Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.09.2013, Blaðsíða 16

Fréttatíminn - 27.09.2013, Blaðsíða 16
Þ að hefur lengi verið þekkt að kransæðasjúkdóm- ar eru algengari í sumum ættum en öðrum og það á einnig við hér á Ís- landi. Þessir mögu- legu erfðaþættir hafa verið mikið til rannsóknar á síð- ustu áratugum, m.a. í hóprannsóknum Hjartaverndar. Hátt kólesteról í blóði er einn af sterkustu áhættuþáttum kransæðasjúkdóma og ákvarðast verulega af erfðum. Mikilvægasti erfðaþátturinn í því sambandi erfist með ríkjandi erfðum með mikilli kólesterólhækkun, oftast í um það bil öðrum hverjum einstaklingi í fjöl- skyldu og óháð kyni. Þessi áhrif koma fram þegar við fæðingu og valda ævilangri kólesterólhækkun sé kólesterólið ekki meðhöndlað með lyfjum. Alþjóðlega hefur sjúkdómurinn verið kallaður familial hypercho- lesterolaemia, skammstafað FH. Sjúkdómi þessum var fyrst lýst af norska lækninum H. Müller árið 1939. Oft mátti greina þessa einstak- linga út frá kólesterólútfellingum í sinum svo sem hásin og handarsinum sem endurspeglandi langvar- andi kólesterólhækkun. Bandarísku vísindamennirnir Goldstein og Brown sýndu hins vegar fyrstir fram á undirliggjandi erfðagalla í þessum sjúkdómi. Þeir sýndu fram á að erfðagallinn var bundinn við gen sem tjáir viðtakann á yfirborði frumna fyrir svokölluðu LDL-kólesteróli. Gallinn veldur því að kólesteról er ekki tekið upp í eðlilegu magni inn í lifrarfrumurnar og safnast því upp í blóðinu og smám saman leiðir þetta til fyrstu stiga æðakölkunar, sem er uppsöfnun á kólesteróli í æðaveggnum. Goldstein og Brown fengu síðan Nóbelsverðlaunin í læknisfræði 1985 fyrir þessa mikilvægu uppgötvun, sem jók skilning okkar á efnaskiptum kólesteróls í líkamanum og lagði grunninn að statin lyfjaflokknum, sem verið hefur hornsteinn í lyfjameðferð við háu kólesteróli síðast- liðin 20 ár, bæði í einstaklingum með FH og með kólesterólhækkun af öðrum orsökum. Þessi lyf hafa gjörbreytt horfum einstaklinga sem erft hafa áður nefndan genagalla. Fyrir tilkomu lyfjanna voru líkur á kransæðasjúkdómi stór auknar hjá fólki með FH. Rannsóknir hafa sýnt að lyfjameðferð með statinum ásamt bættum lífsstíl hafa minnkað stórlega líkurnar á snemmbærum dauðsföllum og öðrum afleiðingum kransæðasjúkdóma í þessum einstaklingum. Nýlegt uppgjör á lífslíkum einstaklinga með FH frá Bretlandi sýndi að þeir sem nota statin lyfin frá unga aldri hafa nú svipaðar lífslíkur og jafnaldrar þeirra. Gleðilegt er að tryggingafélög á Íslandi virðast hafa áttað sig á þessu því nýleg dæmi er um að Íslendingar með FH hafi fengið líftryggingu á sömu kjörum og aðrir, séu þeir á statin lyfjum. Þar sem kólest- eról þeirra sem hafa FH er hækkað frá fæðingu er mikilvægt að greina þessa einstaklinga á unga aldri. Það má gera með einfaldri blóðprufu á kólesteróli. Ef erfðagallinn er þekktur í öðru foreldri er hæfilegt að hyggja að greiningu barna milli átta og tíu ára aldurs. Greinarhöfundar hafa lengi stundað rannsóknir á þessu sviði, m.a. á Íslandi, þar sem meira en 20 ættir hafa greinst með FH, að mestu með þrjár mis- munandi stökkbreytingar, ein þeirra er þó algeng- ust og nær til um 60% einstaklinga á Íslandi með þekktan FH. Ef algengi sjúkdómsins er svipað og í mörgum öðrum löndum, um 1/500, þá áætlum við að um 600 Íslendingar ættu að hafa kólesterólhækkun af þessum ástæðum. Helmingur þessa fjölda hefur þegar greinst, en væntanlega er svipaður fjöldi ennþá ógreindur. Með aðstoð Erfðafræðinefndar Háskóla Ís- lands hefur verið framkvæmd ættrakning og skimað fyrir sjúkdómnum og þannig fundust fjölmargir ein- staklingar sem ekki var kunnugt um að þeir hefðu sjúkdóminn og þeim boðin meðferð. Hver einstaklingur sem finnst með FH er mikil- vægur, ekki aðeins vegna hans sjálfs, heldur einnig vegna þeirra nákomnu ættingja sem greinast þegar ný ætt hefur verið skilgreind og skimun hafin. Líkur eru á því að erfðagallar sem valda FH hafi orðið til fyrir mörgum hundruðum eða þúsundum ára og muni erfast áfram um alla tíð. Því þarf að viðhalda vitneskju um sjúkdóminn í hverri þeirri ætt þar sem sjúkdómur- inn hefur greinst því sífellt bætast við nýjar kynslóðir sem hægt er að bjóða auðvelda og árangursríka með- ferð við sjúkdómi sem var áður illviðráðanlegur. Sem áður segir teljum við að einungis helmingur einstaklinga með FH á Íslandi hafi verið greindur til þessa og Hjartavernd hyggst nú, í samvinnu við Hjartaheill og íslenska barnalækna, leggja áherslu á að greina þennan sjúkdóm með frekari skimun fyrir FH á Íslandi. Í því sambandi verður stuðst við nýjustu erfðatækni og möguleikar ættrakningar á Íslandi nýttir í samvinnu við Erfðafræðinefnd HÍ til þess að finna þessa einstaklinga og gefa þeim tækifæri á æskilegri forvörn gegn kransæðasjúkdómum og öðrum æðasjúkdómum. Gunnar Sigurðsson prófessor NÝJAR UMBÚÐIR SAMA GÓÐA INNIHALDIÐ Súrmjólkin skipar sígildan sess í matarmenningu Íslendinga og er sjálfsagður hluti af morgunverðarborðinu. S Ú R M J Ó L K H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA / 1 3 -2 4 9 0 Hjartadagurinn er á sunnudaginn – Erfðir og kransæðasjúkdómar Um 300 einstaklingar með arf- bundna kólesterólhækkun ógreindir Bolli Þórsson læknir Vilmundur Guðnason prófessor Rannsóknir hafa sýnt að lyfjameðferð með statinum ásamt bættum lífsstíl hafa minnkað stórlega líkurnar á snemm- bærum dauðsföllum og öðrum afleiðingum kransæðasjúk- dóma í þessum einstaklingum. Stjórnvöld nútímavæði hamlandi regluverk Öflug íslensk verslun – Takk fyrir L engi vel var það til siðs að tala íslenska verslun niður. Slíkt heyrir þó að mestu leyti sögunni til þar sem íslenskir neytendur eru orðnir vel meðvitaðir um þá staðreynd að á flestum sviðum verslunar og þjónustu stenst hún fyllilega samanburð við nágrannalöndin hvað varðar þjónustu, vöruúrval, verðlagn- ingu og gæði. Á þessu eru þó undantekningar sem í langflestum tilvikum má rekja til þess umhverfis hamlandi laga og regluverks sem íslensk verslun hefur þurft að búa við um allt of langt skeið. Það er því ekki óeðlileg krafa af hálfu verslunarinnar og neyt- enda þessa lands að gangskör verði gerð í því að afnema úrelt vörugjöld, tolla og kvóta sem hamla eðlilega þróun og vexti íslenskrar verslunar og koma í veg fyrir auknar kjarabætur til handa íslenskum heimilum. Við getum gert svo miklu betur og ef stjórnvöld tækju áskorun verslunarinnar og færu í að nútímavæða það regluverk sem nú virkar hamlandi, myndi það ekki aðeins hleypa nýju blóði í ís- lenskan verslunarrekstur, heldur styrkja hann verulega í sessi, fjölga störfum og þar með auka skatttekjur ríkisins til muna. Það munar um minna! Íslenskir neytendur vita að með því að versla heima er verið að flytja inn störf í ís- lenska verslun, störf sem að öðrum kosti skapast utan land- steinanna. Rétt er að benda á að um 23.000 störf eru í kringum íslenska verslun eða um 13,4% af heildar- vinnuafli þjóðarinnar. Smásölufyrirtækin veltu 336 milljörðum króna á síðasta ári að viðbættum virðisaukaskatti sem ríkið fær í sinn hlut. Fyrir þær skatttekjur er hægt að reka talsverðan hluta samneyslu þjóðarinnar. Mætti ekki bjóða ríkinu að auka þann hlut með einfaldri endurskipu- lagningu og afnámi úreltra gjalda og tolla? Það er samfélagsleg ábyrgð okkar allra, þar með talið stjórn- valda, að beina viðskiptum sem mest að íslenskri verslun. Er ekki réttara að styrkja innviði sam- félagsins með tekjum af verslun, að viðhalda og fjölga störfum í greininni og ýta undir og búa til fjölbreyttari framleiðslugreinar sem framleiða íslenskar vörur af ýmsu tagi? Það er einfaldlega þannig að öflug íslensk verslun er allra hag- ur. Við höfum heldur betur orðið vör við það í Kringlunni. Og fyrir það segjum við: Takk fyrir. Sigurjón Örn Þórsson framkvæmdastjóri Kringlunnar 903 1000 | 903 3000 | 903 5000 F ÍT O N / S ÍA 16 viðhorf Helgin 27.-29. september 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.