Fréttatíminn - 06.09.2013, Síða 20
Óðalsostur hefur verið á borðum landsmanna frá
árinu 1972 þegar Mjólkursamlag KEA hóf framleiðslu
hans á Akureyri. Fyrirmynd hans er Jarlsberg,
frægasti ostur Norðmanna. Óðalsostur er mildur með
örlítinn möndlukeim og skarpa, sæta, grösuga tóna.
Frábær á morgunverðarborðið, hádegishlaðborð eða
bara einn og sér.
www.odalsostar.is
ÓÐALSOSTUR
TIGNARLEGUR
Doktorsrannsókn Margrétar
Sigmarsdóttur leiddi í ljós
að þegar aðferðum PMT-
foreldrafærni er beitt sýna
börn minni aðlögunarvanda,
eru minna þunglynd, sýna
meiri félagsfærni og minni
hegðunarerfiðleika. Megin
markmið aðferðarinnar er að
efla foreldra við það hlutverk
að ala börnin sín upp.
P MT-foreldrafærni er byggð á aðferð sem á uppruna sinn í Oregon í Bandaríkjunum og
kallast Parent Management Train-
ing – Oregon aðferð eða PMTO.
Frá árinu 2000 hefur Margrét
Sigmarsdóttir sálfræðingur, ásamt
samstarfsfélögum sínum, unnið
að innleiðingu aðferðirnar hér á
landi og segir hún hana byggja á
eflingu foreldra í því hlutverki að
ala upp börnin sín. „Þegar foreldr-
arnir eflast í sínu hlutverki hefur
það áhrif á barnið og hegðun þess.
Þegar erfið hegðun fer úr böndun-
um eru foreldrar oft komnir í víta-
hring og þannig skapast togstreita
á milli þeirra og barnanna. Með
PMTO fær fólk þjálfun til að takast
á við ástandið,“ segir Margrét og
leggur áherslu á að aðferðin skili
mestum árangri ef unnt er að grípa
snemma inn í og vinna með vand-
ann á fyrstu stigum.
„PMT-foreldrafærni veitir for-
eldrum ákveðin verkfæri sem
gera þeim kleift að breyta og bæta
hegðun barna sinna og stuðla
þannig að bættri aðlögun þeirra
á heimili, í skóla og í samfélaginu
almennt,“ segir Margrét. Á vegum
nokkurra sveitarfélaga hér á landi
er aðferðinni beitt og hefur Mar-
grét unnið hjá Hafnarfjarðarbæ við
innleiðingu hennar en frá og með
haustinu mun PMT-foreldrafærni
verða eitt af úrræðum Barna-
verndarstofu og mun Margrét þá
innleiða úrræðið á landsvísu þaðan
ásamt þeim Önnu Maríu Frí-
mannsdóttur og Eddu Vikar Guð-
mundsdóttur. Í þeim bæjarfélögum
sem innleitt hafa PMTO aðferðina
eru það í flestum tilfellum skólasál-
fræðingar og félagsráðgjafar sem
fengið hafa ákveðna þjálfun sem
vinna með foreldrum. „Þegar upp
koma hegðunarerfiðleikar hjá
börnum er foreldrum boðið upp á
kennslu í beitingu á PMT-foreldra-
færni, ýmist í einkaviðtölum eða
á námskeiðum með öðrum for-
eldrum,“ segir Margrét. Á vegum
nokkurra sveitarfélaga á Íslandi
eru nú starfandi PMTO með-
ferðaraðilar, svo sem í Hafnarfirði,
Reykjavík, Sandgerði, Vogum,
Grindavík, Skagafirði, á Akureyri
og Fljótsdalshéraði.
Fyrr á þessu ári lauk Margrét
við doktorsverkefni sitt sem var
rannsókn á árangri PMTO að-
ferðarinnar í samanburði við aðrar
aðferðir sem almennt eru veittar í
sveitarfélögum landsins. Hundrað
og tvær fjölskyldur barna á leik- og
grunnskólaaldri tóku þátt í rann-
sókninni og sýndu niðurstöðurnar
að þegar PMTO meðferð var beitt
dró meira úr aðlögunarvanda
barna á leik- og grunnskólaaldri en
með þeirri þjónustu sem þessum
hópi er almennt veitt í sveitar-
félögum landsins og er af ýmsum
toga. Að sögn Margrétar dró
marktækt úr aðlögunarvandanum
hjá þeim hóp sem fór í PMTO með-
ferð og er það í samræmi við er-
lendar rannsóknir. PMTO aðferðin
er mikið notuð í Noregi, Bandaríkj-
unum, Hollandi og Danmörku.
Meðal þess sem aðferðin byggir
á er að foreldrar gefi börnum sín-
um skýr fyrirmæli. Margrét nefnir
sem dæmi að í stað þess að foreldr-
ar biðji börn sín að leggja skóla-
töskuna ekki á gólfið segi þeir
þeim að ganga frá henni. „Þegar
farið er með börn í matvöruversl-
anir og þau hlaupa um búðina er
betra að biðja þau að vera nær
kerrunni í stað þess að segja þeim
að hætta að hlaupa.“ Margrét segir
einnig mikilvægt að foreldrar noti
hvatningu með markvissum hætti.
„Í því sambandi er mikilvægt að
gefa jákvæðri hegðun gaum og
taka eftir því þegar börnin standa
sig vel. Hrós er einfaldasta útgáfan
af hvatningu en þegar við viljum
kenna börnum nýja hegðun er gott
að hafa hrósið sértækt. Til dæmis
að segja frekar „vá, flott hjá þér að
ganga frá skónum“ í stað þess að
segja þeim að þau séu æðisleg.“
Jafnframt er mikilvægt fyrir for-
eldra að setja börnum skýr mörk
með skipulögðum hætti. „Við
miðum oft við að nota hvatningu
fimm sinnum miðað við að setja
mörk einu sinni,“ segir Margrét
sem telur að séu börnum sett
ákveðin mörk í hegðun líði þeim
betur. „Ef börn fá ríkulegt magn af
hvatningu eru þau yfirleitt tilbúin
að láta setja sér mörk. Ef umhverf-
ið er aftur á móti ekki hvetjandi
streitast þau á móti mörkunum,“
segir hún.
Virkt eftirlit er einnig stór liður
í PMT-foreldrafærni. Með virku
eftirliti er átt við að foreldrar
viti alltaf hvar barnið er og með
hverjum, hvað það sé að gera og
hvernig það fari á milli staða. Í
samskiptum foreldra og barna er
lausnaleit mikilvægt verkfæri sem
eflir foreldra í að leysa úr mál-
unum með börnum sínum eftir
ákveðnum aðferðum. „Til dæmis
þegar umgengni barnanna er
ekki nógu góð er gott að gera við
þau samning um að bæta hana,“
segir Margrét. Þjálfun foreldra við
lausnaleit sé því ekki svo ólík stjór-
nendaþjálfun sem byggist á því að
horfa til framtíðar, ræða kosti og
galla og útbúa áætlun um hvernig
megi bæta úr.
Dagný Hulda Erlendsdóttir
dagnyhulda@frettatiminn.is
Foreldrar efldir
í hlutverki sínu
Fái börn ríku-
legt magn af
hvatningu eru
þau yfirleitt
tilbúin að láta
setja sér mörk.
Ef umhverfið
er aftur á móti
ekki hvetjandi
streitast þau á
móti mörkunum.
Gefum börnum alltaf skýr
fyrirmæli.
Veitum jákvæðri hegðun
athygli og hrósum þegar
börn sýna hana.
Setjum börnum skýr
mörk.
Höfum virkt eftirlit með
börnum. Verum með-
vituð um hvar þau eru,
með hverjum og hvað
þau er að gera.
Leitum lausna við ágrein-
ingsefnum. Ræðum málin
og náum árangri saman.
Margrét Sigmarsdóttir.
Ljósmynd/Hari
20 viðtal Helgin 6.-8. september 2013