Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.09.2013, Blaðsíða 27

Fréttatíminn - 27.09.2013, Blaðsíða 27
Ársreikningaskrá RSK skorar á stjórnarmenn fyrirtækja sem ekki hafa skilað ársreikningum fyrir árið 2012 að gera það nú þegar. Samkvæmt lögum er skilafrestur liðinn. Skil á ársreikningi Skorað er á stjórn félaga að senda nú þegar til ársreikningaskrár RSK ársreikning félagsins og samstæðureikning, ef það á við, vegna reikningsársins 2012. Áskorun þessi tekur einnig til skila á eldri ársreikningum hafi þeim ekki verið skilað. Stjórn ber ábyrgð Stjórnarmenn bera ábyrgð á því að ársreikningi sé skilað til ársreikningaskrár. Viðurlög Vanskil á ársreikningum geta varðað sektum frá 250 til 500 þúsund króna. Ert þú í skilum? Unnt er að sjá hvaða fyrirtæki eru í vanskilum á heimasíðu ríkisskattstjóra http://www.rsk.is/fyrirtaekjaskra/ arsreikningaskra/felog-i-vanskilum/ Athugaðu hvort þitt fyrirtæki er í vanskilum og skilaðu strax ef svo skyldi vera. Nánari upplýsingar á www.rsk.is 442 1000 Þjónustuver 9:30-15:30rsk@rsk.is Frestur til að skila er liðinn ársreikningi ekki vel fyrir þar eftir að veikindin ágerðust. „Hún hafði ekki drifkraft til að framkvæma neitt og var líka mjög gleymin. Hún fór stundum þrisvar sinnum á dag í búðina en gleymdi alltaf hvað hún átti að kaupa. Á þessum tíma var hún sjálf að finna að það var eitthvað að og var orðin þunglynd.“ Yngsti sonurinn bjó á þessum tíma heima hjá foreldrum sínum og Hafalda hugsaði um hann þegar hann kom heim úr skóla á daginn en var annars að mestu leyti hætt að sinna daglegum athöfnum. „Hún eldaði sömu hlutina aftur og aftur og pabbi var orðinn frekar leiður á því. Mamma er sko algjör sósumeistari en sósurnar voru orðnar svolítið skrítnar. Henni fannst það meira að segja sjálfri,“ segir Kristný og þær mæðgur hlæja báðar. Til allrar hamingju hefur Kristný erft sósu- gerðarhæfileika móður sinnar svo fjölskyldan getur enn notið þess að borða góðar sósur með matnum. „Okkur hafði alltaf liðið mjög vel í Ólafsvík og þar voru allir af vilja gerðir að hjálpa okkur en fólk vissi kannski ekki hvernig það ætti að nálgast mömmu. Í Reykjavík býr móðuramma mín sem hefur reynst dóttur sinni mjög vel. Það var mjög mikilvægt að rjúfa einangrunina og það hefur tekist vel hérna í Reykja- vík því mamma og amma ná svo vel saman.“ Hafalda sjálf kann því vel að vera flutt til borgarinnar og vera nálægt fólkinu sínu. „Ég hafði búið lengi í Ólafsvík svo það er fínt að vera hérna í Reykjavík og hitta fólkið mitt reglulega. Mágur minn og svilkona búa í íbúðinni við hliðina á mér og þegar hún fer út með hund- inn þeirra fer hún út með mig líka. Það eru allir að gera eitthvað með manni,“ segir Hafalda og brosir. Þrisvar sinnum í viku fær Hafalda heimsókn frá félags- og heimaþjón- ustu, auk þrifa á íbúð. Þá koma kon- ur frá borginni tvisvar sinnum í viku að fara út með Haföldu í gönguferð. Móðir Haföldu, sem er áttræð og við góða heilsu, fer með hana í sund- leikfimi og í samsöng í hverri viku og kann Hafalda vel að meta það en hún hefur alltaf stundað sund og var tíma upplifði ég oft eins og ég vildi að mamma mín væri með Alzheimers. Ég velti því oft fyrir mér hvort ég væri svona rugluð og ímyndundarveik varðandi mömmu og á þessari stundu var upplifunin þannig. Svo þegar hún var send í veikindaleyfi í vinnunni var komin staðfesting á því að einhver annar en ég sæi þetta,“ segir Kristný. Næsta skref var að Hafalda fór til geð- læknis í Reykjavík sem taldi þrjá möguleika í stöðunni; alvarlegt þunglyndi, heilaskaða eftir bíl- slys sem Hafalda hafði lent í árið 2007 eða heilabilun. Eftir þetta fékk Hafalda þunglyndis- lyf og meðferð við þunglyndi sem fjölskyldan tók þátt í. „Ég var samt alltaf full efasemda og var örugglega mjög leiðinleg og pirrandi við fagfólkið. Mér fannst alltaf eins og ekki væri verið að gera nóg fyrir mömmu.“ Þegar veikindaleyfinu lauk fór Hafalda ekki aftur til vinnu og þá hófst barátta við kerfið til að tryggja réttindi hennar. „Á þeim tíma var ekki búið að greina mömmu með neinn sjúkdóm svo hún var ekki öryrki en gat samt engan veginn unnið. Fyrst til að byrja með fékk hún sjúkra- dagpeninga frá verkalýðsfélag- inu sínu. Á þessum tímapunkti vorum við því bæði í baráttu við lækna og velferðarkerfið.“ Dóttirin barðist fyrir sjúkdómsgreiningu Árið 2011, eftir tæplega þriggja ára óvissu var Kristný ólétt og þegar hún var komin fimm mán- uði á leið þurfti hún að hætta að vinna til að hvíla sig og ákvað þá að flytja tímabundið frá maka sínum til Ólafsvíkur til að vera nær móður sinni. „Ég var stað- ráðin í að komast að því hvað var að hrjá mömmu svo ég fór á alla þá staði sem hún hafði verið á og safnaði frásögnum fólks af því hvernig hún hafði breyst. Ég fór í vinnuna hennar og spjallaði við samstarfsfólkið sem margt hvert hafði unnið með henni í tuttugu og fimm ár. Svo hitti ég fólk úr kórnum í Ólafsvík og blaklið- inu en áður en mamma veiktist hafði hún stundað söng og blak af miklum krafti. Með því að safna frásögnum þessa fólks gat ég sýnt lækninum að þetta væri ekki bara hugarburður hjá mér.“ Allir höfðu sömu sögu að segja; Hafalda hefði breyst mikið og var orðin mjög gleymin. Eftir þetta fengu þau Kristný og Gústaf faðir hennar tíma hjá lækninum sem áður hafði komist að því að Hafalda væri ekki að Alzheimers. Í þeirri heimsókn var þeim tjáð að Hafalda væri með Alzhei- mers. „Við vorum engan veginn undirbúin undir það að fá grein- inguna strax því við áttum von á að þurfa aftur að fara í hart. Við fengum gríðarlegt áfall þrátt fyr- ir að hafa lengi vitað að eitthvað væri að eftir þrjú ár í óvissu.“ Kristný segir að þegar sjúkdóms- greiningin hafi komið hafi þeim ekki staðið til boða nein áfalla- hjálp. „Við pabbi bara fórum fram á gang hjá lækninum og grétum. Á þessum tíma bjuggum við ekki í Reykjavík svo við hringdum í ættingja sem kom og sótti okkur og fór með okkur heim til sín.“ Mikilvægt að rjúfa einangrun Eiginmaður Haföldu sagði henni frá greiningu læknisins og Kristný sagði bræðrum sínum tveimur frá sjúkdómnum en sá yngri var sextán ára á þessum tíma, í febrúar 2012. Eftir að greiningin kom fluttu þau hjónin til Reykjavíkur til að vera nær stórfjölskyldunni. Að sögn Kristnýjar hafði móðir hennar einangrað sig í Ólafsvík og leið Við fengum gríð- arlegt áfall þrátt fyrir að hafa lengi vitað að eitthvað væri að eftir þrjú ár í óvissu. Framhald á næstu opnu viðtal 27 Helgin 27.-29. september 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.