Heimilisritið - 01.08.1950, Blaðsíða 57

Heimilisritið - 01.08.1950, Blaðsíða 57
og dró hana að sér: „Kysstu mig nú og viðurkenndu að þú sért ánægð yfir að vera mín“. „Nei, nei, ég vil ekki kyssa þig“, sagði Joan og hjarta hennar sló ótt og títt. „Ó, slepptu mér, það er skömm að því fyrir þig að reyna að notfæra þér kringumstæðurnar á þennan hátt. Það er skammarlegt!“ Með sjálfri sér vildi hún gjarnan gefa eftir, en stolt hennar hafði yfirhöndina. Hún hafði á tilfinningunni, að Hilary væri með látalæti, reyndi að lokka hana til að viðurkenna að hún elskaði hann, aðeins til að hlæja að henni á eftir og hefna sín þannig fyrir það sem skeði á Bora Bora. Eðli sínu samkvæm, neit- aði hún að viðurkenna að hún væri sigruð. Hún óttaðist að verða hædd og smáð á eftir. „Allt er leyfilegt, þegar um ást er að ræða, Joan. I stríði og ást er allt leyfi- legt“, sagði Hilary hlæjandi. „Ég að- vara þig fyrirfram, ég ætla mér að nota öll ráð“. Hann sleppti samt höndum hennar og stóð á fætur. Svo tók hann sígar- ettuveskið upp úr brjóstvasa sínum og fékk sér sígarettu. „Hvað segir þú um dálitla göngu- ferð?“ spurði hann og var aftur full- komlega rólegur. „Ég lofaði að sýna þér nokkra fegurstu blettina hér í ná- grenninu, og það er varla ætlun þín að dvelja á svölunum allan daginn". „Það er kannske rétt að taka sér lít- inn göngutúr", sagði Joan eins og ekk- ert hefði í skorizt, þótt hún hefði enn- þá hjartslátt. En hún hafði fullkomið vald yfir sér aftur, þegar þau litlu síðar gengu niður breiðan, skuggsælan stiginn, sem lá frá húsinu til þorps hinna innfæddu. Þetta þorp var eitt gríðarstórt, hom- laga hús, með stráþaki, og í kringum það voru allavega löguð smáhreysi. Bak við það var hávaxinn pálmalundur og framan við var grasflöt, sem náði al- veg niður að ströndinni. Ut úr kofun- um þyrptust hópar af hálfnöktum kon- um og körlum með allsnakin börn. Fólkið kom til að hylla húsbónda sinn og glápa með undrun og aðdáun á Jo- an. Ljótur og hrukkóttur innfæddur maður, ákaflega tatoveraður í andliti, hneigði sig djúpt fyrir Joan. Hilary sagði henni að þetta væri höfðinginn, sem væri að bjóða hana velkomna til eyjarinnar. Höfðinginn masaði heilmik- ið og gerði henni skiljanlegt með bend- ingum, að allt sem hún sæi hér stæði henni til afnota. Ungu stúlkurnar komu með blóma- kransa, sem þær hengdu um hálsinn á Joan. Hilary var einnig -skreyttur á þennan einfalda en fallega hátt. „Þú myndir stokkroðna, Joan, ef þú skildir hvað þeir eru að segja“, sagði Hilary og hló. „Hvað segja þeir?“ spurði Joan for- vitin. „Þeir láta í ljós ósk sína að þú eign- ist mörg börn og verðir alltaf fögur í augum manns þíns“, svaraði Hilary og hló aftur, er hann sá að Joan stokk- roðnaði. „Það var andstyggileg ósk“, sagði Jo- an, ergileg yfir að hafa spurt. „Við skulum fara. Ég get ekki þolað að láta glápa svona á mig, og margir karlmann- anna eru hræðilegir ásýndum. Þeir eru viðbjóðslegir". HEIMILISRITIÐ 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.