Fréttatíminn - 27.09.2013, Page 41
heilsa 41Helgin 27.-29. september 2013
ISIO 4
með D-vítamíni
góð fyrir æðakerfið
ISIO4 er heilsusamleg blanda af olíum — auðug af
náttúrulegu E-vítamíni og viðbættu D-vítamíni.
Olíurnar fjórar sem sameinast í ISIO4, repju-, oléisol-,
sólblóma- og vínberjaolía, eru ríkar af E-vítamíni,
andoxunarefni sem verndar frumur líkamans.
Auk þess inniheldur ISIO4 núna meira af D-vítamíni
sem hjálpar þér að styrkja ónæmiskerfið.
Hugsaðu um heilsuna og veldu ISIO4
með lífsnauðsynlegum Omega-3 fyrir hjarta og æðakerfi
og Omega-6 til að halda kólesteróli í skefjum.
Olían er bragðgóð og hentar vel í alla matargerð,
heita rétti sem kalda.
ÍS
LE
N
SK
A
S
IA
.IS
N
AT
5
80
50
0
3/
12
1 poki kjúklingabaunir (1 dós
kjúklingabaunir)
1 poki smjörbaunir (1 dós t.d. hvítar
baunir eða aðrar góðar á dósum)
baunirnar eru lagðar í bleyti yfir
nótt og síðan eru þær soðnar í
1 klst., smjörbaunir þó aðeins
minna, þar til þær eru mjúkar.
3 laukar hakkaðir (1 laukur)
5-6 gulrætur, raspaðar (1 gulrót)
1 lítil dós tómatpuré (1 matskeið)
4 matskeiðar dijon sinnep (1 mat-
skeið)
4 – 5 egg (1 egg)
1 bolli hveiti (1-2 matskeið)
1 bolli haframjöl (1-2 matskeið)
Gómsæt grænmetisbuff
Uppskrift frá Guðrúnu Ögmundsdóttur á vef Krúsku. Í sviga er minni uppskrift.
(það má bæta við af þessu ef ykkur finnst deigið of
blautt)
Kryddið að vild, en ég nota: aromat/pikanta, 2 msk
þurrkað estragon (í stóra skammtinn) svartur pipar,
paprika.
Kjúklingabaunirnar eru settar í matvinnsluvél.
Smjörbaunirnar (eða aðrar baunir sem eru notaðar)
eru stappaðar – en ekki alveg í mauk – það mega vera
bitar.
Þessu er hreinlega öllu blandað saman í skál. Svo
steikt á pönnu í olíu.
Þó deigið geti verið frekar lint þá er samt auðvelt
að forma það á pönnunni með því að snúa buffunum
nokkrum sinnum. Setið þetta í eldfast eldheitt fat og
geymið í ofni (15 mínútur) þar til borið fram. Gott er að
strá smá sesamfræjum yfir hluta af buffunum, ef vill.
Átta ástæður
fyrir því að þú
ættir að koma
þér í form
Haustið er komið og nú
er tími til kominn að
standa við stóru orðin.
Það vita allir að fólk lítur
betur út ef það tekur
sig á og því líður betur.
En hér eru nokkrar
aukaástæður sem gætu
ýtt við þér.
Þú verður andfúl/l
Vísindamenn við háskólann í Tel Aviv
hafa fundið tengsl milli offitu og
andremmu. Því feitari sem þú ert,
þeim mun líklegra er að þú gerir fólk í
kringum þig pirrað á lyktinni út úr þér.
Þú hrýtur
Offita er líklegur orsakavaldur hjá þeim
sem þjást af kæfisvefni. Þeir sem grenn-
ast eru líklegir til að bæta svefn sinn.
Þú ert lengur á spítala
Rannsóknir sýna að offita leiðir til tíðari
og lengri spítalaheimsókna. Samkvæmt
rannsókn við Purdue háskóla liggja of
feitir sjúklingar að jafnaði einum og
hálfum sólarhring lengur inni á spítala
en aðrir.
Læknirinn þinn þolir þig ekki
Læknar bera minni virðingu fyrir of
feitum sjúklingum sínum heldur en þeim
sem eru í kjörþyngd, samkvæmt rann-
sókn vísindamanna á John Hopkins.
Þú gætir dáið í bílslysi
Notkun bílbelta minnkar eftir því sem
fólk verður feitara. Þetta er niðurstaða
vísindamanna við Vanderbilt háskóla í
Nashville. Vísindamennirnir segja að 30
prósent of feitra einstaklinga noti ekki
bílbelti en 20 prósent geri það ekki að
jafnaði.
Feitir ekki eins klárir
Ungt fólk sem er í góðu formi hefur
hærri greindarvísitölu, samkvæmt
rannsókn sem gerð var á Sahlgrenska
sjúkrahúsinu í Svíþjóð. 1,2 milljónir
sænskra karlmanna í herþjónustu voru
rannsakaðir og þeir sem voru í góðu
líkamlegu ástandi fengu betri útkomu á
greindarvísitöluprófi.
Þú getur fengið hjartaáfall
Karlmenn sem reglulega stunda íþróttir
á borð við skokk, tennis eða sund eiga
síður á hættu að fá hjartaáfall en fólk
sem æfir ekkert eða lítið.
Buddan léttist
Eftir því sem sjúkdómum og vanda-
málum tengdum offitu fjölgar er hætt
við að sífellt dýrara verði að fóðra
óholla lífsstílinn. Betra er að bregðast
við í tæka tíð og taka upp einfaldari og
hollari lífshætti.
Heimild: Mensfitness.com