Fréttatíminn - 11.01.2013, Blaðsíða 60
Í takt við tÍmann magnús trygvason EliassEn
Get búið til „killer“ egg og beikon
Magnús Trygvason Eliassen er 27 ára trommuleikari sem elskar NBA-derhúfur.
Hann hefur varla tölu á þeim hljómsveitum sem hann spilar með en sem dæmi
má nefna Moses Hightower, adhd, Borko og Tilbury. Magnús gengur í
Hummel-skóm.
Staðalbúnaður
Mér finnst mjög gaman að vera í víðum fötum. Ég geng í hip hop buxum og Hum-
mel-götuskóm. Og ég geng með derhúfur. Ég hef reynt að safna „official“ NBA-
derhúfum sem mér finnst mjög skemmtilegar. Þetta er samt alls ekki nein
vísun í að ég hlusti á hip hop tónlist. Svo held ég mikið upp á peysuna sem
Mundi gaf mér einu sinni. Ég á mér ekki neinar uppáhalds verslanir – ég
versla þar sem mér finnst fínt ef ég versla á annað borð. Það er reyndar
mikið í útlöndum því ég fer oft út.
Hugbúnaður
Ég hef ekki farið út að skemmta mér í hálft ár en mér finnst voða
huggulegt að fara upp á Kaffismiðju og fá mér kaffi. Svo sest ég niður
hvar sem er og drekk kaffi og les bækur. Ég verð líka að viðurkenna
að ég hangi mikið í plötubúðum sem ég versla í. Ég byrjaði loks-
ins aftur að versla mér vínyl og hef verið nokkuð duglegur við það
undanfarið ár. En það er samt bara viðbót við geisladiskakaupin...
enn ein skuldabyrðin. Ég fer alltof lítið í bíó en horfi stundum á
sjónvarpið. Ég horfi á ógrynni af íþróttum, fótbolta og allar þessar
boltaíþróttir en líka ýmislegt annað. Uppáhalds þátturinn minn er
samt Storage Wars. Hann fjallar um gaura í Los Angeles sem kaupa
geymslur sem hefur ekki verið borgað af og það sem þar leynist.
Ekki spyrja mig af hverju ég horfi á þetta.
Vélbúnaður
Hvert sem ég fer þá fer iPhone-inn með mér. Þetta er 4S sem mér skilst
að sé næst nýjasta útgáfan. Ég á líka Macbook Pro tölvu þannig að ég er
innvígður og glæsilegur í Mac-fjölskylduna. Svo á ég auðvitað alls konar
hljóðfæri. Ég er mjög aktífur á samskiptamiðlum eins og við tónlistar-
Magnús var sá tónlistarmaður sem lék á flestum tón-
leikum á Airwaves hátíðinni í fyrra. Alls kom hann 24
sinnum fram yfir hátíðina. Ljósmynd/Hari
Ragnheiður
Ólafsdóttir
heldur fyrirlestur á
Sölvhólsgötu í dag,
föstudag,
klukkan
12.30.
FyrirlEstur um iðunni
Eina alíslenska
tónlistarhefðin
„Þetta byrjaði allt með áhuga á íslenskum þjóðlögum
almennt og þannig kynntist ég Steindóri Andersen og
Kvæðamannafélaginu Iðunni,“ segir dr. Ragnheiður
Ólafsdóttir sem í hádeginu í dag (12.30 í húsnæði
Listaháskólans við Sölvhólsgötu) flytur fyrirlestur
sem hún byggir á doktorsritgerð sinni um félagsleg
og tónlistarleg áhrif Kvæðamannafélags-
ins Iðunnar á rímnahefðina.
„Þetta er eina alíslenska tónlistar-
hefðin. Við áttum í raun og veru
engin hljóðfæri þótt við tölum
stundum um langspil og slíkt
þá voru þau ekki algeng og oft
lítið notuð. Hér á árum áður
á Íslandi áttu allir að vera
að vinna og það er hægt að
kveða vísur á meðan unnið
er,“ útskýrir Ragnheiður
sem er hér á Íslandi í
stuttu stoppi því hún býr
í Hong Kong.
„Ég hef verið að
elta manninn
minn síðustu
fimmtán ár,“ seg-
ir Ragnheiður
aðspurð um af
hverju hún búi
í Hong Kong.
Eiginmaðurinn
er sérfræðingur
í Kína og auk
þess prófessor
í afbrotafræði.
Þau hafa búið
í Hong Kong
síðustu sjö ár
en bjuggu áður
í Ástralíu. Ragn-
heiður hefur
ekki hugmynd
um hvenær hún
flytur heim aftur
og áhugasömum
er bent á að nýta
sér tækifærið og
hlýða á fyrirlestur-
inn.
Mikael Torfason
mikaeltorfason@frettatiminn.
RúmGott · Smiðjuvegi 2 (við hliðina á Bónus) · Kópavogi · Sími 544 2121
Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga kl. 11-16 · www.rumgott.is
ÞITT RÚM EFTIR ÞÍNUM ÞÖRFUM
FAGLEG RÁÐGJÖF OG
FRÍ LEGUGREINING
Mesta úrval landsins af heilsudýnum.
Heilsudýnur í öllum stærðum - úr öllum efnum.
Eini aðilinn á íslandi sem býður uppá legugreiningu
DR
AU
M
AR
ÚM
30
-50
%
AF
SL
ÁT
TU
R A
F Ö
LLU
M
RÚ
MU
M
Rafmagnsrúm
á verði frá
190.049
TRYGGIR ÞÉR GÓÐAN SVEFN
Tvíbreið heilsurúm á
verði frá 129.360
12 mánaða vaxtalaus greiðsludrei ng 16.732 12 mánaða vaxtalaus greiðsludrei ng 11.497
JANÚARTILBOÐ: Tökum gamla rúmið uppí nýtt!
Janúartilboð á arineldstæðum
20-65% afsláttur
– Mikið úrval af eldstæðum –
menn verðum víst að vera. Svo tek
ég svolítið af myndum. Ég reyni að
vera duglegur á Instagram, mér
finnst alla vega gaman að skoða
myndir þar.
Aukabúnaður
Ég geri mikið af því að labba og
svo fæ ég líka mikið far, þó ég eigi
sjálfur bíl. Hann er alfarið notaður
af kærustunni enda hef ég aldrei tek-
ið bílpróf. Ég hef gaman af því að fara
út að borða þó ég geri ekkert sérstak-
lega mikið af því. Ég á lítinn strák og það er
ekki mjög barnvænt að fara út að borða. Maður
er samt oft eitthvað að dandalast tengt vinnunni og
reynir þá að finna sér eitthvað gott. Mér finnst líka
gaman að elda og ég get búið til „killer“ beikon og egg
en þarf aðeins að æfa mig í „fancy“ deildinni. Þegar ég
fer á bar panta ég mér sódavatn með ógeðslega mikið
af lime og kannski kaffi líka. Uppáhaldsborgirnar
mínar eru Sidney og Melbourne. Annars er líka mjög
huggulegt að vera í Þrándheimi því þar fæddist ég.
52 dægurmál Helgin 11.-13. janúar 2013