Fréttatíminn - 27.09.2013, Blaðsíða 10
Það er mjög
algengt í dag
að ungt fólk
í leiguhús-
næði fái sér
hund eða
kött og þarf
svo að láta
svæfa þau
þegar flutt
er.
Hanna Arnórsdóttir, dýralæknir hjá Dýraspítalanum í Garðabæ, ásamt hundinum Mikka. Hún segir ekki nóg að gefa hundum að borða og hleypa þeim út að pissa. Hundar
hafi stöðuga þörf fyrir félagsskap og væntumþykju eigenda sinna. Ljósmynd/Hari.
Lín Design Laugavegi 176 & Glerártorgi Akureyri Sími 533 2220 www.lindesing.is
Dúnmjúkur draumur
Við fögnum 12.000 ánægðum viðskiptavinum
og bjóðum fleiri í hópinn með risatilboði á sængum.
Léttar og hlýjar dúnsængur sem færa þér einstakan svefn.
Eingöngu 100% náttúruleg efni, dúnn & bómull.
Allur dúnn er hitahreinsaður án kemískra efna.
30% af
rúmfötum
Áður 34.990 kr
Nú 24.990 kr
Þú sparar 10.000 kr
Stærð: 140x200
Fylling: 100% hvítur dúnn
Dúnmagn: 790 gr
með hverri
dúnsæng
Tvöfalt fleiri hundar í þéttbýli nú en fyrir áratug
H undum í þéttbýli hefur fjölgað mikið á undan-förnum árum og má sem
dæmi nefna að árið 2002 voru
1106 hundar til samans skráðir í
Garðabæ, Hafnarfirði og Kópa-
vogi. Í lok árs 2012 var fjöldinn
orðinn 2371. Sama er uppi á
teningnum í Reykjavík þar sem
þeim fjölgaði úr 1389 árið 2003 í
2277 árið 2012. Samkvæmt upp-
lýsingum frá Ríkislögreglustjóra
voru sex brot á samþykktum
sveitarfélaga um hundahald
skráð árið 2007 en hafði fjölgað í
þrettán árið 2012. Að sögn Hönnu
Arnórsdóttur dýralæknis mætti
margt betur fara við hundahald
hér á landi þó ástandið sé betra
en víða annars staðar. „Ef hunda-
eigendur myndu passa betur upp á
að hundar sleppi ekki út þá myndi
vandamálum tengdum þeim
fækka mikið. Ég myndi giska á að
í um sjötíu prósent tilfella séu það
lausir hundar sem valda ónæði.
Til dæmis með því að skíta í garða
og svo eru sumir líka hræddir við
lausa hunda sem enginn stýrir,“
segir hún. Þá bendir Hanna á að
hundar eigi aldrei að vera lausir
í þéttbýli. „Nægt er plássið fyrir
utan þéttbýli til að leyfa hundum
að vera lausir. Þar eru minni
líkur á árekstrum við fólk sem er
hrætt við hunda eða að þeir lendi í
áflogum við hvorn annan.“
Hanna telur að ef eðli hunda
og dýra almennt væri sýnd meiri
þolinmæði væri dýrahald í þétt-
býli mun farsælla. „Það er mikil-
vægt að geta lesið í hegðun hunda
því áður en þeir glefsa eða bíta
eru þeir yfirleitt búnir að láta
vita áður að þeim líði illa eða séu
hræddir, til dæmis með því að
bakka, lyfta efri vör örlítið eða
urra. Allt eru þetta aðvaranir sem
fólk á til að leiða hjá sér eða hefur
ekki kunnáttu til að lesa í.“ Stund-
um jafnvel ávíti eigendur hunda
sína fyrir að urra og þá sé búið að
Sú var tíðin á Íslandi að
hundar bjuggu í sveitum
og gengu þar frjálsir en á
undanförnum áratugum
hefur þeim fjölgað mikið
í þéttbýli og eru nú yfir
fimm þúsund hundar
skráðir á höfuðborgar-
svæðinu. Dýralæknir segir
mikilvægt að hundar
gangi ekki lausir í þéttbýli
og að aðeins þeir sem hafi
aldur og burði til fari með
hunda í gönguferðir.
taka aðvörunina í burtu. Næsta skref
hjá hundunum sé því að glefsa úr því
að ekki var hlustað á óskirnar með
urrinu.
Að mati Hönnu er það viðhorf
ríkjandi á Íslandi að annað hvort séu
hundar góðir eða vondir en að það sé
fjarri raunveruleikanum. „Við sem
vinnum hér saman, dýralæknarnir og
atferlisfræðingarnir, förum yfir það
sem á sér stað áður en hundur bítur
og yfirleitt er forsagan þannig að hann
er búinn að sýna vanlíðan í ákveðnum
aðstæðum sem eigandinn hefði átt að
vera búinn að gera sér grein fyrir.“ Því
sé vanhugsað að aflífa hund við fyrsta
glefs, það sé hvorki rétt gagnvart
honum né eigandanum.
Börn beri ekki ábyrgð á hundum
Hanna segir mikilvægt að aðeins þeir
sem hafi aldur og burði til fari með
hunda í gönguferðir og aldrei börn
yngri en tólf ára. Þegar um stóra og
þunga hunda sé að ræða ættu börn
ekki að bera ábyrgð á þeim því ætli
þeir sér að fara í burtu sé erfitt að
halda aftur af þeim.
Flest börn sem bitin eru af hundum
eru á aldrinum sex til tólf ára og segir
Hanna megin ástæðuna vera þá að
hreyfingar þeirra eru örar, þau sýni
mikla væntumþykju og knúsi dýrin
sem líkar það ekki alltaf. „Hundar
og ung börn eiga aldrei að vera ein
saman. Ef eitthvað gerist og barnið fer
að gráta er ekki neinn til frásagnar og
ómögulegt að vita hvort hundurinn hafi
hoppað upp á það til að leika eða hvort
barnið hafi potað í hundinn og hann
svarað með glefsi.“
Hundar eru félagsverur
Hanna segir það alltaf slæmt þegar
fólk fær sér hund til að prófa hvernig
það er. „Slíkt verður yfirleitt ekki far-
sælt því fyrir hundinn er það binding
fyrir lífstíð að fá eiganda og svo er
ekki alltaf hlaupið að því að finna nýtt
heimili þegar fólk vill losna við þá.“ Því
sé mikilvægt að fólk íhugi vel áður en
það fær sér hund hvort það hafi tíma til
þess að hugsa um hann og búi í varan-
legu húsnæði. „Það er mjög algengt í
dag að ungt fólk í leiguhúsnæði fái sér
hund eða kött og þarf svo að láta svæfa
dýrin þegar flutningar standa til.“ Þá sé
mikilvægt að gera sér grein fyrir því að
veikist hundurinn fylgi því kostnaður
við þjónustu dýralæknis.
Hundar eru miklar félagsverur
og hafa ríka þörf fyrir væntumþykju
eigenda sinna og þeim á ekki að ýta
til hliðar þegar fólk hefur litinn tíma.
„Hundar lifa yfirleitt í níu til fjórtán
ár og þarfir þeirra breytast ekki
mikið á þessum tíma.“ Hanna segir
ekki er nóg að gefa hundi að borða
og hleypa honum út að pissa heldur
hafi hann stöðuga þörf fyrir félags-
skap eiganda síns og því sé mikil-
vægt að hann sé áhugasamur um
hundinn sinn.
Að sögn Hönnu liður hundum best
þegar þeir fá að nota skynfæri sín úti
í náttúrunni og þefa og merkja sér
staði. Allir hundar þurfi að hreyfa sig
úti og það er ekki til neitt sem heitir
„innihundur“. Fyrir flesta hunda er
hæfilegt að ganga daglega um í taumi
í þéttbýli en fara einu sinni til tvisvar
sinnum í viku út í náttúruna þar sem
þeir geta hlaupið um frjálsir. „Í mínum
huga eru skemmtilegustu stundirnar
með hundum úti í náttúrunni þar sem
maður sér þá í réttu ljósi og hvað þeir
eru athugulir á umhverfi sitt.“
Dagný Hulda Erlendsdóttir
dagnyhulda@frettatiminn.is
10 viðtal Helgin 27.-29. september 2013