Heimilisritið - 01.08.1950, Síða 26

Heimilisritið - 01.08.1950, Síða 26
tekið til hinnar fálegu skilnaðar- stundar þeirra. En hann var eigi að síður móðgaður. Hún hefði svo mætavel — þrátt fyrir allt — getað komið. Vinnustúlkan, er opnaði fyrir honum, sagði honum, að frúin hefði komið heim fyrir hálf- tíma og væri nú að hafa fata- skipti. í þeirri fávíslegu von, að Nancy myndi sýna sig, eyddi Hugh tíu mínútum í að hagræða hafurtaski sínu. En hún sýndi sig ekki. Loks gafst hann upp á biðinni, gekk hægum skrefum upp stigann og bankaði á svefn- herbergisdyrnar hjá henni. „Kom inn,“ hljómaði hin glað- lega og kunnuglega rödd Nancy. Hugh opnaði dyrnar og gekk inn. Nancy sat fyrir framan snyrtiborðið og var að laga hár- ið á sér. Þegar hún sá í spegl- inum, hver kominn var, þá sneri hún sér við. „Góðan daginn, Hugh — jæja, þar ertu loksins kominn! Hvern- ig gekk ferðin?“ í fyrsta skipti sá Hugh nú, að eiginkona hans var ákaflega fallegur kvenmaður — fegurri en nokkur kona, sem hann hafði séð á ferðalagi sínu. Hann var næstum búinn að gleyma, hversu gullinhærð hún var, og hversu hreinn og tær hörunds- litur hennar var. En hin kæruleysislegu orð hennar kæfðu þrá hans fljót- lega. „Segðu mér eitt, Nancy,“ sagði hann, „af hverju mættirðu mér ekki til þess að taka á móti mér? Fékkstu ekki skeytið?" „Mér þykir þetta hræðilega leitt, Hugh,“ svaraði hún. „Ég myndi líka hafa komið, en Dick Forrest — einn góðvina minna,“ útskýrði hún í flýti, þegar Hugh leit spyrjandi á hana — „átti að ríða nýjum hesti í fyrsta skipti í dag. Og af því mátti ég alls ekki missa.“ Hann gat ekki litið af henni. Hún hafði þroskazt — var orð- in öruggari í fasi og framkomu. Það var ekki orðið mikið eftir af hinni feimnu, hlédrægu stúlku, þar sem Nancy var. „Nú-já,“ sagði hann, „en þeg- ar maður hefur verið fjarver- andi allan þennan tíma, hefði það óneitanlega verið vingjam- legt að sjá kunnugt andlit, of- urlítið fyrr.“ „Elsku bezti, Hugh, ég hafði alls ekki hugmynd um að þú myndir taka þessu þannig. Mér þykir það afar leitt — ég hefði náttúrlega átt að hugsa nánar út í þetta. En Hugh — þú verð- ur að fyrirgefa þó að ég reki þig á dyr, þótt þú sért nýkom- inn, því eftir þrjú kortér þarf ég að vera mætt í síðdegis- 24 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.