Heimilisritið - 01.08.1950, Blaðsíða 26

Heimilisritið - 01.08.1950, Blaðsíða 26
tekið til hinnar fálegu skilnaðar- stundar þeirra. En hann var eigi að síður móðgaður. Hún hefði svo mætavel — þrátt fyrir allt — getað komið. Vinnustúlkan, er opnaði fyrir honum, sagði honum, að frúin hefði komið heim fyrir hálf- tíma og væri nú að hafa fata- skipti. í þeirri fávíslegu von, að Nancy myndi sýna sig, eyddi Hugh tíu mínútum í að hagræða hafurtaski sínu. En hún sýndi sig ekki. Loks gafst hann upp á biðinni, gekk hægum skrefum upp stigann og bankaði á svefn- herbergisdyrnar hjá henni. „Kom inn,“ hljómaði hin glað- lega og kunnuglega rödd Nancy. Hugh opnaði dyrnar og gekk inn. Nancy sat fyrir framan snyrtiborðið og var að laga hár- ið á sér. Þegar hún sá í spegl- inum, hver kominn var, þá sneri hún sér við. „Góðan daginn, Hugh — jæja, þar ertu loksins kominn! Hvern- ig gekk ferðin?“ í fyrsta skipti sá Hugh nú, að eiginkona hans var ákaflega fallegur kvenmaður — fegurri en nokkur kona, sem hann hafði séð á ferðalagi sínu. Hann var næstum búinn að gleyma, hversu gullinhærð hún var, og hversu hreinn og tær hörunds- litur hennar var. En hin kæruleysislegu orð hennar kæfðu þrá hans fljót- lega. „Segðu mér eitt, Nancy,“ sagði hann, „af hverju mættirðu mér ekki til þess að taka á móti mér? Fékkstu ekki skeytið?" „Mér þykir þetta hræðilega leitt, Hugh,“ svaraði hún. „Ég myndi líka hafa komið, en Dick Forrest — einn góðvina minna,“ útskýrði hún í flýti, þegar Hugh leit spyrjandi á hana — „átti að ríða nýjum hesti í fyrsta skipti í dag. Og af því mátti ég alls ekki missa.“ Hann gat ekki litið af henni. Hún hafði þroskazt — var orð- in öruggari í fasi og framkomu. Það var ekki orðið mikið eftir af hinni feimnu, hlédrægu stúlku, þar sem Nancy var. „Nú-já,“ sagði hann, „en þeg- ar maður hefur verið fjarver- andi allan þennan tíma, hefði það óneitanlega verið vingjam- legt að sjá kunnugt andlit, of- urlítið fyrr.“ „Elsku bezti, Hugh, ég hafði alls ekki hugmynd um að þú myndir taka þessu þannig. Mér þykir það afar leitt — ég hefði náttúrlega átt að hugsa nánar út í þetta. En Hugh — þú verð- ur að fyrirgefa þó að ég reki þig á dyr, þótt þú sért nýkom- inn, því eftir þrjú kortér þarf ég að vera mætt í síðdegis- 24 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.