver mér, sem horf- ir inn um gluggann, að Le Luc hershöfðingi berjist við grát meðan skrifað er undir skjölin. Loks heyrist hin djúpa rödd Keitels: „Ég bið alla fulltrúa Frakká og Þjóðverja að rísa úr sætum og inna af höndum hinztu skyldu við hina hraustu her- menn vora, þýzka og franska. Látum oss heiðra alla þá, sem úthellt hafa blóði sínu og dáið fyrir föðurland sitt, með því að rísa á fætur“. Þá verður þögn í eina mín- útu á meðan þeir standa allir. Framhald í næsta hefti. 52 HEIMILISRITIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.