Fréttatíminn - 06.09.2013, Page 48
Helgin 6.-8. september 201348 tíska
Viðtal krúttleg og töff
Klárlega draumastarfið
Þ etta byrjaði allt þegar ég var á leiðinni í fæðingarorlof haustið 2008. Þar sem ég var að fara vera mikið heimavið ákvað ég að prófa að selja nokkrar flíkur á netinu svona
til að hafa eitthvað aukalega að dunda við. Ég fann að
þetta var eitthvað sem mér fannst mjög skemmtilegt
og ákvað að prófa að taka þetta lengra og árið 2009
opnaði ég netverslunina shopcouture.is. Þá var ég
líka komin í lítið skrifstofurými á Suðurlandsbraut
þar sem ég tók á móti kúnnum. Jólin 2009 byrjaði
ég að selja e.l.f. snyrtivörur, fyrst í netverslun Shop
Couture en færði það svo yfir í eyeslipsface.is þar sem
ég er eingöngu með snyrtivörurnar. Verslunin Shop
Couture er nú komin í rúmgott húsnæði í Síðumúla 34
og þar starfa þrír starfsmenn fyrir utan mig. Ég hef
því gefið mér góðan tíma í að byggja upp reksturinn
til að sjá hvað virkar og hvað virkar ekki. Ég setti mér
líka snemma það markmið að taka ekki lán sem þýðir
ég geti tekið minni áhættu og hef minna svigrúm og
að byggja upp reksturinn hefur því tekið tíma. En mér
persónulega finnst það mjög skemmtileg leið og ávinn-
ingurinn er mun ánægjulegri. Ég hef rosalega gaman
af rekstrinum og þetta er klálega draumastarfið.“
Hvað var erfiðast?
„Það var klárlega að þurfa vera mjög þolinmóð og
ekki gefast upp. Því þetta er erfiður bransi svo það er
auðvelt að gefast bara upp. En ég hef alltaf haft mikla
trú á mér í þessu starfi og finnst það eiga vel við mig
og er mjög fókuseruð á að láta þetta ganga upp. Ég
hef auðvitað gert mörg mistök því það er margt sem
ég hef þurft að læra algjörlega upp á eigin spýtur. En
ég held að það sé mjög mikilvægt að gera ráð fyrir
mistökunum, því mistökin eru mikilvæg og veita
manni góða reynslu.“
Hvað var skemmtilegast?
„Það er svo margt skemmtilegt og ég er búin að læra
svo margt nýtt. En ætli það skemmtilegasta sé ekki
það þegar maður er búinn að gefa sér svona góðan
tíma í eitthvað og leggja sig alla fram að uppskera vel.
Því það er þá þess virði að hafa lagt svona mikið á sig
og ekki endilega hafa farið auðveldustu leiðina. Mér
finnst reksturinn mjög skemmtilegur og mér finnst
skemmtilegt að mæta í vinnunna á hverjum einasta
degi. “
Hvaðan kemur nafnið Shop Couture?
„Ég lagði í raun mjög lítið í nafnið á sínum tíma, en
þegar ég var að byrja selja flíkur á netinu þá vantaði
mig bara eitthvað nafn og mér hefur alltaf fundist
couture vera flott og því varð það fyrir valinu. Ég
skellti síðan shop fyrir framan það til að tilgreina að
þetta væri verslun. Svo vatt þetta upp á sig og fyrr en
varði var ég komin með fyrirtæki og mér fannst þá
of seint að breyta nafninu. Því ég hefði eflaust valið
auðveldara nafn í dag.“
Einhver ráð fyrir þá sem eiga sér draum?
„Já, ef þú átt þér draum þá er því ekkert til fyrirstöðu
að hann geti ræst. Ef maður bara trúir nógu mikið þá
allt hægt. Ef um draum er að ræða er þetta væntan-
lega eitthvað sem þú hefur ánægju af og leiðin að
markmiðinu ætti því að vera ánægjuleg og skemmti-
leg, og tímans og fyrirhafnarinnar virði. Best er að
taka lítil skref í einu og vanda sig, setja sér mörg lítil
markmið í átt að drauminum og gefa sér tíma til þess
að ná þeim.“
Sigrún Ásgeirsdóttir
sigrun@frettatiminn.is
Aldur: 29
Sambandsstaða: Einhleyp
Börn: Ísabella tæplega 5 ára
og Dagbjört rúmlega 3 ára
Gæludýr: Nei
Borg/bær: Fædd og uppalin
á Hvammstanga en bý núna í
Reykjavík
Menntun: Lífeindafræði BS.c.
Starf: Eigandi verslunar-
innar Shop Couture og
netverslananna shopcouture.
is og eyeslipsface.is
Stíll: Ég myndi segja að
hann væri nokkuð breyti-
legur og fjölbreyttur og ég
óhrædd við liti og munstur.
Ég á til dæmis marga litríka
og munstraða kjóla í vintage
stíl og er einnig mjög hrifin af
bóhem og retro stíl.
Uppháhalds flík: Það er
erfitt að velja á milli, en ég
er mikil kjóla manneskja
og á marga fallega sem ég
held upp á og klæðist helst
kjólum daglega.
Tískan í dag: Mér finnst
skemmtilegt að sjá hvað
munstur og litir hafa verið
áberandi undanfarið. Einnig
finnst mér gaman hvað
tískan er afslöppuð og
þægileg og kvenleg snið. Ég
er líka mjög hrifin af stórum
og áberandi fylgihlutum.
Búðir: Mín eigin verslun og
erlendar netverslanir.
Litur: Enginn einn
uppáhalds litur, en ég er
yfirhöfuð mjög litaglöð
manneskja
Kaffihús/veitingastaður:
Te & Kaffi, suzushii og
Vegamót.
Bar/skemmtistaður:
Ég á mér í raun engan
uppáhalds, en hef þó mun
meira gaman af pöbbarölti
heldur en skemmtistöð-
unum. Annars fer það líka
bara eftir tilefni og félags-
skapnum hverju sinni.
Samfélagsmiðilar:
Facebook, Tumblr, Bloglovin
og Instagram
Staður á Íslandi: Ólafs-
fjörður þar sem amma mín
og afi bjuggu, en þaðan á
ég svo margar yndislegar
minningar.
Staður erlendis: Cape Town
(Höfðaborg) í Suður Afríku.
Eyrún Ösp Hauksdóttir
eigandi Shop Couture.
Mynd og förðun/Ástrós Erla
Benediktsdóttir
Eyrún Ösp Hauksdóttir er 29 ára lífeindafræðingur frá Hvamstanga og eigandi tískuver-
slunarinnar Shop Couture. Shop Couture er verslun og netverslun sem selur skemmti-
lega blöndu af krúttlegum og töffaralegum fötum og skartgripum. Við báðum Eyrúnu
að segja okkur frá því hvernig hún fór úr fæðingarorlofi yfir í verslunarrekstur.
Bæjarlind 6, sími 554 7030 www.rita.is Ríta tískuverslun
Full búð af nýjum
haustvörum
Verð kr. 7.900.-
Str. M-XXXL
Verð kr. 7.900.-
Str. M-XXXL
Hugsaðu vel um fæturna
Í meira en hálfa öld hafa miljónir manna um allan heim notað
BIRKENSTOCK sér til heilsubótar. Hvað um þig?
Sími: 551 2070 Opið má. -fö. 10 - 18, lokað á laugardögum í sumar.
Góð þjónusta fagleg ráðgjöf.
Gerð Arisona
Stærðir: 35 - 48
Verð: 12.885.-
www.gullsmidjan.is
Smá sýnishorn af úrvalinu hjá Shop Couture. Myndir og förðun/Ástrós Erla Benediktsdóttir förðunarfræðingur.