Heimilisritið - 01.01.1946, Side 55

Heimilisritið - 01.01.1946, Side 55
Spurningar 00 SYÖr ~~Eva Adams svarar HEIMILISFÖNG LEIKARA Sp.: Kæra Eva Adams! Viltu vera svo góð og segja mér hvert heimils- fang þessara kvikmyndaleikara er: Clark Gable, Betty Hutton, Gloria Jean. Eagle. Sv.: Oftast er vani að skrifa kvik- myndafélag leikarans undir nafnhans og svo: Hollywood — California — United States — þar undir (hvað fyrir neðan annað). Clark Gable er til dæmis hjá Metro-Goldwin-Meyer“ — en annars er óþarfi að skrifa það, því að bréf héðan frá íslandi komast til skila, ef þau eru send til Holly- wood, merkt nafni merkrar film- stjörnu, þótt utanáskriftin sé ekki alveg nákvæm. UPPLÝSINGAR UM LEIKARA Sp.: 1. Kæra Eva Adams! Þú veizt svo mikið um „stjörnur", svo að mér datt í hug að biðja þig um að gefa mér upplýsingar um utanáskrift Betty Grable og June Allyson. 2. Hvorri hefur þú meira dálæti á, Ritu Hayworth eða Judy Garland? 3. Hvað lestu úr skriftinni? Vonasteftir svari í næsta Heimilis- riti. Ein frá Siglufirði. Sv:. 1. B^tty hefur unnið hjá 20th Century-Fox, en June hjá Metro- Goldwyn-Meyer. 2. Mér finnst Judy Garland meiri leikkona og skemmtilegri. Þótt Rita HEIMILISRITIÐ sé hins vegar sérlega hrífandi stúlka. 3. Sakleysi. KALDLYNDUR ELSKHUGI Svar til „Einnar 17 ára“: Veiztu: það, að ekkert er verra fyrir þig en að láta hann finna, hvernig þér er innanbrjósts? Þá er hætt við, að ást sú, er hann kanna að bera til þín, þreytist í vorkunnsemi, og hún getur aftur orðið til þess, að hann forðist þig. Þetta er þín fyrsta reynsla af heiminum, og þegar þú situr heima, ein og örvæntingarfull, skaltu hugsa um allar kynsystur þínar, sem hafa orðið að þola svipaða reynslu. Hafðu það hugfast, að lífið er reynslutími, og að um leið og þú öðlast eitt, sækistu eftir öðru. Hver veit nema það sé þér fyrir beztu, að þið náið ekki saman, fyrst hann er svona veikur á svellinu. Þá lifir ást þín i barninu ykkar. — Ég veit, að þetta er þungbær reynsla, en þú átt lífið fram undan þér. Kvíð- inn og áhyggjumar eru þér sjálfri fyrir Verstu. Reyndu að sýna honum alúð og umhyggju, þegar hann er hjá þér, en vera samt persónuleg og ákveðin á alvörustundum, ef þú við nána íhugun álítur, að þið eigið sam- an til frambúðar. RITHANDARSKOÐUN Næstum öll bréf, sem mér berastr enda á spurningunni: „Hvað geturðu lesið úr skriftinni minni?“ En vafa- laust gera fáir sér grein fyrir því, 53- /

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.