Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.09.2013, Blaðsíða 41

Fréttatíminn - 27.09.2013, Blaðsíða 41
heilsa 41Helgin 27.-29. september 2013 ISIO 4 með D-vítamíni góð fyrir æðakerfið ISIO4 er heilsusamleg blanda af olíum — auðug af náttúrulegu E-vítamíni og viðbættu D-vítamíni. Olíurnar fjórar sem sameinast í ISIO4, repju-, oléisol-, sólblóma- og vínberjaolía, eru ríkar af E-vítamíni, andoxunarefni sem verndar frumur líkamans. Auk þess inniheldur ISIO4 núna meira af D-vítamíni sem hjálpar þér að styrkja ónæmiskerfið. Hugsaðu um heilsuna og veldu ISIO4 með lífsnauðsynlegum Omega-3 fyrir hjarta og æðakerfi og Omega-6 til að halda kólesteróli í skefjum. Olían er bragðgóð og hentar vel í alla matargerð, heita rétti sem kalda. ÍS LE N SK A S IA .IS N AT 5 80 50 0 3/ 12 1 poki kjúklingabaunir (1 dós kjúklingabaunir) 1 poki smjörbaunir (1 dós t.d. hvítar baunir eða aðrar góðar á dósum) baunirnar eru lagðar í bleyti yfir nótt og síðan eru þær soðnar í 1 klst., smjörbaunir þó aðeins minna, þar til þær eru mjúkar. 3 laukar hakkaðir (1 laukur) 5-6 gulrætur, raspaðar (1 gulrót) 1 lítil dós tómatpuré (1 matskeið) 4 matskeiðar dijon sinnep (1 mat- skeið) 4 – 5 egg (1 egg) 1 bolli hveiti (1-2 matskeið) 1 bolli haframjöl (1-2 matskeið) Gómsæt grænmetisbuff Uppskrift frá Guðrúnu Ögmundsdóttur á vef Krúsku. Í sviga er minni uppskrift. (það má bæta við af þessu ef ykkur finnst deigið of blautt) Kryddið að vild, en ég nota: aromat/pikanta, 2 msk þurrkað estragon (í stóra skammtinn) svartur pipar, paprika. Kjúklingabaunirnar eru settar í matvinnsluvél. Smjörbaunirnar (eða aðrar baunir sem eru notaðar) eru stappaðar – en ekki alveg í mauk – það mega vera bitar. Þessu er hreinlega öllu blandað saman í skál. Svo steikt á pönnu í olíu. Þó deigið geti verið frekar lint þá er samt auðvelt að forma það á pönnunni með því að snúa buffunum nokkrum sinnum. Setið þetta í eldfast eldheitt fat og geymið í ofni (15 mínútur) þar til borið fram. Gott er að strá smá sesamfræjum yfir hluta af buffunum, ef vill. Átta ástæður fyrir því að þú ættir að koma þér í form Haustið er komið og nú er tími til kominn að standa við stóru orðin. Það vita allir að fólk lítur betur út ef það tekur sig á og því líður betur. En hér eru nokkrar aukaástæður sem gætu ýtt við þér. Þú verður andfúl/l Vísindamenn við háskólann í Tel Aviv hafa fundið tengsl milli offitu og andremmu. Því feitari sem þú ert, þeim mun líklegra er að þú gerir fólk í kringum þig pirrað á lyktinni út úr þér. Þú hrýtur Offita er líklegur orsakavaldur hjá þeim sem þjást af kæfisvefni. Þeir sem grenn- ast eru líklegir til að bæta svefn sinn. Þú ert lengur á spítala Rannsóknir sýna að offita leiðir til tíðari og lengri spítalaheimsókna. Samkvæmt rannsókn við Purdue háskóla liggja of feitir sjúklingar að jafnaði einum og hálfum sólarhring lengur inni á spítala en aðrir. Læknirinn þinn þolir þig ekki Læknar bera minni virðingu fyrir of feitum sjúklingum sínum heldur en þeim sem eru í kjörþyngd, samkvæmt rann- sókn vísindamanna á John Hopkins. Þú gætir dáið í bílslysi Notkun bílbelta minnkar eftir því sem fólk verður feitara. Þetta er niðurstaða vísindamanna við Vanderbilt háskóla í Nashville. Vísindamennirnir segja að 30 prósent of feitra einstaklinga noti ekki bílbelti en 20 prósent geri það ekki að jafnaði. Feitir ekki eins klárir Ungt fólk sem er í góðu formi hefur hærri greindarvísitölu, samkvæmt rannsókn sem gerð var á Sahlgrenska sjúkrahúsinu í Svíþjóð. 1,2 milljónir sænskra karlmanna í herþjónustu voru rannsakaðir og þeir sem voru í góðu líkamlegu ástandi fengu betri útkomu á greindarvísitöluprófi. Þú getur fengið hjartaáfall Karlmenn sem reglulega stunda íþróttir á borð við skokk, tennis eða sund eiga síður á hættu að fá hjartaáfall en fólk sem æfir ekkert eða lítið. Buddan léttist Eftir því sem sjúkdómum og vanda- málum tengdum offitu fjölgar er hætt við að sífellt dýrara verði að fóðra óholla lífsstílinn. Betra er að bregðast við í tæka tíð og taka upp einfaldari og hollari lífshætti. Heimild: Mensfitness.com
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.