Fréttatíminn - 06.09.2013, Side 2
www.hjahrafnhildi.is S. 581 2141
Skoðið úrvalið á
facebook!
Verð
32.980,-
Hafnarfjörður Opnað fyrir umsóknir um lóðir í skarðsHlíð
Meðal síðustu suðurhlíðalóða
á höfuðborgarsvæðinu
Opnað verður fyrir umsóknir um
lóðir í Skarðshlíð í Hafnarfirði á
morgun, laugardaginn 7. septem-
ber, en þar er að finna einar síðustu
suðurhlíðarlóðir á höfuðborgar-
svæðinu. Um er að ræða 30 hektara
svæði sem liggur upp að hlíðinni
sunnan og vestan í Ásfjalli og eru
lóðirnar við Hádegisskarð, Drangs-
skarð, Bjargsskarð, Bergsskarð,
Víkurskarð og Glimmerskarð.
Svæðið er í hlíð sem hallar mót
suðri og liggur í skjóli fyrir norðan-
og austanáttum. Efst í hlíðinni
verða einbýlishús, þar fyrir neðan
par- og raðhús og fjölbýlishús næst
Ásvallabrautinni, sem er aðkoman
inn í hverfið. Í hverfinu er fyrirhug-
að að byggja 4–6 deilda leikskóla og
hjúkrunarheimili. Byggðin er tengd
náttúrunni með tveimur grænum
ósnortnum svæðum þvert inn í
byggðina og tengist þannig þunga-
miðju hennar.
„Skarðshlíðin hefur í raun upp á
allt að bjóða,“ segir Guðrún Ágústa
Guðmundsdóttir, bæjarstjóri Hafn-
arfjarðar og bætir því við að um ein-
stakt tækifæri sé að ræða. „Örstutt
er í ósnortna náttúruna, Ásfjall,
Ástjörn, Hvaleyrarvatn, Helgafell,
Bláfjöll, gönguleiðirnar eru ein-
hverjar þær fallegustu á höfuð-
borgarsvæðinu og öll þjónusta er til
staðar í hverfinu. Þetta er sannköll-
uð náttúruperla á frábærum stað.“
Hægt er að kynna sér lóðar-
möguleika á svæðinu á laugar-
daginn milli klukkan 11 og 16
í anddyri Ásvallalaugar en þá
kynna starfsmenn Hafnarfjarðar
hverfið og svara fyrirspurnum.
Nánari upplýsingar um hverfið
og lóðirnar fá finna á heimasíðu
bæjarins.
Jónas Haraldsson
jonas@frettatiminn.is
Skarðshlíð. Þar er að finna einar síðustu suðurhlíðarlóðir á höfuðborgarsvæðinu.
Styrkir til ungra,
einstæðra mæðra
Rúmlega tveimur milljónum var úthlutað
úr Starfsmenntunarsjóði ungra kvenna
þann 29. ágúst síðastliðinn. Að sjóðnum
stendur Bandalag kvenna í Reykjavík og
fengu tuttugu konur styrki til náms næsta
skólaár. Tilgangur sjóðsins er að hvetja og
styðja við bakið á konum sem ekki eiga
kost á námslánum, til að afla sér mennt-
unar. Í gegnum tíðina hafa styrkþegar
einkum verið ungar einstæðar mæður, sem
einhverra hluta vegna hafa þurft að hætta
námi. Frá upphafi hefur Starfsmenntunar
sjóðurinn úthlutað hundrað þrjátíu og níu
styrkjum, samtals að upphæð tæplega
sextán milljónir króna. -dhe
Átak gegn mænusótt
„Klárum málið“ er yfirskrift átaks UNICEF
á Íslandi og Te & Kaffis sem hófst form-
lega í gær, 6. september, og stendur út
mánuðinn. Markmiðið er að vekja athygli
á þeim mikla árangri sem náðst hefur í
baráttunni gegn mænusótt, einnig þekkt
sem lömunarveiki, og bjóða landsmönnum
að taka þátt í baráttunni við að útrýma
veikinni á heimsvísu. Fyrir 25 árum var
mænusótt landlæg í 125 ríkjum en nú í
þremur; Afganistan, Nígeríu og Pakistan.
Fyrir 25 árum var hún landlæg í 125 ríkjum
í heiminum.
Engin lækning er til við þessum skelfilega
sjúkdómi og eina leiðin til að koma í veg
fyrir að veikin valdi lömun er bólusetning.
Ein bólusetning kostar 25 krónur.
Af hverjum seldum drykk í september
gefur Te & Kaffi andvirði einnar bólusetn-
ingar gegn mænusótt. Jafnframt býðst
landsmönnum að styðja átakið með því að
senda sms-ið stopp í númerið 1900 og gefa
þannig 250 krónur eða 10 bólusetningar.
- eh
60 vilja sinna eftirliti
með velferð dýra
Alls bárust 60 umsóknir í stöður sér-
fræðinga vegna eftirlits með velferð og
aðbúnaði dýra, ásamt öflun hagtalna,
sem Matvælastofnun auglýsti í sumar. Í
framhaldinu verða umsækjendur boðaðir
í viðtöl en miðað er við að þeir sem verða
ráðnir hefji störf um næstu áramót þegar
ný lög um dýravelferð og búfjárhald taka
gildi. Þar með flyst búfjáreftirlit sem hing-
að til hefur verið á vegum sveitarfélaga til
Matvælastofnunar. Þar starfa nú um sjötíu
manns og verður stöðugildum fjölgað um
átta vegna gildistöku nýja laganna, þar af
eru sex stöður sérfræðinga. eh
Bifröst í samstarf með
virtustu háskólum heims
Háskólinn á Bifröst tekur þátt í alþjóðlegu samstarfi sem
nefnist Law Without Walls sem hefur það markmið að
bregðast við breyttri stöðu lögfræðinga á vinnumarkaði og
umbylta þekktum aðferðum við lögfræðikennslu þannig að
lögfræðinemar fái víðari sýn á fræðin og nýti menntun sína
til nýsköpunar. Meðal þeirra háskóla sem taka þátt í verk-
efninu eru Harvard og Stanford. Lagadeild Miami háskóla
sér um skipulag verkefnisins og hefur aðeins tuttugu og einn skóli fengið þátttökurétt.
Umsjónarmaður verkefnisins er Helga Kristín Auðunsdóttir, sviðsstjóri lögfræðisviðs.
„Bifröst er eini háskólinn á Íslandi sem kennir viðskiptalögfræði og það er ánægjulegt
að margar virtustu lagadeildir heims skuli horfa í sömu átt með þátttöku sinni í verk-
efninu,“ segir hún. -dhe
Þ riggja ára börn hafa frá 1. sept-ember fengið ókeypis tann-læknaþjónustu samkvæmt
samningi Sjúkratrygginga Íslands og
Tannlæknafélags Íslands, að undan-
skildu 2500 króna árlegu komugjaldi.
Samkvæmt þessum sama samningi
hætta þessi börn að fá ókeypis tann-
læknaþjónustu daginn sem þau verða
fjögurra ára og eru ekki gjaldgeng inn
í kerfið á ný fyrr en þau verða sjö ára,
eða árið 2016. Börn sem nú eru fjög-
urra ára komast inn í kerfið sama ár,
þegar þau eru orðin sjö ára gömul.
Sjúkratryggingar Íslands og Tann-
læknafélagið undirrituðu samninginn
þann 13. maí síðastliðinn en hann
byggði á tillögum starfshóps sem þá-
verandi ráðherra heilbrigðismála,
Guðbjartur Hannesson, skipaði til
að tryggja börnum undir 18 ára aldri
nauðsynlega tannlæknaþjónustu
óháð efnahag foreldra. Strax í maí
tók samningurinn til 15, 16 og 17 ára
barna og í septemberbyrjun bættust
við 3, 12, 13 og 14 ára börn. Fleiri ald-
urshópar bætast við á næstu árum þar
til í janúar 2019 þegar hann ær til allra
barna undir 18 ára.
Ragnheiður Hilmarsdóttir, móttöku-
ritari á tannlæknastofunni Brostu,
hefur orðið vör við að nokkurs mis-
skilnings gætir um innleiðingu samn-
ingsins. „Það er auðvitað stutt síðan
þetta tók gildi en mér finnst ekki hafa
verið auglýst nægjanlega vel hvernig
þetta virkar,“ segir hún en foreldrar
barna sem koma á tannlæknastofuna
hafa sumir hverjir staðið í þeirri trú að
þau börn sem nú eru þriggja ára séu
komin inn í kerfið til frambúðar. „Ég
hef alveg ákveðinn skilning á þessu.
Það er auðvitað verið að hvetja for-
eldra til að koma með börnin í fyrstu
skoðun í stað þess að fresta því,“
segir Ragnheiður. Ennfremur hefur
starfsfólk tannlæknastofunnar bent
foreldrum barna sem hringdu til að
panta tíma í ágúst að ef þau panta tíma
í september hefur samningurinn tekið
gildi. Foreldrar hafa ekki fengið nein
bréf um þetta.“
Forsenda greiðsluþátttöku Sjúkra-
trygginga Íslands samkvæmt fyrr-
nefndum samningi er skráning heim-
ilistannlæknis sem gert er rafrænt í
gegn um Réttindagátt Sjúkratrygg-
inga Íslands. „Oft vita foreldrar ekki
hvernig þeir eiga að gera þetta þannig
við höfum gert þetta fyrir þá hér á
stofunni.“ Leiðbeiningar fyrir foreldra
er að finna á vef Sjúkratrygginga Ís-
lands. Þar er einnig vakin athygli á
því að réttur til þjónustu samkvæmt
samningnum fellur niður þegar börn
verða 18. ára og er það afmælisdagur-
inn sem gildir.
Erla Hlynsdóttir
erla@frettatiminn.is
TannHeilsa misskilnings Hefur gæTT vegna TannlæknaÞjónusTu
Þrjú ár í næsta ókeypis
tannlæknatíma
Mér finnst
ekki hafa
verið auglýst
nægjanlega
vel hvernig
þetta virkar.
Þriggja ára börn hætta að fá ókeypis tannlæknaþjónustu á fjögurra ára afmælisdaginn og fá
næst ókeypis tannlæknatíma árið 2016. Börn sem nú eru fjögurra ára komast ekki inni nýtt kerfi
fyrr en þau eru orðin sjö ára. Mótttökuritari á tannlæknastofu segir nokkurs misskilnings gæta
vegna innleiðingar samnings um ókeypis tannlæknaþjónustu fyrir börn.
Börn sem nú eru fjögurra ára fá ókeypis tannlækningar árið 2016. Mynd/NordicPhotos/Getty
2 fréttir Helgin 6.-8. september 2013