Fréttatíminn - 06.09.2013, Blaðsíða 28
E
lín Arnar og Björk
Eiðsdóttir kynntust
fyrst þegar Elín var
ritstjóri Vikunnar og
réð Björk þangað sem
blaðamann. Fyrr á árinu stóðu þær
báðar á tímamótum en þá hafði
Björk ákveðið að segja starfi sínu
lausu sem ritstjóri Séð og heyrt
og Elín missti starf sitt sem rit-
stjóri Vikunnar. Þær ákváðu að
láta slag standa og gefa saman
út sitt eigið tímarit, MAN mag-
asín, sem dreift var á sölustaði nú
fyrir helgi. Blaðamaður hitti þær
stöllur í turninum við Höfðatorg
í Reykjavík í byrjun vikunnar þar
sem skrifstofa MAN magasín er
til húsa.
Elín og Björk hafa báðar starfað
á fjölmiðlum í nær áratug en ætla
nú að gera hlutina algjörlega eftir
sínu höfði þar sem þær eru eig-
endur MAN magasín ásamt Sunnu
Jóhannsdóttur, framkvæmdastjóra
og Auði Húnfjörð auglýsinga-
stjóra. Björk segir þær hafa fundið
mikinn meðbyr við uppbyggingu
á nýja fjölmiðlinum. „Núna er
stemning fyrir því að
fólkið á gólfinu geri
hlutina sjálft. Fyrr á
árinu var konum bolað
burt úr stjórnunar-
stöðum og eru margir
hugsi yfir stöðunni
og orðnir þreyttir á
þessum valdablokkum
sem hafa átt íslenska
fjölmiðla í gegnum
tíðina,“ segir hún.
Konur í fjölmiðlum
Þær segja starfsör-
yggi á íslenskum fjöl-
miðlum lítið og því sé
ákveðið öryggi fólgið
í því að eiga sinn eigin
fjölmiðil og starfa þar
þó því fylgi vissulega
líka áhætta. „Þegar ég
var ritstjóri á Vikunni
var svo margt sem
mig langaði að koma í
verk og hafði ákveðna
framtíðarsýn fyrir
vörumerkið. Svo var
ég bara rekin einn
daginn og fór þá að
hugsa að ég hefði lagt
allt mitt í starfið til þess eins að
yfirgefa svæðið. Eftir það fór ég
að velta því fyrir mér að það væri
kannski sniðugt að taka sér þetta
pláss og vald og stofna sinn eigin
fjölmiðil. Í staðinn fyrir að bíða
eftir að einhver myndi bjóða mér
starf,“ segir Elín.
Elín og Björk blása á allt tal þess
efnis að konur séu konum verstar
og nefna sem dæmi að á Vikunni
hafi ávallt ríkt mjög góður andi á
milli samstarfsfólksins, sem var
flest konur. Elín starfaði áður við
framleiðslu á auglýsingum og
kvikmyndum þar sem karlmenn
voru í miklum meirihluta. „Þá
þurfti ég oft að stýra körlum. Ég
byrjaði rúmlega tvítug að starfa
sem pródúsent og þá var langt
því frá auðvelt að gefa til dæmis
mönnum sem voru komnir yfir
fimmtugt og höfðu verið lengi í
bransunum skipanir um hvað átti
að gera.“
Engar skýjaborgir með
lántöku
Fyrsta eintakið af MAN magasíni
er heilar 148 blaðsíður. „Þetta eru
í rauninni fjögur tímarit í einu því
við verðum með mann-
legt efni, tísku, hönnun
og heimili, mat og ýmis
áhugaverð viðtöl, bæði
létt og þungt efni í
bland. Á hverjum kafla
verður forsíða svo það
ættu allir að finna eitt-
hvað við sitt hæfi í MAN
magasíni,“ segir Elín.
Engir utanaðkom-
andi fjárfestar standa að
tímaritinu en á tímabili
veltu þær því fyrir sér
að sækja um lán en var
sagt í bankanum að
þær bæðu um allt of
lága upphæð að láni.
„Það kom mjög á óvart
svona stuttu eftir hrun
að það væri ekki talinn
kostur að fara varlega í
lántökum,“ segir Björk.
Eftir töluverða íhugun
ákváðu þær að fjár-
magna ekki skýjaborgir
með lánum og hafa litla
yfirbyggingu. „Við erum
reyndar með skrifstofu
hérna á Höfðatorgi en
hún er mjög lítil og við
notum bara gömlu tölvurnar okk-
ar. Svo bara göngum við á lagið
Öll erfið
reynsla gerir
mann að því
sem maður
er. Það
hefur eng-
inn gott af
því að fara
auðveldlega
í gegnum
lífið.
– fyrst og fre
mst
ódýr!
TILBOÐ!
GeGGjaÐ
Hámar
k
6 pk.
á mann
meðan
birgðir
endast
! 5598Verð áður 8397 kr./3 pk.
Libero bleiur
Fullt verð 2799 kr./pk. eða 8397 kr./3 pk.
kr.
3 pk.
Kauptu 3
en borgaðu
fyrir 2
Taka sér pláss og vald
Björk Eiðsdóttir og Elín Arnar kynntust þegar þær störfuðu
saman á Vikunni. Fyrr í sumar stóðu þær á tímamótum, báðar
án atvinnu og ákváðu að láta slag standa og gefa út sitt eigið
tímarit, MAN magasín, sem þær dreifðu sjálfar á sölustaði í gær.
Þær eru sammála um að þeir erfiðleikar sem þær hafa lent í í
lífinu hafi gert þær að því sem þær eru í dag.
Björk Eiðsdóttir og Elín Arnar eru sannfærðar um að konur séu konum bestar. Þær hafa fundið mikinn meðbyr við vinnslu á
fyrsta tölublaði MAN magasín sem kom út í vikunni. Ljósmynd/Hari
og látum vini og fjölskyldu hjálpa
okkur við allt mögulegt,“ segja
þær, fullvissar um að þær hafi sett
met í aðhaldi.
Báðar hafa þær reynslu af því
að vera eina fyrirvinna fjölskyld-
unnar og að þurfa að fara sparlega
með peninga. Björk er 38 ára og
á þrjú börn; dætur sem eru 16 og
11 ára og 6 ára gamlan son. „Við
pabbi yngri barnanna skildum
fyrir þremur árum. Þá bjuggum
við í Noregi en ég flutti heim með
börnin þegar við skildum, pakkaði
búslóðinni í bílinn og fór til Íslands
með Norrænu. Ég var ekki komin
með vinnu eða neitt svo það má
segja að ég hafi stokkið beint út í
djúpu laugina.“ Elín er fertug og á
4 ára gamla dóttur en er nú í nýju
sambandi og á von á barni í lok
ársins.
Framinn númer þrjú í for-
gangsröðinni
Þó svo Björk og Elín hafi eytt
mestum sínum tíma á undanförn-
um vikum í vinnu við nýja tímaritið
er þær sammála um að vinnan sé
í þriðja sæti á forgangslistanum,
fjölskylda og vinir komi fyrst.
„Heilsa og húmor eru líka mikil-
væg. Án húmors væri maður ekki
neitt,“ segir Björk en þær vinkon-
urnar er sammála um að hindran-
irnar á lífsleiðinni hafi gert þær að
því sem þær eru í dag. „Það sem
ekki drepur mann, gerir mann
sterkari. Öll erfið reynsla gerir
mann að því sem maður er. Það
hefur enginn gott af því að fara
auðveldlega í gegnum lífið,“ segir
Björk og Elín bætir við að þeir sem
aldrei hafi þurft að reyna neitt séu
ekki skemmtilegasta fólkið. „Það
fólk er sennilega í sínu fimmta lífi
og búið að upplifa mikla erfiðleika
í fyrri lífum,“ skýtur Björk inn í.
Þakklát fyrir erfiða reynslu
Björk ólst upp í Garðabænum og
fór svo í Kvennaskólann. Sautján
ára gömul fór hún sem skiptinemi
til Brasilíu og kveðst ekki hafa
verið hrædd við neitt á þeim tíma,
nema kannski drauga. Björk á tvo
eldri bræður og eru þau systkinin
náin og hafa saman staðið við hlið
móður sinnar í erfiðum andlegum
veikindum hennar. „Veikindi
mömmu hafa verið það erfiðasta í
mínu lífi en jafnframt gert mig að
því sem ég er. Ég hef líka þurft að
takast á við eigin fordóma og ann-
arra. Ég mjög þakklát fyrir þessa
reynslu í dag og held að ég væri
ekki helmingurinn af sjálfri mér ef
ég hefði ekki farið í gegnum þetta
allt,“ segir hún. Björk telur að með
aukinni vitund hafi fordómar sam-
félagsins gagnvart geðsjúkdómum
þó minnkað. „Ég finn það líka að
ég sjálf get frekar rætt þetta núna
en áður. Þegar ég var um tvítugt
hefði ég aldrei getað rætt þetta við
vini mína.“ Björk minnist greinar
sem hún las einu sinni um geð-
sjúkdóma og fjallaði um að þegar
fólk er lagt inn á geðdeild kemur
enginn með blóm og konfekt fyrir
sjúklinginn þó það þyki sjálfsagt
þegar um annars konar veikindi er
að ræða. „Þetta er svo satt. Ef fólk
fer í heimsókn á annað borð á geð-
deild, mætir það ekki með blóm.
Það þykir öðruvísi en önnur veik-
indi. Sem er í sjálfu sér skrítið.“
Vonbrigði í Vínarborg
Elín er elst þriggja systkina og var
mikið flökkubarn. „Ég á yndis-
lega fjölskyldu og pabbi minn var
fótboltaþjálfari þegar
ég var að alast upp svo
við vorum því mikið
á flakki. Þegar ég var
tíu ára var ég búin að
flytja ellefu sinnum,“
segir Elín sem hefur
meðal annars búið á
Ísafirði, í Færeyjum,
Bolungarvík, Borgar-
nesi og í Garði. „Kost-
urinn við flakkið er sá
að ég hef gríðarlega
mikla aðlögunarhæfni
en að sama skapi
hef ég verið svolítið
rótlaus í gegnum
tíðina.“ Þegar Elín var
búin að vera í sama
grunnskólanum í þrjú
ár spurði hún foreldra
sína hvort hún gæti
ekki fengið að skipta
um skóla, hún væri
búin að vera svo lengi
í sama skólanum.
Nú hefur hún þó
skotið rótum í miðbæ
Reykjavíkur og búið
þar í nær tvo áratugi
með einhverjum hléum þó.
Elín lærði kvikmyndagerð í
Kaupmannahöfn en áður en námið
hófst bjó hún í borginni og sá aug-
lýsingu í blaði þar sem óskað var
eftir barþjónum í Vínarborg. Hún
sótti um og fór í atvinnuviðtal hjá
umboðsmanni á kaffihúsi í Kaup-
mannahöfn. „Mér fannst skrítið
að fara í atvinnuviðtal á kaffihúsi
og að það skyldi ekki vera nein
eiginleg umboðsskrifstofa á bak
við auglýsinguna en ævintýraþráin
ákvað að loka á það.“ Svo hélt
Elín til Vínarborgar með danskri
vinkonu sinni og á flugvellinum
tóku á móti þeim tveir vígalegir
menn með varðhunda. Þeim var
fylgt í skuggalegt hverfi þar sem
vændiskonur voru úti á götum. „Á
byggingunum voru stórar myndir
af nöktum konum svo mér fannst
þetta mjög skrítið. Við fengum
íbúð og var svo fylgt í vinnuna sem
við héldum að væri bar en þá var
það vændishús. Við fórum inn í
búningsklefa þar sem var stimpil-
klukka. Þarna voru margar naktar
konur og allt í rauðu flaueli.“ Elínu
brá mjög en ákvað þó að halda ró
sinni og bað um að fá að fylgjast
með starfseminni fyrsta kvöldið.
Hálftíma seinna fengu þær að fara
heim í íbúðina gegn því að koma
aftur næsta dag „í
vinnuna“. „Sem betur
fer var enginn vörður
í íbúðinni okkar svo
við gátum pakkað
niður og drifið okkur
í burtu. Við vorum
orðnar svangar og
keyptum okkur pulsu
og pulsusalinn redd-
aði okkur vinnu á bar.
Eigendur vændishúss-
ins leituðu okkur uppi á
þeim bar og þá urðum
við hræddar og var
ráðlagt af samstarfs-
fólki okkar á barnum að
yfirgefa Vínarborg hið
snarasta sem við auðvi-
tað gerðum.“ Á þessum
tíma hafði Elín aldrei
heyrt af mansali né að
vændissalar fyndu fólk
með þessum hætti.
„Þetta hefði getað orðið
miklu verra. Ég var ung
og vitlaus á þessum
tíma og þá tíðkaðist að
kornungar stelpur færu
til útlanda að vinna á
börum. Það er sem betur fer breytt
og börn fá að vera börn lengur í
dag.“
Dagný Hulda Erlendsdóttir
dagnyhulda@frettatiminn.is
Ef fólk fer í
heimsókn á
annað borð
á geðdeild,
mætir það
ekki með
blóm. Það
þykir öðru-
vísi en önn-
ur veikindi.
28 fjölmiðlar Helgin 6.-8. september 2013