Heimilisritið - 01.08.1950, Blaðsíða 24

Heimilisritið - 01.08.1950, Blaðsíða 24
Næstu daga gerðu þau virð- ingarverðar tilraunir til þess að vera eðlileg í viðmóti hvort við annað, en að lokum gat Hugh ekki afborið þetta lengur og stakk upp á því, að þau bindu endi á hveitibrauðsdagana. Nancy greip uppástunguna feg- ins hendi, og þau óku saman til borgarinnar, til hins nýja heimilis síns, og smátt og smátt tóku þau að sjá minna og minna hvort til annars. ÞANNIG leið um það bil eitt ár. Nancy þroskaðist. Ennþá elsk- aði hún Hugh, en hann hafði ekki nálgast hana, og hún lét það ekki eftir sér að stíga nokk- urt skref til ,,sátta“ né heldur að bera harma sína upp við neinn. Fyrr eða seinna, hugsaði hún, hlyti ást hennar til Hughs að fara þverrandi — eða deyja algerlega úr næringarskorti. Að öðru leyti naut hún hinnar nýju tilveru sinnar til fullnustu. Þau áttu nóga peninga, og Nancy hafði lítið breytzt frá því að hún var ógift stúlka, svo að allt hafði ennþá yndistöfra ný- breytninnar í hennar augum. Hugh hafði aftur á móti sam- vizkubit. Framkoma Nancy gagnvart honum var með öllu óaðfinnanleg. Hún var nærgæt- in og hugsaði að öllu leyti um að láta fara vel um hann. Hið mikla ósamræmi í hjónabandi þeirra olli honum hugarangurs annað slagið; af mörgum smá- tilefnum varð hann þess á- skynja, að Nancy elskaði hann ennþá, og honum varð raun- verulega augljóst, að hún eyddi æsku sinni til ónýtis hans vegna. ÞAÐ VAR eitt þeirra fáu kvölda, sem þau eyddu alein heima. Nancy sat fyrir framan arininn og drakk kaffið sitt — með hugsandi augnaráði starði hún á reykskýin sem bylgjuðu sig upp í loftið úr sígarettunni. „Ég þarf að segja þér dálítið Nancy,“ sagði Hugh hikandi. ,.Ég þarf að fara til Suður- Ameríku í viðskiptaerindum og verð að líkindum fjarverandi um 11—17 mánaða skeið. Lang- ar þig til að ferðast með mér?“ Hana langaði mest til þess að hrópa upp yfir sig: „Já, já, taktu mig með þér — ég get ekki séð af þér svona lengi!“ en hún stillti sig — hann skyldi ekki, enn á ný, fá tækifæri til þess að særa hana. „Nei, þakka þér fyrir, Hugh, það held ég ekki. Það fer svo ágætlega um mig héma heima og auk þess — á slíku ferðalagi er maður svo mikið upp á fé- lagsskap hvors annars kominn. .2? HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.