Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.01.2013, Blaðsíða 4

Fréttatíminn - 11.01.2013, Blaðsíða 4
Allt að 80% afsláttur af gleraugnaumgjörðum 20% afsláttur af glerjum Betur fór en á horfðist í Bláfjöllum OYSTER PERPETUAL DATEJUST II Michelsen_255x50_E_0612.indd 1 01.06.12 07:21 veður Föstudagur laugardagur sunnudagur S-átt og rigning eða Slydda Sunnan- og SuðveStantil. Hægt kólnandi. HöfuðBorgarSvæðið: Rigning eða slydda, einkum síðdegis og um kvöldið. HæglætiSveður og líkur á Slyddu eða Snjókomu með köflum S- og Sv-landS. HöfuðBorgarSvæðið: Hiti um eða Rétt yfiR fRostmaRki, slydda eða snjókoma um tíma. Éljagangur um mikinn Hluta landSinS og Snjókoma na-til. ekki HvaSSt. HöfuðBorgarSvæðið: él, einkum fRaman af deginum. Heldur vetrarlegra í vændum Eftir ágætan leysingakafla að undanförnu eru allar líkur á því að nú taki að kólna á ný. Þær breytingar gerast hægt og engin áhlaup er að sjá. Fremur hægur vindur á föstudag og laugardag, en meiri óvissa í þeim efnum á sunnudag. Sunnan- og suðvestan- lands gæti sett niður föl frá því seinnipartinn á laugardag og fram á sunnudag. Þá er reyndar útlit fyrir éljagang um mest allt land. 3 2 -1 2 4 1 0 0 1 0 0 -1 -2 -1 0 einar Sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is M DMA er sama efnið og þekkist í svokölluðum E–pillum en MDMA er virka efnið í pillunum. Styrkur kristall- anna er þannig töluvert meiri en í E–pillunum og samkvæmt upplýs- ingum blaðsins eru þetta sterkari og hreinni efni en áður hefur þekkst hér á fíkniefnamarkaðnum. Samkvæmt upplýsingum blaðsins bárust Rann- sóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði nokkur sýni af MDMA til rannsókn- ar á síðasta ári, einhver þeirra voru í töfluformi, önnur kristallar. Styrkur MDMA–basa í sýnunum á kristals- forminu var að meðaltali 78 prósent, en það telst mjög hár styrkur. Til samanburðar má nefna að meðal- styrkur MDMA–basa í öllum þeim sýnum sem stofnuninni bárust á tímabilinu 1999-2011 var 29 prósent. Í svari við fyrirspurn blaðamanns til stofnunarinnar segir Valþór Ás- grímsson verkefnastjóri að ekki séu nema 7 prósent af innihaldi kristall- anna óskilgreind. „Þar getur ýmis- legt komið til greina. Það getur verið um að ræða kristalliserað vatn eða aukaefni sem myndast við fram- leiðsluna. Í þessum sýnum sem við skoðuðum fundum við engin aukaefni sem við fyndum annars eða týpísk íblöndunarefni eins og sykrur eða önnur lyf.“ Valþór segir einnig að því megi halda fram að því hreinna sem efnið sé, því minni sé skaðsemi þess, gefið að skammtastærðin sé sú sama. Hann tekur fram að það þýði samt ekki að efnið sé skaðlaust. aukaverkanir margvíslegar Virkni MDMA er að losa svokölluð seritonín úr heila. Seritonín eru nátt- úruleg boðefni sem valda vellíðan. Þau geymast í birgðum í tauga- endum heilans. Við inntökuna eyðast upp þessar birgðir sem framkallar mikla depurð og vanlíðan eftir að Ekki tókst að opna skíðasvæðið í Bláfjöllum á tilsettum tíma í gær vegna smátjóna sem komu upp vegna veðurs. Að sögn rekstrarstjóra svæðisins voru þetta þó aðeins smávægilegir hnökrar og allt er komið í fyrra horf. „Það er búið að vera algjört skítviðri hjá okkur síðustu vikuna. Það er bara eins og verið sé að refsa okkur fyrir eitt- hvað,“ segir Einar Bjarnason, rekstrar- stjóri skíðasvæðisins í Bláfjöllum, kíminn. „Það sem gerist í svona veðrum er að diskurinn í lyftunum getur dregist út og vafist saman og í kringum vírana. Þetta gerist uppi í fjalli svo það tekur smá tíma að laga það. Einnig fékk færibandið að finna aðeins fyrir því.“ Einar segir þetta þó aðeins smávægilega hnökra. „Okkur finnst þetta ekkert leiðinlegir dagar. Það er nóg að gera og í minningunni eru þetta dagarnir sem standa upp úr hjá okkur á svæðinu.“ Hann bætir við að fram undan sé frábær skíðahelgi, með dásamlegu veðri, en spáin er með besta móti. Opið er um helgina frá klukkan 10–17. Leiðrétting Í síðasta tölublaði Fréttatímans var fjallað um samþykkt á breytingum barnalaga. Þar var farið rangt með að barnaverndar- nefndir hafi áður haft með forsjárákvarð- anir og umgengnisákvarðanir hjá sýslu- manni að gera. Með lögunum er afnumið það fyrirkomulag að barnaverndarnefndir veiti umsagnir í umgengnismálum og hafi eftirlit með umgengni. Þess í stað getur sýslumaður nú leitað til sérfræðinga í málefnum barna, þ.e. fagaðila sem hafa nauðsynlega þekkingu á þörfum barna og stöðu foreldra. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Styrkur MDMA- basa í sýnunum á kristals- forminu að meðaltali 78 prósent.  eiturlyF MdMa nýtur Mikilla vinsælda MDMA helmingi hreinna nú en áður Fréttatíminn fjallaði í síðustu viku um gríðarlegu aukningu sem orðið hefur á neyslu eiturlyfsins MDMA á kristalsformi. Aukningin fékkst þar staðfest af lögreglu og skemmtistaðaeigendum í miðborginni og bar þessum aðilum saman um að um nýja bylgju væri að ræða. „Það eru bók- staflega allir á þessu,“ var haft eftir einum eigandanum. Samkvæmt Rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnagreiningu eru efnin sem eru í umferð nú mun sterkari og hreinni en áður. Efnin teljast þó langt frá því að vera skaðlaus þó þau séu minna blönduð. Styrkur MDMA-basa í nýju sýnunum var að meðaltali 78 prósent. Til samanburðar má nefna að meðal- styrkur MDMA-basa í öllum þeim sýnum sem stofnuninni bárust á tímabilinu 1999-2011 var 29 prósent. Við neyslu á MDMA klárar neytandi upp seritonín-birgðir heilans. Slíkt veldur depurð og drungatilfinningu eftir að vímu lýkur. áhrifum lýkur, samkvæmt SÁÁ. Það ástand getur orðið varanlegt þar sem efnið er einnig talið eyði- leggja varanlega seritonintaugaenda í heilanum. Kvíði, depurð, þunglyndi og aðrar geðtruflanir eru algengustu fylgikvillar neyslunnar en auk þess á neytandi aukna hættu á varanlegum persónuleika- breytingum á borð við minnkaða framkvæmda- gleði og sálardrunga. Dauðaskammtur af lyfinu telst um 500 mg undir eðlilegum kringumstæð- um. Það getur þó verið breytilegt eftir einstak- lingum. maría lilja Þrastardóttir marialilja@frettatiminn.is 4 fréttir Helgin 11.-13. janúar 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.