Fréttatíminn - 06.09.2013, Qupperneq 33
heilsa 33Helgin 6.-8 september 2013
Lífrænar og
glútenlausar
Maískökur
Fjölkornahrískökur
Hrískökur með Quinoa korni
Evonia er hlaðin bæti-
efnum sem næra hárið
og gera það gróskumeira.
Myndirnar hér til hliðar
sýna hversu góðum árangri
er hægt að ná með Evonia.
Evonia
www.birkiaska.isFyrir Eftir
Evonia eykur
hárvöxt með því
að veita hárrótinni
næringu og styrk.
S: 568 3868/699-2676 matarkn@matarkn.is www.matarkn.is
"NÝTT LÍF"
fyrir byrjendur hefst 9.09.
"FRÁHALD Í FORGANG"
framhald hefst 3. og 4.9.
Esther Helga Guðmundsdóttir M.Sc. Hlíðasmára 10 · 201, Kópavogur
Hefur þú misst stjórn á
mataræði þínu?
Vilt þú raunverulegan stuðning til betra lífs?
Þ að er hægt að fara einn í hlát-urjóga en það er skemmtilegra að gera það í hópi því þá virkar
þetta eins og hópefli,“ segir Ásta
Valdimarsdóttir hláturjógakennari.
Hún lærði hláturjóga í Noregi fyrir
tólf árum. „Ég sá þetta bara auglýst í
blaði og fannst þetta svolítið spenn-
andi. Ég var á þessum tíma alltaf
svo alvarleg og áhyggjufull og ákvað
að prófa.“ Síðan hefur hún haldið
fjölda fyrirlestra og námskeiða, og
útskrifað um þrjátíu hláturjógaleið-
beinendur á Íslandi.
Hún er nú með hláturjógatíma alla
miðvikudaga í félagsmiðstöðinni
Hæðargarði og fyrsta laugardag í
hverjum mánuði í Lifandi markaði í
Borgartúni.
„Hláturjóga er í raun hlátur án til-
efnis og mörgum finnst jafnvel erfitt
að byrja. En ég byrja alltaf á kynn-
ingu og ef hún er góð þá er þetta
ekkert mál og stutt í eðlilegan hlátur.
Líkaminn er þannig gerður að það
skiptir ekki máli hvort við hlæjum af
því við ætlum að hlæja eða við hlæj-
um að einhverju skemmtilegu, það
gerist það sama í líkamanum. Nema
maður sé að hlæja til að niðurlægja
einhvern. Þá er eitthvað allt annað í
gangi,“ segir hún.
Með hlátri eykst endorfínfram-
leiðsla í líkamanum og þar með vel-
líðan. „Þannig er hláturinn tæki til að
láta sér líða vel og hægt að nota hann
eins og við förum í leikfimi eða aðra
líkamsrækt.“ Ásta bendir á að hlátur-
jóga sé jafnvel notað á sjúkrahúsum
erlendis sem meðferðarúrræði. „Þar
er þetta notað markvisst og er skylt
því sem Patch Adams gerði þegar
hann setti upp rautt nef og fór í trúða-
leiki með sínum sjúklingum. Hlátur-
jóga krefst hins vegar þátttöku allra.“
Þrátt fyrir að um þrjátíu manns
hafi útskrifast af leiðbeinendanám-
skeiðum hjá Ástu er hún eini starf-
andi hláturjógakennarinn. Aðrir sjá
frekar um einstaka tíma, til dæmis á
starfsmannasamkomum fyrirtækja.
Hún hefur sjálf verið boðuð í ýmis
fyrirtæki og félög þar sem á að hrista
hópinn saman. „Svo er þetta mjög
vinsælt í gæsapartíum. Þetta er sak-
laus skemmtun en leið svo þroskandi
og heilandi fyrir líkama og sál.“
Erla Hlynsdóttir
erla@frettatiminn.is
Ég var á
þessum
tíma
alltaf svo
alvarleg og
áhyggjufull
og ákvað
að prófa.
Ásta Valdimarsdóttir, þriðja frá hægri, ásamt þátttakendum í hláturjóga í félagsmiðstöðinni Hæðargarði. Ljósmynd/Hari
Námskeið með hlátri eykst eNdorfíNframleiðsla
Heilandi hlátur
Ásta Valdimarsdóttir hefur starfað sem hláturjógakennari í tólf ár. Hláturjóga hentar vel til
hópeflis og er vinsælt að fá hláturjógaleiðbeinanda í gæsapartí. Ásta segir sumum finnist erfitt
að byrja en ef vel er að staðið er alltaf stutt í eðlilegan hlátur.