Fréttatíminn - 27.09.2013, Blaðsíða 58
Elsa María FruMsýnir stuttMyndina MEgaphonE
Kynlíf á gráu svæði
Elsa María Jakobsdóttir
gerði það gott í Kastljósi
fyrir nokkrum miss-
erum. Hún stundar nú
leikstjóranám í hinum
eftirsótta Den Danske
Filmskole. Hún ætlar að
gefa sér tíma til þess að
skjótast til Íslands um
helgina og frumsýna
sína fyrstu leiknu kvik-
mynd, Megaphone, á
RIFF. Myndin fjallar um
afdrifaríkar afleiðingar
næturgamans og er
svo eldfim að handritið
vakti illdeilur meðal
hennar nánustu.
E lsa María Jakobsdóttir er önnum kafin í krefjandi leikstjórn-arnámi í Kaupmannahöfn en ætlar þó að skreppa til Íslands um helgina og frumsýna stuttmyndina Gjallarhorn sem hún
lýsir sjálf sem „svefnherbergisdrama með smá tvisti.“ Elsa María
skrifaði handrit myndarinnar á meðan hún var í því sem hún kallar
„rosalega leiðinlegt markaðsnám“ í Kaupmannahöfn í fyrra. „Það
að gera þessa stuttmynd var eiginlega leiðin út úr ægilega leiðin-
legu mastersnámi í menningargreiningu,“ segir leikstjórinn.
„Myndin fjallar dálítið um kynlíf sem er á gráu svæði. Ég hef
fundið á bæði þeim sem lásu handritið og hafa horft á myndina að
það eru mjög skiptar skoðanir á því hvað er í gangi þarna. Þetta er
eldfimt og umdeilt efni. Áður en ég tók myndina upp fékk ég vini
og fjölskyldu til að lesa og þegar nákomið fólk lenti í heiftúðugu
rifrildi þar sem einn gekk á dyr og skellti á eftir sér þá vissi ég að
ég yrði eiginlega að prófa að gera þetta,“ segir Elsa María og hlær.
Elsa María hafði knappan tíma til þess að taka myndina upp
og afgreiddi hana með æfingum og öllum undirbúningi á viku.
„Þetta var alger manía í eina viku og eitthvað sem maður vill helst
ekki þurfa að lenda í aftur þótt þetta hafi verið alveg ofboðslega
skemmtilegt ferli.“
Gjallarhorn var tilbúin fyrr á þessu ári en Elsa María hefur dreg-
ið dálítið að frumsýna hana. Var að bíða eftir rétta augnablikinu og
í henni er smá skrekkur enda hafa hvorki leikararnir né aðrir að-
standendur séð hana. „Þannig að þetta er alveg heimsfrumsýning.
Málið er bara að það að gera bíó er auðvitað ekkert einkamál og ég
er svolítið að koma út úr skápnum á þessu augnabliki. Ég er búin
að halda henni aðeins ofan í skúffu en til þess eru myndir auðvitað
ekki gerðar. Það þarf að sýna þær.
Ég kaus til dæmis að sækja ekki um pening hjá Kvikmyndamið-
stöð af ótta við að þetta yrði eitthvert algert fíaskó. Vegna þess að
ef þú ert með opinbera peninga þá þarftu auðvitað að skila af þér.
Á einhvern skrítinn hátt langaði mig eiga möguleika á að stinga
þessu öllu ofan í skúffu, kveikja í því og tala aldrei um það aftur ef
þetta yrði alveg hrikalegt. En sem betur fer lukkaðist þetta fínt.“
Framhaldið lofar líka góðu þar sem Megahpone verður sýnd á
stuttmyndahátíð í Helsinki á sunnudaginn, fer síðan á evrópska
stuttmyndahátíð í Brest í Frakklandi og síðast en ekki síst hinni
virtu hátíð í Uppsölum í Svíþjóð. „Þetta er risastór og virt stutt-
myndahátíð með mikla vigt og þær myndir sem vinna til verðlauna
þar eru gjaldgengar í forval fyrir til dæmis Óskarsverðlaunin.
Þetta er auðvitað langsótt en það er bara gaman að komast að á
svona fyrsta flokks hátíð. „Það er alveg geðveikt skemmtilegt.“
Þórarinn Þórarinsson
toti@frettatiminn.is
Elsa María ætlar að koma út úr
skápnum sem kvikmyndaleik-
stjóri í Tjarnarbíói á laugardag-
inn þegar hún frumsýnir hina
eldfimu stuttmynd Gjallarhorn.
Gjallarhorn
Hera og Orri upplifa ævintýri næturinnar í
miðbæ Reykjavíkur. Spenna og aðdráttar-
afl er í loftinu. Í morgunskímunni er ljómi
gærkvöldsins allt í einu gufaður upp.
ingvar Björn ÞorstEinsson Færði sEndihErrahjónuM listavErk
Þrívíður Obama í öndvegi í sendiráðinu
Stór þrívíddarverk myndlistarmannsins Ingvars
Björns Þorsteinssonar hafa vakið athygli í miðbæ
Hafnarfjarðar en að sögn listamannsins er markmið
með sýningunni að breyta firðinum fagra í eina, stóra,
þrívíða listasýningu.
Bandaríska sendiherrafrúin Mary Arreaga skoðaði
sig um í Hafnarfirði nýlega í fylgd Rósu Guðbjarts-
dóttur bæjarfulltrúa. Mary heillaðist af verkum
Ingvars og þá ekki síst risastórri þrívíddarmynd sem
skartar forseta hennar, Barack Obama.
Þegar Ingvar frétti af þessu dreif hann sig í sendi-
ráð Bandaríkjanna og færði sendiherrahjónunum
frummynd verksins, sem er öllu minni en sú sem er
til sýnis í Hafnarfirði. Og móttökurnar sem hann fékk
voru vægast sagt hlýlegar.
„Maður hefur bara aldrei upplifað annað eins. Mary
fannst þetta bara svo frábært dæmi og þegar Rósa
sagði mér frá þessu fannst mér þessi mynd bara eiga
heima þarna í sendiráðinu,“ segir listamaðurinn og
bætir við að hann telji myndina ekki síst vel heima í
sendiráðinu þar sem boðskapur hennar sé að „við eig-
um frekar að tala saman en að sprengja hvort annað.“
Rósa og Ingvar mættu með þrívíddargleraugu á
línuna í sendiráðið þar sem slegið var á létta strengi
og verk Ingvars var hengt upp í öndvegi. „Þeim fannst
þetta rosalega spennandi og völdu einn besta staðinn í
húsinu, innan um meistarana, fyrir myndina.“
Ingvar segist hafa heyrt af því að sendiherrafrúin
hafi hrifist svo af Hafnarfirði að hún sé farin að tala
um að leita sér að íbúð þar. -þþ
Sendiherrahjónin
Mary og Luis
Arreaga tóku
Ingvari og Rósu
fagnandi þegar
þau komu með
þrívíddarmynd-
ina af Obama.
Afdrifarík stuttmynd
Bandaríska stuttmyndin Sketch er ein
fjölmargra slíkra sem sýndar verða á
RIFF. Myndin er ekki síst áhugaverð
fyrir Íslendinga þar sem Serbinn Zlatko
Krickic fer með hlutverk í henni. Zlatko
vakti mikla og verðskuldaða athygli fyrir
frábæra túlkun sína á glæpamanninum
Sergej í Borgríki. Ákvörðun Zlatkos að slá
til og bregða sér til Bandaríkjanna til þess
að leika í Sketch reyndist honum dýrkeypt
þar sem hann var í kjölfarið sviptur rétti
til atvinnuleysisbóta. Zlatko var við tökur
á Sketch í tvær vikur og fékk aðeins greitt fyrir flug og uppihald enda var hann ekki
að sækjast eftir peningum þar sem hann leit á þetta fyrst og fremst sem spennandi
tækifæri. Hann hefur nú nýlokið tökum á Borgríki 2 og hefur því ekki setið auðum
höndum undanfarið. Hægt er að sjá myndina sem kom honum á kaldan klaka hjá
Vinnumálastofnun í Tjarnarbíói um helgina.
Laddi saxar á ný
Laddi hefur gengið til liðs við
Spaugstofuna, að sögn ekki
síst til þess að bregðast við
breyttu landslagi í stjórnmál-
unum og nýjum andlitum í
brennidepli sem þeir Karl
Ágúst Úlfsson, Sigurður
Sigurjónsson, Pálmi Gestsson
og Örn Árnason telja heppi-
legt að fá öflugan liðsauka
við að stæla og skrumskæla.
Laddi mun einnig bregða
upp gömlum og þekktum
andlitum og heyrst hefur að
sjálfur Saxi læknir muni láta
til sín taka í Spaugstofuþætti
helgarinnar.
Andstæður mætast
Laugardalurinn verður vettvangur mikilla and-
stæðna um helgina. Margumtöluð hátíð vonar verður
í Laugardalshöllinni og til mótvægis við hana ætlar
hinsegin fólk að lyfta sér á kreik í Þróttarheimilinu.
Á milli gervigrasvallarins og Skautahallarinnar hefur
svo verið slegið upp tjaldi fyrir Októberfest sem
haldin er undir formerkjum bjórs, ástar og friðar og
þá er vonin ein eftir og hana er að finna í næsta húsi.
Selt er inn á opnunaratriði veislunnar og þá er aldurs-
takmark 20 ár þar sem Skinnsemi treður upp með
djarfa sýningu og Víkingur Kristjánsson fer yfir sögu
bjórsins. Eftir það er tjaldið opið og á laugardaginn
klukkan 16 verður haldin bjórmessa á meðan gestir í
Höllinni horfa til himins. Á laugardaginn verður einnig
boðið upp á Pub Quiz með Stefáni Pálssyni og sjálfur
Kiddi Casio og Sólin mæta til leiks. Tekið er fram að
allir eru boðnir velkomnir á Októberfestið og þá ekki
síst mannskapurinn í Þróttaraheimilinu og þau sem
fylla Höllina um helgina.
58 dægurmál Helgin 27.-29. september 2013
KAUPUM Á
ALLRA VÖRUM
GLOSS FRÁ DIOR
Þú færð Á allra vörum glossin frá Dior á eftirtöldum sölustöðum:
Fríhöfnin, Flugstöð Leifs Eiríkssonar
Debenhams, Smáralind
Lyf og heilsa um land allt
Lya um land allt
Ólöf snyrtistofa, Selfossi
Make Up Gallery, Akureyri
Sigurboginn, Laugavegi
Snyrtivöruverslunin Glæsibæ
Snyrtivöruverslanir Hagkaups um land allt
F
ÍT
O
N
/
S
ÍA