Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.09.2013, Page 36

Fréttatíminn - 06.09.2013, Page 36
Vipppútt Víti 36 golf Helgin 6.-8 september 2013  Golf Góð ráð Prófaðu Sensodyne vörurnar og finndu muninn. Sensodyne fyrir viðkvæmar tennur D Y N A M O R E Y K JA V ÍK NÝ OG BE TRI HÖNNUN ! TANNBURSTAR OG TANNKREM FYRIR VIÐKVÆM SVÆÐI Þrjú bestu ráð Íslandsmeistarans Hvernig er best að rífa sig upp úr meðalmennskunni og verða góður í golfi, svona sjónvarpsgóður? Ein leið er að spyrja Birgi Leif Hafþórsson. Hann ætti að vita aðeins meira um það en meðalmaðurinn. Enda þrautþjálfaður atvinnumaður sem endur- heimti Íslandsmeistaratitilinn í höggleik fyrr í sumar. „Það besta sem byrj- endur jafnt sem lengra komnir geta gert er að finna taktinn í pútt- unum. Þar er endur- tekningin sem skapar meistarann,“ segir Birgir. Hann segir pútt- in jafnframt vera þann hluta leiksins þar sem hann sjálfur getur bætt sinn leik hvað mest. „Þrípútt eyðileggja hringi. Takturinn í strokunni skiptir gríð- arlega miklu máli og mikilvægt er að finna hvernig boltinn snertir pútterinn alltaf eins. Því góður taktur þýðir betri lengdarstjórn un í löngu púttunum og meiri ákveðni í þeim stuttu.“ Aðal Birgis eru upphafshöggin og hann segir það gríðarlega mikilvægt að halda boltanum í leik eftir upphafshöggið. „Víti kostar tvö högg og með tvö, þrjú slík á hring er erfitt að koma í hús á góðu skori.“ Aftur talar Birgir um að finna taktinn og sveifla alltaf eins. „Leikskipulag hvers og eins er mismunandi og til að ná árangri er oft betra að geyma dræverinn í pokanum og taka járn af teig.“ Á hættulegri par 5 holu þar sem erfitt er að komast inn á flöt í tveimur höggum er því oft betra að teygja sig eftir öruggu kylfunni og vita líka hvert er best að missa höggið. Því það gerist jú stundum. Birgir Leifur segir mikilvægasta atriðið til þess að ná árangri í golfi sé stutta spilið. „Stuttu höggin og vippin sem tekin eru innan við 50 metra frá hol- unni.“ Þar sé best fyrir helgarkylfinginn að sækja högg. „Eitt vipp og tvö pútt sigra alltaf tvö vipp og tvö pútt.“ Allir ættu því að læra eitt gott vipp og nota alltaf sömu hreyfinguna. Skipta bara um kylfu eftir því sem nær dregur holunni. Í þriðja sinn talar Birgir um taktinn í golfsveiflunni og mikil- vægi þess að slá alltaf eins og þekkja hvað hver kylfa dregur á flugi. „Kylfingar með yfir 15 í forgjöf ættu svo að forðast flókin högg og einbeita sér meira að því að einfalda leikinn,“ segir Íslandsmeistarinn og kveður með því að ekki skemmi svo fyrir að fara til golfkennara. Þeir vinni með það sem fyrir er og bæta við eftir því sem færni eykst. Koma kannski ekki öllum í sjónvarpið en kannski á Youtube.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.