Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.09.2013, Blaðsíða 30

Fréttatíminn - 27.09.2013, Blaðsíða 30
Bráðatilfelli U Undarlega þykja mér mál hafa þróast þeg- ar ég fylgist með mataráhuga sona minna beggja. Þeir eru ástríðumenn í mat og drykk, elda krásir og gefa sér drjúgan tíma til þess, sjá í meginatriðum um matargerð á sínum heimilum, kaupa og lesa kokkabækur og sá yngri hefur meira að segja gefið út sitt eigið matarblað. Hann lét sér ekki nægja að skrifa allt efni þess og mynda heldur eldaði alla þá rétti sem kynntir voru í því ágæta blaði. Hér í Fréttatímanum skrifar hann af list um mat af ýmsu tagi, m.a. í þessu tölublaði um kraftmikla kjötsúpu og víkur þar nokkuð frá klassískri uppskrift Helgu Sigurðardóttur en uppskriftabók hennar hefur verið matarbiblía Íslendinga ára- tugum saman og var endurútgefin fyrir örfáum árum. Helga sauð kjötið trúlega með rófum og kartöflum, auk grjóna eða haframjöls sem þá fékkst og þótti gott til að drýgja súpuna. Strákurinn sleppir hins vegar grjónum og mjöli og leggur til í kjötsúp- una hvítlauk, reykta papriku, kóríander, Ceyenne pipar og túrmerik, sem ég viðurkenni fúslega að vita ekki hvað er. Ekki skal þó vanmeta Helgu Sigurðar- dóttur. Þótt hún hafi gengið á fund feðra sinna löngu áður en við hjónakornin hófum okkar búskap heldur matreiðslu- biblían hennar enn gildi sínu og gerði enn frekar þá. Þá leyfði ég mér, ungur og óreyndur maður, að gefa konuefninu matreiðslubókina. Það var raunar í gríni gert en öllu gamni fylgir nokkur alvara. Tíðarandinn var sá að mér datt ekki í hug að ég hefði gagn af því að lesa bókina og læra matargerð. Það gerði ég þó síðar á lífsleiðinni þegar Helga leiddi mig í gegnum þá list að sjóða egg. Þessar matarkúnstir sækja hinir ungu menn ekki til föður síns – heldur til móðurinnar sem er listakokkur. Samt sýndu þeir engin merki um það á æsku- og unglingsárum að þeir hefðu áhuga á matargerð. Ég var piltunum engin fyrir- mynd í eldhúsinu. Pylsusuðu réð ég við og toppaði mína matargerð í hakki og spaghettíi. Lengra náði það ekki enda var sjaldan reiknað með því að heimilisfaðir- inn töfraði fram kvöldverðinn. Þessar framfarir milli kynslóðanna eru aðdáunarverðar þótt ég verði að taka því að strákarnir geri nett grín að fá- kunnáttu minni. Þeir grípa því inn í þegar ég stend fyrir framan grillið, eiginlega þá einu matargerð sem ég reynt að ná tökum á. Þeir halda sjálf- sagt að ég ofsteiki kjötið eða valdi öðrum skaða á hráefninu. Þá kemur fyrir, þegar ég dreg stoltur fram rauðvínsflösku, að spurt er full hreinskilnislega: „Er þetta það eina sem þú átt?“ Augljóslega má af tóninum ráða að þá tegund á ekki að bera fram í glösum, heldur hella í sósuna, enda skrifar eldri sonurinn stundum í okkar ágæta blað af þekkingu um vín og vínmenningu. Vanþekking í matargerð getur þó kom- ið sér illa. Að því komst ég síðastliðinn föstudag, rétt eftir að Fréttatíminn kom út. Þá hringdi elskuleg kona í mig, sem forsvarsmann blaðsins, og sagði farir sínar ekki sléttar. Ég hélt fyrst að hún væri að kvarta undan frétta- eða greina- skrifum í blaðinu, að eitthvað væri of- eða vansagt. Svo var alls ekki. Hún hringdi vegna uppskriftar í blaðinu, var í öngum sínum vegna þess að smáræði vantaði í hana. Uppskriftin var í sérblaði Sölu- félags garðyrkjumanna sem fylgdi Frétta- tímanum. Þar var fjallað um uppskeru haustsins og samhliða birtar uppskriftir gómsætra grænmetisrétta. Má þar nefna rófu-fennelgratín, kartöflusúpu, kartöflu- salat með gúrkum, ofnbakað græn- meti, gljáðar gulrætur með rauðlauk og engifer, steikt hnúðkál og rófusúpu úr sveitinni. Það var einmitt rófusúpan sem konan í símanum ætlaði að búa til en í uppskriftinni voru rófur, að sjálfsögðu, ólífuolía, laukur, broddkúmen, túrmerik, sítrónusafi, salt og nýmalaður svartur pipar – en það kom ekki fram hve mikið vatn ætti að fara í súpuna. Um það spurði konan einfaldlega. Kvarnirnar snerust í mér um leið og ég fletti upp í blaðinu þar sem matargúrúinn Helga Mogensen lýsti því nákvæmlega hvernig búa ætti til rófusúpuna. Þar sá ég hins vegar ekkert um vatnsmagnið. „Fer það ekki svolítið eftir smekk?“ leyfði ég mér að segja við frúna, sem vafalaust hef- ur verið húsmóðir lengi, rekið stórt heim- ili og komið upp mörgum börnum. „Nei,“ sagði konan, án þess þó að æsa sig vegna þess óvita sem hún ræddi súpugerðina við, „vatnsmagn er gefið upp í súpuupp- skriftum,“ bætti hún við og vitnaði til svipaðrar uppskriftar Nönnu Rögnvaldar- dóttur. Mér datt í hug að nefna einn og hálfan lítra, svona upp á von og óvon og gleðja konuna um leið, en lagði ekki í það, gat ekki leyft mér þá dirfsku í samtali við reynda hús- móður þar sem í senn bar á góma listakokkana Nönnu Rögnvaldar- dóttur og Helgu Mogensen. Ég lofaði að athuga málið. Þessi fyrirspurn frúarinnar var þó ekki eins áríðandi og símtal sem ég fékk á öðru blaði og öðrum tíma, þegar DV ,á velmektarárum þess, hélt úti þættinum „Heimilislæknirinn svar- ar“. Þá gátu lesendur lagt inn skrif- legar spurningar til blaðsins sem heimilislæknir svaraði í blaðinu viku eða hálfum mánuði síðar. Vandi minn í því sím- tali var meiri en í til- felli rófusúpunnar því konan sem hringdi var á innsoginu og bað í snatri um svar frá heimils- lækni blaðsins. Um bráðatil- felli væri að ræða, mað- urinn hennar lægi með kvölum á eld- húsgólfinu og mætti sig hvergi hræra. Ég hefði getað spurt hinnar klass- ísku spurningar úr Heilsubælinu í Gervahverfi: „Á ég að sprauta honum?“ – en leyfði mér það ekki. Ég lofaði að athuga málið. Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is HELGARPISTILL Te ik ni ng /H ar i HARMSAGA HVERFISGATA 19 551 1200 LEIKHUSID.IS MIDASALA@LEIKHUSID.IS TVÖ ÖGRANDI NÝ ÍSLENSK VERK SEM VEKJA UMRÆÐU Kortasala í fullum gangi Tryggið ykkur miða 30 viðhorf Helgin 27.-29. september 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.