Fréttatíminn - 06.09.2013, Síða 60
Í takt við tÍmann Rakel mjöll leifsdóttiR
Hrædd um að sogast inn í Snapchat-svarthol
Rakel Mjöll Leifsdóttir er 23 ára og stundar nám í myndlist og tónsmíðum í listaháskóla í Brighton. Hún söng
meðal annars með Útidúr og Sykur áður en hún fór út en nú syngur hún í hljómsveitinni Halleluwah með
Sölva Blöndal. Rakel gengur ekki í buxum.
Staðalbúnaður
Ég er mjög hrifin af tímabilum
og karakterum í fatastíl. Eina
vikuna er það seventís og aðra
sixtís og einn daginn kannski
Brigitte Bardot. Stundum tekst
það og stundum ekki. Ég fylgi
því ekki tískustraumum mikið
en ég er voða hrifin af íslenskri
hönnun og reyni að kaupa sem
mest af henni. Úti í Brighton
er mjög mikið af vintage-mörk-
uðum og ég á það til að missa
mig algerlega á þeim. Ég geng
ekki í buxum en ég er alltaf á
hælum af því mér finnst ég vera
svo lágvaxin. Mér líður rosa vel
á hælum. Og mér finnst hattar
mjög skemmtilegir.
Hugbúnaður
Ég fer oftast á Kaffibarinn þegar
ég fer út að skemmta mér. Ég
var byrjuð að svindla mér þar
inn fyrir tvítugt og nú þegar ég
er 23 ára líður mér eins og ég
eigi heima þar. Vinir mínir reka
Harlem og það er ótrúlega gam-
an þar líka, gaman að dansa. Svo
flytja þau líka inn Club-Mate og
selja og það er mjög stór plús.
Ég er fastagestur á Tíu dropum,
þar er gott að læra, hugsa og
hitta vini. Ég hef oft reynt að
stunda líkamsrækt en ég enda
alltaf á því að fara bara í sund.
Það er best. Annars labba ég allt
sem ég fer eða hjóla. Ég horfi
voða lítið á sjónvarp en hef gam-
an af að fara í bíó. Í Brighton
á ég heima á móti elsta kvik-
myndahúsi Bretlands sem er
frá um 1890. Þar eru alls konar
sýningar sem gaman er að fara
á, sinfóníuhljómsveit að spila
yfir gamlar David Lynch-myndir
og fleira. Mér finnst líka mjög
gaman að fara í Bíó Paradís.
Vélbúnaður
Ég kem úr ætt listamanna.
Pabbi var „rebell“ og ákvað
að verða tölvuforritari við litla
hrifningu foreldra sinna. Við
börnin héldum okkur bara frá
tölvunum og „rebelumst“ á móti
honum. Ég hef samt gaman af
að nördast í hljóðum í tölvum og
að vinna í klippiforritum. Ég á
snjallsíma og nota Facebook. En
ég þori ekki að prófa Snapchat
og öll þessi forrit, ég er hrædd
um að sökkva inn í svarthol.
Aukabúnaður
Ég er ekki dugleg að elda og
borða mikið úti. Ég reyni að
borða hollt, sérstaklega í Bret-
landi þar
sem allt er
hrikalega
óhollt og
maður þarf
að passa sig.
Hér heima
er gott að
komast í fisk.
Mömmumatur er
í uppáhaldi en mér
finnst líka gott að
fara á Serrano, Gló og
Grænan kost. Ég ólst upp
í Kaliforníu og það er einn
af mínum uppáhalds stöðum.
Planið er að fara þangað með
fjölskyldunni á næsta ári.
Berlín er líka í uppáhaldi,
hún hefur verið mitt athvarf
frá því ég var lítil og ég fer
alltaf þangað einu sinni eða
tvisvar á ári. Ég er á leiðinni
í lok september í stutt frí
áður en skólinn byrjar aftur.
Það sem stendur upp úr á
Íslandi þegar maður hefur
búið úti er fiskurinn, sund-
laugarnar og að vera með
vinum sínum. Það er búið
að vera frábært að vera
á Íslandi í sumar og sjá
hvað vinir manns eru að
gera stórkostlega hluti.
Rakel Mjöll skipar hljómsveitina
Halleluwah með Sölva Blöndal. Fyrsta
plata sveitarinnar kemur út á næstunni
og sveitin spilar á tónlistarhátíðunum
Airwaves og Sónar. Ljósmynd/Hari
Tekur mest 7 kg. Orkuflokkur A+++.
Hámarksvinduhraði 1400 sn./mín.
VarioPerfect: Hægt að stytta tímann eða
spara orku á þvottakerfum án þess að það
komi niður á þvottahæfni.
Þú uppskerð allt að 60% tímasparnað
eða 20% orkusparnað með því að nota
VarioPerfect-aðgerðina. Með sama
góða árangrinum: Tandurhreinum þvotti.
WAE 28271SN
Opið virka daga frá kl. 11 - 18
og á laugardögum frá kl. 11 - 16
Fullt verð: 149.900 kr.
Tilboð: 119.900 kr.
Bosch, mest seldu
heimilistækin í Evrópu.
Veldu hraðþvott eða
orkusparnað. Og alltaf
tandurhreinan þvott.
Veldu Bosch þvottavél með VarioPerfect.
appafenguR
Dr. Panda,
Teach Me
Dr. Panda er heldur vinsæll á mínu heimili.
Tæplega fjögurra ára dóttirin hjálpar Dr. Panda
að lækna sjúklinga í Hospital-appinu og hún að-
stoðar hann við að elda mat og ganga frá í Res-
taurant-appinu. Nýjasta appið í spjaldtölvunni
okkar er Dr. Panda, Teach Me. Þar er púslað,
farið yfir hvað litirnir heita, bókstafir, tölu-
stafir, minnisleikir og fleira. Það er ekki svo
gott að þetta sé allt á íslensku en þó er hægt að
velja um sjö tungumál, sem er heldur sjaldgæft
hefur mér sýnst þegar kemur að barna-öppum.
En það er líka einn af þeim kostum sem appið
prýðir, börn eiga að geta lært sitthvað í þessum
sjö tungumálum með því að nota það. Þannig
kemur ekki að sök þó dóttir mín kunni aðeins
stök orð í ensku fyrir. Einn leikurinn felst í
að velja liti, þar birtast kannski sex fiðrildi í
ólíkum litum. Dr. Panda segir að nú skuli velja
„red“ og orðið red birtist í talbólu, í rauðum lit.
Ég leit af barninu í eitt augnablik og þegar ég
kom aftur var appið stillt á kínversku, dóttirin
þverneitaði að leyfa mér að skipta um tungu-
mál og hún dundaði sér í nokkra stund með
allar talaðar leiðbeiningar á kínversku.
Erla Hlynsdóttir
erla@frettatiminn.is
60 dægurmál Helgin 6.-8. september 2013