Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.09.2013, Blaðsíða 56

Fréttatíminn - 06.09.2013, Blaðsíða 56
56 bíó Helgin 6.-8. september 2013 Lukas Moo- dysson er þekktastur þessara gesta á Íslandi en myndir hans hafa verið sýndar hér við talsverðar vinsældir.  RIFF LIstRæn sýn LeIkstjóRa í bRennIdepLI a lþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykja-vík hefst í tíunda sinn undir lok mánaðarins. Venju samkvæmt verður mikið um dýrðir, skemmtilegar uppákomur og að sjálfsögðu boðið upp á slíkt úrval áhuga- verðra kvikmynda frá ýmsum heimshornum að í raun er full vinna að reyna að komast yfir brot af því sem í boði er. RIFF fagnar tíu ára afmælinu með því að bjóða til landsins þremur góðum heiðurs- gestum, leikstjórunum Lukas Moodysson, Laurent Cantet og James Gray. Leikstjórarnir verða heiðraðir á hátíðinni „fyrir framúrskar- andi listfengi“ í kvikmyndum sínum auk þess sem þeir verða allir viðstaddir sýningar á verkum sínum og munu sitja fyrir svörum áhorfenda. Bakgrunnur leikstjóranna er um margt ólík- ur. Moodysson er Svíi, Cantet er franskur og Gray kemur frá Bandaríkjunum en Hrönn Mar- ínósdóttir, stjórnandi RIFF, segir þá eiga það sameiginlegt að hafa mjög skýra listræna sýn. Lukas Moodysson er þekktastur þessara gesta á Íslandi en myndir hans hafa verið sýndar hér við talsverðar vinsældir og þá einna helst hin dásamlega hippamynd Tilsam- mans og mansalshryllingurinn Lilya 4-Ever sem lætur engan ósnortinn. Moodysson, sem er fæddur 1969, sló í gegn með fyrstu mynd sinni, lesbíska unglinga- dramanu Fucking Åmål, 1998 og fylgdi henni eftir með Tilsammans og Lilya 4-Ever. Síðan ákvað hann að snúa blaðinu við og gera mynd sem fældi áhorfendur beinlínis frá og honum tókst það heldur betur með hinni ógeðslegu Ett hål i mitt hjärta (2004) sem deildi harka- lega á þá brenglun sem liggur til grundvallar sóðalegustu kimum klámbransans. Moodysson er þekktur talsmaður vinstri- armsins og femínista í stjórnmálum en er jafn- framt kristinn og innilegur trúmaður í þeim efnum. Allir þessir eiginlegar hafa verið að koma betur og betur fram í verkum hans. Lukas mætir með glænýja mynd í fartesk- inu, hina krúttlegu Vi är bäst! Laurent Cantet fæddist árið 1961. Hann þótti sýna með fyrstu þremur myndum sínum, Mannauður (Ressources humaines) 1999, Útrunninn (L'Emploi du temps) 2001 og Á leið suður (Vers le sud) 2005, að á ferðinni væri hæfur og áhugaverður leikstjóri. Talað var um hann sem svar Frakka við Ken Loach. Hann væri knúinn af samvisku sinni en tæki um leið tók pólitískar skuldbindingar sínar léttvægt. Fjórða mynd Laurents, Milli múra (Entre les murs), hlaut Gullpálmann á Cannes árið 2008 og þar með skaust Laurent með hraði í úrvalsdeild evrópskra leikstjóra. RIFF sýnir nýjustu mynd Cantets og þá fyrstu sem hann gerir á ensku, Tófuljómi – Játningar stelpugengis (Foxfire – Confessions of a Girl Gang), Vers le sud og Ressources humaines. James Gray fæddist í New York árið 1969 og ólst upp í Queens. Glæpir, innflytendur og NewYork borg eru síendurtekin minni í myndum hans. Fyrsta mynd hans, Little Odessa, kom út 1994 og fékk góðar viðtökur. Næsta mynd hans, The Yards, var valin í keppnina á kvik- myndahátíðinni í Cannes árið 2000, sem og We Own the Night árið 2007. Í fjórðu mynd James, hinni Cesars-tilnefndu Two Lovers, vann hann í þriðja sinn með leikaranum Joa- quin Phoenix. Stjörnurnar Gwyneth Paltrow og Isabella Rossellini léku einnig í þessu rómantíska drama, sem gerist í Brooklyn hverfinu. RIFF sýnir The Immigrant, Two Lovers og Little Odessa. Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík, RIFF, verður haldin í tíunda sinn dagana 26. september til 6. október. Hátíðin hefur fyrir löngu fest sig í sessi sem einn helsti menningarviðburður ársins í borginni og hefur vakið mikla athygli víða um lönd. Þessum tímamótum verður fagnað sérstak- lega með því að bjóða leikstjórunum Lukas Moodysson, Laurent Cantet og James Gray á hátíðina þar sem þeir verða heiðraðir „fyrir framúrskarandi listfengi“. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is  Heiðursgestirnir Moodysson, Cantet og Gray James Gray er einn þriggja áhugaverðra leikstjóra sem verða heiðraðir fyrir framúr- skarandi listfengi á RIFF. Hann vakti fyrst athygli með sinni fyrstu mynd, Little Odessa, en innflytjendur eru honum sígilt yrkisefni. „Líklegast er ég með þráhyggju gagnvart stéttskipt- ingu. Það kemur líklega til af því að mér leið eins og úrhraki. Þegar maður elst upp verandi bjánalegur krakkavitleysingur í frekar miklu verkamannahverfi sem er við hliðina á mjög auð- ugum nafla alheimsins þá líður manni eins og utangarðsmanni og fær það á heilann.“  bíódómuR the act oF kILLIng Böðlar bregða á leik Í kjölfar misheppnaðs valdaráns í Indónesíu árið 1965 hófst blóðug þjóðernishreinsun þar sem stjórnar- andstæðingum var miskunnarlaust slátrað undir því yfirskyni að þar væru kommúnistar á ferð. Leikstjórinn Joshua Oppenheimer eyddi átta árum með eftirlif- endum hreinsananna sem og með- limum dauðasveita stjórnarinnar með myndavélina á lofti. Niðurstaðan er þessi stórmerkilega og áhrifaríka heimildarmynd sem veitir einstaka og um leið óvenjulega sýn ofan í dýpstu myrkur mannssálarinnar. Oppenheimer valdi þá frumlegu leið að bjóða gömlu böðlunum að endurskapa voðaverk sín á filmu og nota hvaða aðferðir sem þá helst langaði til í frásögnum sínum. Grobb og stærilæti eru ríkur þáttur í fari skúrkanna og með því að bjóða þeim að gera bíó magnar Oppenheimer upp í þeim belginginn og fær þá til þess að segja miklu meira en þeir hefðu ef til vill annars gert. Myndin hverfist að mestu um böð- ulinn Anwar Congo sem talinn er hafa þúsund mannslíf á samviskunni. Hann er merkilega brattur og ánægður með afrek sín þótt samviskan sé ekki alveg róleg. Vægast sagt sérkennilegur og opinskár maður sem sýnir á sér skuggalegar hliðar í bíóbrölti sínu. Sviðsetningar böðlanna eru svo hallærislegar að þær eru nánast gróteskar á köflum. Slagkrafturinn í þeim er samt magnaður og þótt þær virki sem spéspegill hallærislegra og heimskra gamalmenna á tjaldinu hittir sú nístandi þjáning og viðbjóður sem býr þeim að baki áhorfandann í hjartastað. En sjón er sögu ríkari. The Act of Killing er mynd sem maður verður að upplifa og allir ættu að sjá. Einhver merkilegasta heimildarmynd sem ratað hefur í bíó á Íslandi lengi. -ÞÞ Sérstök sýning verður á lengri leikstjóraútgáfu The Act of Killing í Bíó Paradís klukkan 18 á sunnudaginn. Að sýningu lokinni situr leikstjórinn fyrir svörum áhorfenda í gegnum Skype. Hvalaskoðun HARPA EXPO SKÁLINN 2012-201320112010 SJANGHÆ - FRANKFURT - REYKJAVÍK EXPO SKÁLINN Á MIÐBAKKA 360°G R Á Ð U K V I K M Y N D ÍSLAND Í EINSTÖKU LJÓSI 3 MILLJÓNIR GESTA Kauptu mida og fádu þér- - - - rjúkandi heitan espresso í bodi okkar Blanda sem getur ekki klikkad
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.