Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.09.2013, Síða 40

Fréttatíminn - 27.09.2013, Síða 40
40 heilsa Helgin 27.-29. september 2013  Bækur Ný Bók um D-vítamíN u mræða um mikilvægi D-vítamíns hefur verið áberandi síðustu misseri enda er um gríðarlega mikilvægt vítamín að ræða. D- vítamínneysla landsmanna er talsvert undir ráðleggingum og D-vítamínneysla ung- menna er sérstaklega lág. Í nýlegri rannsókn á mataræði 15 ára unglinga á vegum rannsóknastofu í næringarfræði við Háskóla Íslands og Landspítala kom í ljós að innan við fimm prósent stúlkna neyta ráðlagðs dagskammtar af D- vítamíni og innan við tíu prósent drengja. Þegar litið er til þess að á yngri árum er beinmyndun í hámarki og þörf fyrir D-vítamín sérstaklega mikil þá er ljóst að bregðast þarf við. D-vítamín er hálfgert vandræðavítamín fyrir þá sem búa á norðurslóðum. Það er myndað í líkamanum með hjálp sólarljóssins en þegar sólar nýtur ekki við er mikil- vægt að fá það úr fæði. Þá er úr vöndu að ráða þar sem sjaldgæft er að matvæli innihaldi D-vítamín frá náttúr- unnar hendi. Mikilvægt er því að vörur sem eru algengar á borðum landsmanna innihaldi þetta lífsnauðsynlega vítamín. Í byrjun árs 2012 kynnti Mjólkursamsalan D-vítamínbætta léttmjólk og var þessi vara þróuð að beiðni heilbrigðisyfir- valda. Í einu glasi af D-vítamínbættri léttmjólk er 1/3 af dagskammti D-vítamíns. Neytendur hafa tekið þessari nýjung vel og er hún nú um fjórðungur af allri seldri létt- mjólk. Á næstu dögum mun MS setja á markað D-vítamín- bætta nýmjólk og léttmjólk í ¼ lítra umbúðum en áður var þessi stærð af mjólk á markaði en án sérstakar D-vítamín- bætingar. Á næstunni verður ennfremur kynnt fyrir neytendum mjólk í ½ lítra umbúðum, bæði nýmjólk og léttmjólk, og verða báðar D-vítamínbættar. Um er að ræða nýja umbúðastærð sem hentar sérstaklega vel fyrir smærri heimili. Bókin D- vítamínbylt- ingin er komin í bókaversl- anir. Dr. Soram Khalsa er höfundur bókarinnar. Ljósmynd/ Nordicphotos/ Getty Kynning Aukið framboð á D-vítamínbættum vörum D-vítamínbætt nýmjólk bætist við D-vítamínbætta léttmjólk á næst- unni. Þá verður einnig hægt að fá D- vítamínbættar hálfs lítra mjólkurfernur. D-vítamín er hálf- gert vandræðavít- amín fyrir þá sem búa á norðurslóð- um. Það er myndað í líkamanum með hjálp sólarljóss- ins en þegar sólar nýtur ekki við er mikilvægt að fá það úr fæði. Máttur sólskinsvítamínsins D-vítamínbyltingin er heiti á nýrri bók sem kom út í íslenskri þýðingu í vikunni. Bókin er eftir dr. Soram Khalsa sem hefur rannsakað hvernig D-vítamín bætir heilsu okkar og eykur langlífi. Í kynningu á bókinni segir að rannsóknir hans muni leiða til byltingar í lækna- vísindum. Dr. Khalsa blandar saman hefðbundnum vestrænum læknisaðferð- um við aldagamlar aðferðir austrænna lækninga, s.s. nálastungur, jurtalækn- ingar og jóga. Í bókinni fjallar dr. Khalsa um mátt þessa sólskinsvítamíns sem íbúa á norðurhjaranum skortir svo mjög. „Tímamótarannsóknir hafa sýnt fram á samband D-vítamínskorts við sautján afbrigði af krabbameini, þar á meðal í brjóstum, ristli og blöðruhálskirtli. Aðrir kvillar svo sem flensa, sykursýki og MS hafa einnig verið tengdir við D- vítamínskort,“ segir í tilkynningu um útgáfu bókarinnar. Þar segir ennfremur að fæstir geri ráð fyrir því að þjást af D- vítamínskorti en íslenskar rannsóknir hafi sýnt að við fáum allt of lítið af þessu mikilvæga vítamíni úr okkar fæðu – styrkur D-vítamíns í blóði þeirra sem hvorki taka lýsi né önnur fæðubótarefni sé töluvert undir viðmiðunarmörkum. Þú færð allt hráefni og öll áhöld til slátur- gerðar í Nóatúni. Lærðu að taka slátur á www.noatun.is í sérstöku myndbandi eða fáðu kennslubækling gefins í næstu Nóatúns verslun. markaður Slátur- af snyrtivörum 27. september - 4. október Eins og náttúran hafði í hyggju Færðu oft harðsperrur eða vöðvakrampa? MagnesiumOil Sport Spray Fæst í flestum apótekum, Lifandi Markaði, Heilsuhúsinu, Fjarðarkaup, Crossfit Reykjavík, Crossfit Hafnarfirði, Systrasamlaginu og TRI Suðurlandsbraut Nánari upplýsingar á www.gengurvel.is og á Facebook síðunni Better You Ísland PREN TU N .IS • Fyrirbyggir harðsperrur og vöðvakrampa • Flýtir fyrir endurheimt vöðva eftir æfingar • Borið beint á vöðvana og virkar strax

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.