Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.09.2013, Blaðsíða 33

Fréttatíminn - 06.09.2013, Blaðsíða 33
heilsa 33Helgin 6.-8 september 2013 Lífrænar og glútenlausar Maískökur Fjölkornahrískökur Hrískökur með Quinoa korni Evonia er hlaðin bæti- efnum sem næra hárið og gera það gróskumeira. Myndirnar hér til hliðar sýna hversu góðum árangri er hægt að ná með Evonia. Evonia www.birkiaska.isFyrir Eftir Evonia eykur hárvöxt með því að veita hárrótinni næringu og styrk. S: 568 3868/699-2676 matarkn@matarkn.is www.matarkn.is "NÝTT LÍF" fyrir byrjendur hefst 9.09. "FRÁHALD Í FORGANG" framhald hefst 3. og 4.9. Esther Helga Guðmundsdóttir M.Sc. Hlíðasmára 10 · 201, Kópavogur Hefur þú misst stjórn á mataræði þínu? Vilt þú raunverulegan stuðning til betra lífs? Þ að er hægt að fara einn í hlát-urjóga en það er skemmtilegra að gera það í hópi því þá virkar þetta eins og hópefli,“ segir Ásta Valdimarsdóttir hláturjógakennari. Hún lærði hláturjóga í Noregi fyrir tólf árum. „Ég sá þetta bara auglýst í blaði og fannst þetta svolítið spenn- andi. Ég var á þessum tíma alltaf svo alvarleg og áhyggjufull og ákvað að prófa.“ Síðan hefur hún haldið fjölda fyrirlestra og námskeiða, og útskrifað um þrjátíu hláturjógaleið- beinendur á Íslandi. Hún er nú með hláturjógatíma alla miðvikudaga í félagsmiðstöðinni Hæðargarði og fyrsta laugardag í hverjum mánuði í Lifandi markaði í Borgartúni. „Hláturjóga er í raun hlátur án til- efnis og mörgum finnst jafnvel erfitt að byrja. En ég byrja alltaf á kynn- ingu og ef hún er góð þá er þetta ekkert mál og stutt í eðlilegan hlátur. Líkaminn er þannig gerður að það skiptir ekki máli hvort við hlæjum af því við ætlum að hlæja eða við hlæj- um að einhverju skemmtilegu, það gerist það sama í líkamanum. Nema maður sé að hlæja til að niðurlægja einhvern. Þá er eitthvað allt annað í gangi,“ segir hún. Með hlátri eykst endorfínfram- leiðsla í líkamanum og þar með vel- líðan. „Þannig er hláturinn tæki til að láta sér líða vel og hægt að nota hann eins og við förum í leikfimi eða aðra líkamsrækt.“ Ásta bendir á að hlátur- jóga sé jafnvel notað á sjúkrahúsum erlendis sem meðferðarúrræði. „Þar er þetta notað markvisst og er skylt því sem Patch Adams gerði þegar hann setti upp rautt nef og fór í trúða- leiki með sínum sjúklingum. Hlátur- jóga krefst hins vegar þátttöku allra.“ Þrátt fyrir að um þrjátíu manns hafi útskrifast af leiðbeinendanám- skeiðum hjá Ástu er hún eini starf- andi hláturjógakennarinn. Aðrir sjá frekar um einstaka tíma, til dæmis á starfsmannasamkomum fyrirtækja. Hún hefur sjálf verið boðuð í ýmis fyrirtæki og félög þar sem á að hrista hópinn saman. „Svo er þetta mjög vinsælt í gæsapartíum. Þetta er sak- laus skemmtun en leið svo þroskandi og heilandi fyrir líkama og sál.“ Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Ég var á þessum tíma alltaf svo alvarleg og áhyggjufull og ákvað að prófa. Ásta Valdimarsdóttir, þriðja frá hægri, ásamt þátttakendum í hláturjóga í félagsmiðstöðinni Hæðargarði. Ljósmynd/Hari  Námskeið með hlátri eykst eNdorfíNframleiðsla Heilandi hlátur Ásta Valdimarsdóttir hefur starfað sem hláturjógakennari í tólf ár. Hláturjóga hentar vel til hópeflis og er vinsælt að fá hláturjógaleiðbeinanda í gæsapartí. Ásta segir sumum finnist erfitt að byrja en ef vel er að staðið er alltaf stutt í eðlilegan hlátur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.