Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.01.2013, Blaðsíða 24

Fréttatíminn - 11.01.2013, Blaðsíða 24
É g er nú ekki búinn að vera í þessu neitt mjög lengi,“ segir kvikmyndaklipparinn Ragnar Valdimar Ragnarsson sem þessa dagana er að ganga frá íslensku bíó- myndinni Falskur fugl sem verður frum- sýnd í janúarlok. „Ég lærði að klippa úti í Los Angeles og kláraði skólann þar í byrjun árs 2011,“ segir Ragnar sem kom þá heim til Ísland og klippti þætti fyrir vefsjónvarp mbl.is og sinnti öðrum smærri verkefnum. Ragnar og Þór Ómar Jónsson, leik- stjóri Falsks fugls, voru málkunnugir á þessum tíma. Þór Ómar var að undir- búa gerð Falsks fugls um þetta leyti og bað Ragnar um að fylgjast með því sem gerðist bak við tjöldin við gerð myndar- innar og gera heimildarmynd um kvik- myndagerðina. Ragnar ætlaði sér að taka verkefnið að sér en þá gripu örlögin inn í. Hann lenti í slysi í mars 2011 og hefur verið í hjólastól síðan. „Við Þór Ómar vorum búnir að hittast og ræða gerð þessarar heimildarmyndar en þetta atvikast bara þannig að annar maður tók það verkefni að sér.“ Ragnar lagði þó síður en svo árar í bát við slysið sem segja má að hafi orðið til þess að hann endaði sem klippari Falsks fugls. „Ég þurfti að liggja á spítala og fór þaðan í endurhæfingu upp á Grensás þannig að úr því sem komið var kom aldrei til greina að ég myndi gera heimildarmyndina. Þá fékk Þór Ómar mig til þess að klippa tvær stiklur fyrir Falsk- an fugl en síðan varð úr að ég tók að mér að klippa myndina sjálfa.“ Falskur fugl er fyrsta bíómyndin sem Ragnar klippir þannig að segja má að honum hafi verið kastað beint úr endurhæfingu út í djúpu laugina. En hann skemmtir sér vel í vinnunni. „Þetta er búið að vera fínt þótt það sé svolítið skrýtið að vera bara hent svona allt í einu í þetta. Það er dálítið óvenjulegt að fara beint í að klippa svona stóra mynd án þess að vinna fyrst sem aðstoðarklippari eða eitthvað svoleiðis. Maður stökk þarna svolítið út í djúpu laugina en það er allt í góðu og þetta gengur vel.“ Ragnar keypti sér klippitölvu í Banda- ríkjunum og hefur komið sér upp vinnu- aðstöðu heima hjá sér þar sem hann er með leikstjórann Þór Ómar í stöðugu síma- eða skype-sambandi. „Ég er hepp- inn með að í þessari vinnu situr maður bara við tölvuna og klippir. Þetta gengur ekki út á neitt annað allan daginn.“ Ragnar segist ekki vita hvað taki við að loknum Fölskum fugli en hann geti vel hugsað sér að byrja á því að gera ekki neitt. „Ég hef nefnilega eiginlega ekkert fengið að slaka neitt á eftir slysið þar sem ég fór beint í þetta þegar ég útskrifaðist af spítalanum. Það væri því ágætt að fá kannski í það minnsta einn mánuð til þess að gera ekki neitt. Síðan vonar mað- ur auðvitað að myndin gangi vel og að maður fái fleiri verkefni út á hana. Þetta er náttúrlega bara fyrsta myndin sem ég klippi en maður vonar bara að það komi eitthvað út úr þessu.“ Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Loft innan fárra mínútna Ilmur af mentól og eukalyptus Andaðu með nefinu Otrivin Menthol ukonserveret, nefúði, lausn. Innihaldslýsing: Xýlómetazólínhýdróklóríð 1 mg/ml. Ábendingar: Bólgur og aukin slímmyndun í nefi, kinnholum og nefkoki. Skammtar og lyfjagjöf: Fyrir fullorðna og börn eldri en 12 ára: 1 úði í hvora nös 3 sinnum á sólarhring eftir þörfum, lengst í 10 sólarhringa og ekki úða oftar en að hámarki 3 úða í hvora nös á sólarhring. Snýttu þér. Fjarlægðu glæru plasthettuna. Skorðaðu úðaflöskuna milli fingran- na. Úðað er með því að þrýsta kraganum niður að flöskunni. Hallaðu höfðinu örlítið fram. Stúturinn á úðaflöskunni er settur upp í nösina. Úðað er einu sinni, um leið og andað er að sér inn um nefið. Farðu eins að í hina nösina. Ekki má nota lyfið ef þú ert með ofnæmi fyrir einhverju innihaldsefnanna, ef þú hefur gengist undir aðgerð í gegnum nefið eða munninn eða ert með þrönghornsgláku. Ráðfærðu þig við lækni áður en lyfið er notað ef þú ert: Þun- guð, með barn á brjósti, næmur fyrir adrenvirkum efnum, ert með skjaldvakaóhóf, sykursýki, háþrýsting, æðakölkun, slagæðargúlp, blóðtappa í hjarta, óreglulegan eða hraðan púls, er- fiðleika við þvaglát, æxli í nýrnahettum, þunglyndi og ert á lyfjameðferð við því. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Sjá notkunarleiðbeiningar í fylgiseðli. Markaðsleyfishafi:Novartis Healthcare. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ. Klippir Falskan Kvikmyndin Falskur fugl verður frumsýnd í lok mánaðarins. Ragnar Valdimar Ragnarsson klippir myndina sem er fyrsta bíómyndin í fullri lengd sem hann klippir. Ragnar Valdimar er bundinn við hjólastól eftir slys sem hann lenti í í mars 2011. Hann segist njóta þess að hægt sé að sinna starfi klipparans sitjandi en hann hefur komið sér upp klippigræjum heima hjá sér þar sem hann hefur alla þræði í höndum sér. Ragnar Valdimar klippir Falskan fugl heima hjá sér þar sem hann hefur komið sér upp vinnuaðstöðu. Ljósmynd/Hari Þetta er búið að vera fínt þótt það sé svolítið skrýtið að vera bara hent svona allt í einu í þetta. fugl úr hjólastól 24 viðtal Helgin 11.-13. janúar 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.