Fréttatíminn - 27.09.2013, Side 37
matur og vín 37Helgin 27.-29. september 2013
H
V
ÍT
A
H
Ú
SI
Ð
/
S
ÍA
É g kom hingað fyrir ári síðan og það var frábær upplif-un, ég mun aldrei gleyma
þessum stað. Það er mjög gaman
að fá að koma aftur,“ segir Martin
Duran, sendiherra hjá vínrisanum
Concha y Toro. Duran kom hingað
til lands á dögunum og var vín-
þjónn, sommelier, á Grillmarkað-
inum. Þar kynnti hann vín Concha
y Toro fyrir gestum og ráðlagði
þeim hvaða vín pössuðu með
matnum.
Duran ferðast um heim allan
fyrir fyrirtækið og leggur lóð sín á
vogarskálarnar með markaðsetn-
ingu vína þess. „Það eru verkfræð-
ingar sem sjá um skipulagninguna
en fyrir þeim eru þetta bara tölur.
Ég fer um allan heim og hitti fólk.
Ég sé um rómantísku hliðina á
markaðssetningunni, ég er ekki
vélmenni,“ segir hann og hlær.
Þetta er í annað sinn sem Duran
kemur hingað til lands og því virð-
ist Concha y Toro leggja mikið upp
úr markaðsstarfi sínu hér. Duran
staðfestir að svo sé. „Þetta er
kannski ekki stærsti markaðurinn
en við leggjum mikið upp úr því
að hafa stóra markaðshlutdeild.
Við erum stór á mörgum mörk-
uðum, það er hluti af fílósófíunni
hjá okkur. Íslendingar hafa líka
tekið vörum okkar mjög vel, ég sé
Concha-vín á mörgum veitinga-
stöðum og fólk virðist þekkja þau.“
Hvernig leist þér á þá íslensku
veitingastaði sem þú heimsóttir?
„Mjög vel. Hér eru skemmtilegir
veitingastaðir sem bjóða margir
upp á fusion-mat, íslenskt fusion.
Hér vantar klárlega Michelin-stað,
það myndi hjálpa mikið til í ferða-
mannaiðnaðinum. En það væri
sannarlega verðskuldað.“
Martin Duran er frá Chile en
fjölskylda hans er upprunalega
frá Barcelona. Hann er mennt-
aður verkfræðingur en heillaðist
af heimi vína. „Ég var að vinna á
skemmtiferðaskipum og kynnt-
ist þá frönskum sommelier. Ég
heillaðist af starfi hans og fór aftur
til Chile og lærði að vera somme-
lier í heimabæ mínum. Svo gerði
Concha y Toro mér tilboð sem ég
gat ekki hafnað.“
Er þetta draumastarfið?
„Ég líki þessu stundum við að
vera fótboltamaður. Það vilja allir
Vín Martin Duran Var soMMelier á GrillMarkaðinuM
Ísland ætti að eiga
Michelin-veitingastað
Martin Duran var ánægður með heimsókn sína hingað til lands á dögunum. Hann kynnti
hér vín frá Concha y Toro. Ljósmynd/Hari
spila með bestu liðunum og nú
er ég að spila fyrir Real Madrid.
Svo á eftir að koma í ljós hvað
framtíðin ber í skauti sér. Það
er gaman að ferðast og kynnast
nýjum löndum og fólki. Starfið
getur stundum verið einmana-
legt en ég hef félagsskap af vín-
unum,“ segir hann og brosir.
Drekkurðu bara vín frá
Concha y Toro?
„Nei, ég get drukkið allt.
Ég á ekki neitt uppáhalds vín.
Það fer bara eftir stað og stund
og stemningunni hverju sinni
hvað ég drekk. Stundum verð
ég þreyttur á að drekka vín og
fæ mér bjór í staðinn, til dæmis
þegar ég fer á tónleika eða horfi
á fótboltaleik.“