Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.09.2013, Síða 10

Fréttatíminn - 06.09.2013, Síða 10
Nánari upplýsingar um bætta þjónustu má finna á vefnum www.or.is. Takk fyrir að vera í sambandi! Ís le n sk a s Ia .Is O R K 6 53 36 0 8/ 13 Betri þjónusta fyrir þig Öryggi þitt skiptir okkur máli Við höfum hafið samstarf við Neyðarlínuna 1-1-2 til að auka öryggi viðskiptavina. Verði bilanir í veitukerfum sem skapa hættu fá viðskiptavinir send SMS skilaboð beint í farsímann sinn. Öryggismál eru forgangsmál hjá Orkuveitunni og því er þetta samstarf mikilvægt skref í aukinni þjónustu okkar. Það er mikilvægt bæði fyrir Orkuveituna og þig. „SMS-sendingar leika stöðugt stærra hlutverk í samskiptum við almenning þegar hættuástand skapast. Það er nauðsynlegt að koma til móts við almenning og nýta þær samskiptaleiðir sem fólk notar mest, fjölmiðla, netið, samfélagsmiðla og auðvitað SMS, en hjá flestum sameinast allar þessar leiðir í snjallsímanum.” Tómas Gíslason, aðstoðarframkvæmdastjóri 112. A fgangur var af undirliggjandi við-skiptajöfnuði við útlönd á öðrum ársfjórðungi, og er það í fyrsta skipti frá árinu 2009 sem afgangur mælist á þessum árstíma. Undirliggjandi hrein erlend staða þjóðarbúsins virðist viðráðan- leg, þótt hún sé vissulega við efri mörk þess sem getur talist sjálfbær staða. Þetta er meðal þess sem lesa má úr tölum Seðla- bankans yfir greiðslujöfnuð við útlönd á 2. ársfjórðungi og erlenda stöðu þjóðarbúsins um mitt ár, segir Greining Íslandsbanka. Undirliggjandi viðskiptajöfnuður var hagstæður um 0,5 milljarða króna á 2. árs- fjórðungi. Er það breyting til hins verra frá 2. fjórðungi, þegar undirliggjandi afgangur var 15,4 milljarðar króna, en hins vegar töluvert jákvæðari niðurstaða en á sama fjórðungi í fyrra, en þá mældist 22,6 milljarða króna undirliggjandi halli á viðskiptajöfnuði. Með undirliggjandi við- skiptajöfnuði er átt við viðskiptajöfnuð að undanskildum reiknuðum þáttatekjum og –gjöldum gömlu bankanna. Þar er um að ræða stærðir sem að mestu verða afskrif- aðar við uppgjör þeirra. Afganginn á 2. fjórðungi má þakka 20,1 milljarðs króna af- gangi af þjónustujöfnuði, sem að verulegu leyti á rætur að rekja til jákvæðrar þróunar í ferðaþjónustu. 2,2 milljarða króna halli var á vöruskiptajöfnuði á fjórðungnum og 17,4 milljarða króna halli var á undirliggj- andi þáttatekjujöfnuði. Það sem af er ári nemur undirliggjandi viðskiptaafgangur 16 milljörðum króna, tæplega 1% af áætlaðri vergri landsfram- leiðslu ársins. Spá Seðlabankans frá ágúst gerir ráð fyrir að afgangurinn muni nema 2,6% af vergri landsframleiðslu (u.þ.b. 46 milljörðum króna) á árinu í heild. „Sú spá virðist nokkuð nærri lagi,“ segir enn fremur. „Búast má við talsverðum undir- liggjandi afgangi á 3. ársfjórðungi. Þjónustujöfnuður á væntanlega eftir að skila myndarlegum afgangi vegna mikils vaxtar í ferðaþjónustu, útlitið fyrir vöruskipti er betra en raunin var á 2. ársfjórðungi, auk þess sem undirliggjandi þáttatekju- halli er jafnan með minnsta móti á 3. ársfjórðungi.“ Í fyrra mældist 50,6 milljarða króna afgangur af undirliggjandi jöfnuði á 3. ársfjórðungi, en á árinu í heild nam afgangurinn 6,2 millj- örðum króna. Seðlabankinn birti einnig tölur í vikunni um erlenda stöðu þjóðar- búsins og undirliggjandi erlenda stöðu í júnílok. Þar kemur fram að erlend staða þess að gömlu bönkun- um meðtöldum er enn neikvæð sem nemur 7.885 milljörðum króna, sem jafngildir 458% af áætlaðri vergri landsframleiðslu ársins. „Sú tala,“ segir Greiningin, „gef- ur hins vegar ekki raunhæfa mynd af undirliggjandi erlendri stöðu, þar sem stærstur hluti skulda gömlu bankanna verður afskrifaður við uppgjör þeirra.“ Að gömlu bönkunum undanskildum var hrein erlend staða þjóðarbúsins í júnílok neikvæð sem nemur 464 milljörðum króna eða 27% af vergri landsframleiðslu. Hins vegar á uppgjör gömlu bankanna og annarra þrotabúa eftir að breyta þeirri mynd talsvert, og metur Seðlabankinn það svo að uppgjör gömlu bankanna muni rýra erlenda stöðu þjóðarbúsins sem nemur 43% af vergri landsframleiðslu (u.þ.b. 740 milljarðar króna), en uppgjör annarra þrotabúa bæti stöðuna um 5% af vergri landsframleiðslu. Undirliggjandi hrein erlend staða þjóðar- búsins var neikvæð í júnílok um 65% af vergri landsframleiðslu, eða u.þ.b. 1.120 milljarða króna. Staða þjóðarbúsins virðist viðráðanleg þótt hún sé nokkuð snúin,“ segir deildin. Meðal landa með háa neikvæða erlenda stöðu má nefna Grikkland, 115% af vergri landsframleiðslu, Írland 108% og Spán 91%. Eystrasaltsríkin eru með svipaða stöðu og Ísland, „og ýmis A-Evrópuríki hafa lakari erlenda stöðu en Ísland,“ segir Greiningin, „án þess að markaðir telji voðann vísan meðal þeirra.“ Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is  EfnAhAgur LítiLs háttAr undirLiggjAndi viðskiptAAfgAngur á öðrum ársfjórðungi Erlend staða þjóðarbúsins viðráðanleg en snúin Miðað við tölur Seðla- banka Íslands er undirliggjandi hrein staða þjóðarbúsins viðráðanleg þótt hún sé nokkuð snúin, að mati Greiningar Íslands- banka. Á myndinni er Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Jákvæðari staða en á sama tíma í fyrra. Stærstur hluti skulda gömlu bankanna verður af- skrifaður við uppgjör þeirra. 10 fréttir Helgin 6.-8. september 2013

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.