Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.01.2013, Blaðsíða 2

Fréttatíminn - 11.01.2013, Blaðsíða 2
 Heilbrigðismál rs-faraldur í gangi í skólanum hefst nýja árið á einum svæsn-asta lúsafaraldri sem upp hefur komið,“ segir Hanna Guðbjörg Birgisdóttir, skólastjóri Vesturbæjarskóla, í harðorðu bréfi til foreldra nemenda við skólann. Í sam- tali við Fréttatímann staðfestir hún að hafa aldrei lent í öðru eins. „Svona lúsafaraldur kemur upp á haustin en nú í vetur hefur lúsin verið viðvarandi því ekki hefur okkur tekist að uppræta hana. Þrátt fyrir harðorð bréf og góðar leiðbein- ingar fann hjúkrunarfræðingur skólans lús í krökkum í þessari viku,“ segir Hanna Guð- björg sem bætir því við að mikil vinna sé fram undan fyrir foreldra. Sérstaklega for- eldra barna sem eru síðhærð. „Þetta er auðvitað auðveldast ef þú ert með stráka sem eru stutthærðir en fyrir þá foreldra sem eru kannski með stúlkur sem eru með mikið sítt hár þá tekur heila viku að uppræta lúsina,“ segir Hanna. Hún hyggst grípa til þess ráðs að senda fleiri bréf og láta foreldra kvitta fyrir lúsaleit ef lúsin fer ekki. Í Barnaskólanum í Reykja- vík, sem rekinn er af Hjallastefnunni, kom upp svæsinn lúsafaraldur í haust. Þar var brugðið á það ráð að kennarar og starfsfólk skólans kembdu börnum í þeim bekkjum þar sem lús fannst á hverjum morgni þar til óværunni var útrýmt. En veistu af hverju lúsin er svona svæsin nú? „Nei. Það þarf samt bara að eitt foreldri sem ekki tekur þessu alvarlega til að lúsin viðhaldi sér. Víða í nágrannalöndunum hefur fólk nánast sætt sig við lúsina en við í Vestur- bæjarskóla viljum ekki að lúsin verði að heimilisvini,“ segir Hanna sem segir að hún og hennar starfsfólk ætli sér ekki að gefast upp fyrir lúsinni. Mikael Torfason mikaeltorfason@frettatiminn.is Það þarf samt bara að eitt foreldri sem ekki tekur þessu alvarlega til að lúsin við- haldi sér.  lús erfitt Hefur reynst að uppræta lús í Vesturbæjarskóla í Vetur Svæsnasti lúsafaraldur sem upp hefur komið Lúsin birtist yfirleitt í skólum og leikskólum á haustin en í Vesturbæjarskóla hefur ekki náðst að uppræta hana í vetur. Nú er svo komið að faraldurinn er orðinn sá svæsnasti að mati skólastjórans. Þrátt fyrir harðorð bréf og mikinn áróður fannst lús aftur í börnum nú í vikunni. Skólastjóri Vesturbæjarskóla vonast til að lúsin sé ekki komin til að vera eins og í mörgum nágrannalöndum okkar. Hanna Guðbjörg Birgisdóttir skólastjóri. Rafmagnslúsakambur er nýjasta nýtt í lúsaveiðum. Kostar 2.995 krónur í Heimilistækjum og víðar.  Heilbrigðismál gjafir og framlög einkaaðila til landspítala Stefnir í metár í gjöfum til Landspítala Árið 2010 fékk Landspítalinn gjafir og tækjabúnað að verðmæti 252 milljóna króna. Gefendur voru um 80 talsins en samkvæmt talsmanni spítalans gefa sumir margar gjafir á ári hverju. Gjafir árið 2011 námu 196 millj- ónum króna og voru gefendur 100 talsins. 2012 stefnir hinsvegar í metár en starfsfólk Landspítalans hefur enn ekki náð að gera upp hversu mikið var gefið í fyrra. Gjafirnar duga hins vegar skammt sé miðað við þá staðreynd að Landspítalinn þarf þrjá milljarða til að endurnýja tækjakost sinn og kostnaður við rekstur spítalans 2012 er áætlaður um 39 milljarðar króna. „Verðmæti gjafa er mjög mismunandi en margt smátt gerir eitt stórt og Landspítalinn er þakklátur öllum þeim fjölda einstaklinga, félagasamtaka og fyrirtækja sem hafa sýnt sjúkrahúsinu stuðning með gjöfum og öðrum framlögum,“ segir María Heimisdóttir, læknir og framkvæmdastjóri fjármálasviðs Land- spítalans, en gjafirnar eru ýmist ánafnaðar spítalanum sjálfum eða einstökum deildum eða sviðum spítalans. Einnig eru dæmi um að fyrirtæki gefi vinnu sína, t.d. við uppsetningu jólaskreytinga og oft gefa listamenn vinnu sína, t.d. tónlistarflutning fyrir sjúklinga. Mikael Torfason mikaeltorfason@frettatiminn.is Þrjá milljarða króna þarf til að endurnýja tæki á Landspítalanum en 2011 fékk spítalinn gjafir sem námu 196 milljónum. María Heimisdóttir, læknir og framkvæmdarstjóri fjár- málasviðs Landspítala. Gildistími lengdur Sjö með svínaflensu hér á landi Sjö hafa greinst með svínaflensu hér á landi það sem af er þessum vetri, allir nema einn greindust í síðustu viku desember og fyrstu viku janúar, sam- kvæmt upplýsingum frá landlækni. RS veirusýkingum fer einnig fjölgandi, 13 sýkingar voru staðfestar í síðustu viku og leggst veiran aðallega á börn á fyrsta og öðru aldursári. Ragnar Bjarnason, yfirlæknir á Barna- spítalanum, segir að stórir RS-faraldrar komi á þriggja til fjögurra ára fresti og nú sé um einn slíkan að ræða. Hann stað- festir að börn séu nú á spítalanum sem séu alvarlega veik og þarfnist mikillar meðhöndlunar. Ekkert barn hefur látist af völdum RS-veirusýkingar á undanförnum árum og áratugum, að sögn Ragnars. Þá hefur öðrum inflúensutilfellum einnig fjölgað og hafa nú greinst fleiri en á sama tíma í fyrra og hittifyrra. Inflúensa nær hámarki hér á landi um mánaðamótin febrúar-mars þegar allt að 370 tilfelli greinast á einni viku. Meðal- aldur þeirra sem greinast með inflúensu er um fertugt. -sda Tilnefningar til Óskarsverð- launanna voru kynntar í Los Ange- les í gær. Djúpið, eftir Baltasar Kormák, var komin í hóp þeirra níu mynda sem komu til greina sem besta erlenda myndin en í gær voru fjórar myndir flysjaðar frá og Djúpið var ein þeirra. Þær fimm kvikmyndir sem eftir standa og munu keppa um Óskarinn eru Amour frá Austurríki, Kon-Tiki frá Noregi, No frá Síle, A Royal Affair frá Danmörku og War Witch frá Kanada. Baltasar má þó vel við una enda síður en svo sjálfgefið að komast í níu mynda hópinn. Djúpið ekki tilnefnt Samþykkt hefur verið á Alþingi að lengja gildistíma vegabréfa, fólks eldra en 18 ára, úr fimm árum í tíu. Breyting þessi tekur gildi þann 1. mars næst- komandi. Örflögutæknin sem notast hefur verið við er mun langlífari en talið var í fyrstu og því telst lengingin möguleg. Börnum verður ennþá gert að endurnýja sín á fimm ára fresti. Það telst nauðsynlegt vegna þess hve hratt þau breytast í útliti. Í kostnaðarmati fjármála- og efnahagsráðuneytisins með lagafrumvarpinu kemur fram að í breytingunum felist mikill sparnaður. Talið er að um 20 þúsund færri vegabréf verði gefin út. Það svarar til um 65 milljóna króna lækkunar á innkaupa- kostnaði á ársgrundvelli. Til viðbótar gæti annar kostnaður lækkað árlega um þrjár milljónir. 2 fréttir Helgin 11.-13. janúar 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.