Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.01.2013, Blaðsíða 50

Fréttatíminn - 11.01.2013, Blaðsíða 50
42 skák Helgin 11.-13. janúar 2013  Skákakademían Skákveisla framundan: Kínverjarnir koma! Þ að verður mikið um dýrðir í íslensku skáklífi næstu vikurnar. Skákdagurinn 26. janúar er framundan, en hann er haldinn hátíðlegur á afmælisdegi Friðriks Ólafssonar sem verður 78 ára. Friðrik er fyrsti stórmeistari Ís- lendinga og var lengi meðal bestu skákmanna heims. Þá var hann for- seti FIDE, alþjóðasambands skák- manna, árunum 1978 til 1982, og ferðaðist þá til ótal landa í öllum heimsálfum til að útbreiða fagn- aðarerindið. Og Friðrik er hvergi nærri sestur í helgan þegar skákin er annars vegar, einsog góður ár- angur hans á síðasta ári er til marks um. Spennandi glíma Íslands og Kína Þá er mikið tilhlökkunarefni að um miðjan febrúar kemur hingað kínverskt skáklandslið sem tefla mun við Íslendinga í aðdraganda N1 Reykjavíkurskákmótsins. Kín- verjar hafa á allra síðustu áratugum náð stórbrotnum árangri í skák og þaðan streyma meistarar af báð- um kynjum. Kínverjar eiga nú 30 karlkyns stórmeistara, sem flestir eru kornungir, og hafa í þrígang eignast heimsmeistara kvenna á síðastliðnum árum. Meðalstigatala 10 bestu skákmanna Kínverja er 2665, sem skipar sem í þriðja sæti heimslistans, á eftir hinum gamal- grónu skákþjóðum, Rússlandi og Úkraínu. Kínverska skákliðið er skipað tveimur körlum, tveimur konum og tveimur ungmennum, og þeg- ar rennt er yfir listann er ljóst að íslensku skákmannanna bíður skemmtilegt og ögrandi verkefni. Í fararbroddi er Yu Yangvi (2668 skákstig) sem er aðeins 18 ára og næststigahæstur í heiminum í sín- um aldursflokki. Ekki verður síður gaman að fylgjast með hinum 13 ára Wei Yi (2501 stig) sem er sterk- asti skákmaður heims undir 14 ára. Keppnin fer fram 15.-17. febrúar og að henni standa Skáksamband Íslands og Kínversk íslenska menn- ingarfélagið (KÍM) sem fagnar á árinu 60 ára afmæli. Í kjölfarið munu svo kínversku meistararnir tefla á N1 Reykjavíkurskákmótinu í Hörpu. Ekki er loku fyrir það skotið að enn fleiri Kínverjar verði með í Hörpu, svo þeir munu örugglega setja mikinn svip á mótið. Nær Nansý að vera Íslands- meistaratitilinn? Á morgun, laugardaginn 12. janúar, fer Íslandsmót barna fram í Rima- skóla í Grafarvogi. Rétt til keppni hafa öll börn í 1. til 5. bekk (fædd 2002 og síðar). Sigurvegarinn fær sæmdarheitið Íslandsmeistari barna 2013 og keppnisrétt á Norð- urlandamótinu í skólaskák sem haldið verður á Bifröst nú í febrúar. Núverandi Íslandsmeistari barna er Nansý Davíðsdóttir, en hún varð í fyrra fyrsta stúlkan til að sigra í tæplega 20 ára sögu keppninnar. Spennandi verður að sjá hvort Nansý nær að verja titil sinn, en hún er fædd 2002. Aðeins tveir hafa náð því að sigra tvisvar á Íslandsmóti barna, Eyjapilturinn knái Kristófer Gautason (2007 og 2008) og Akur- eyringurinn efnilegi Jón Kristinn Þorgeirsson (2009 og 2010). Ýms- ir kunnir skákmenn hafa hampað sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli á þessu móti og má nefna Sigurð Pál Steindórsson (1994), Dag Arn- grímsson (1997) og Hjörvar Stein Grétarsson (2003). Nánari fréttir um Íslandsmót barna, og sæg af öðrum skákfréttum, má finna á www.skak.is Íslenskir víkingar í Hastings Tveir ungir og efnilegir íslenskir skákvíkingar, Hjörvar Steinn og Guðmundur Kjartansson héldu til Hastings um áramótin og tefldu á hinu fornfræga skákþingi. Hjörvar varð í 2.-9. sæti með 7 vinninga af 10, en Guðmundur hlaut vinningi minna, þrátt fyrir snilldartilþrif á köflum. Efstur allra varð Íslands- vinurinn geðþekki, Gawain Jones frá Englandi. Tveir Íslendingar hafa sigrað í Hastings, Friðrik Ólafsson 1956 og Margeir Pétursson 1986. SKáKþrautiN Hinn mikli Alex- ander Alekhine (1892-46) var þriðji heimsmeistarinn í skák, á eftir Stein- itz og Lasker. Hann hafði svart gegn Opochensky og nýtti sér að hvíta drottningin er bundin yfir riddar- anum á f3. 1....Hd8!! 2.Dd1 Dxf3+! og hvítur er óverjandi mát! Spennandi verður að sjá hvort Nansý Davíðsdóttir, núverandi Íslandsmeistari barna, nær að verja titil sinn. Hinn 13 ára Wei Yi er sterkasti skák- maður heims undir 14 ára. Hann mun keppa með kínverska skáklandsliðinu á Reykjavíkurskákmótinu. Marion Cotillard fer með aðalhlutverkið í opnunarmyndinni Ryð og bein. Frönsk kvikmyndahátíð franska sendiráðsins, Alliance française og Græna ljóssins er fyrir löngu orðin árviss viðburður. Hátíðin hefst á föstudaginn með frum- sýningu myndarinnar Ryð og bein, eftir Jacques Audiard. Myndin hefur fengið góða dóma í Frakk- landi og víða verið vel tekið. Hún skartar hinni mögnuðu leikkonu Marion Cotillard, sem fékk Óskar- inn fyrir túlkun sína á Edith Piaf árið 2008 í aðalhlutverkinu. Mynd Michael Haneke, Ást, sem er víða á listum yfir bestu myndir síðasta árs er einnig sýnd á há- tíðinni. Ást hlaut Gullpálmann í Cannes í vor og þykir um margt minna á hina íslensku kvikmynd Eldfjall en hún fjallar um ástir fólks á efri árum. Aðrar myndir á hátíðinni eru Baneitrað, Jarðarförin hennar ömmu, Wolberg-fjölskyldan, Griðastaður, Töframaðurinn, Ne- nette og áhorfendurnir og Stórlax- arnir. Hátíðin stendur til 24. janúar í Reykjavík en fer síðan til Akureyr- ar dagana 1.-3. febrúar. Verðlauna- mynd Haneke  Bíó FrönSk hátíð A L L I R G E T A B Ó K A Ð S I G Í B Æ N D A F E R Ð I R Sp ör e hf . 22. febrúar - 10. mars 2013 Fararstjóri: Inga Ragnarsdóttir Víetnam & Kambódía Það eru ekki nema nokkur ár síðan Indókína opnaðist ferðamönnum eftir margra áratuga ófrið og einangrun. Okkur er nú kleift að fá innsýn í hina ríku og framandi menningararfleifð þessara landa og þetta ævintýralega og allt að því óraunverulega hitabeltis- og frumskógarlandslag sem þar er að finna. Víetnam og Kambódía eru lönd sem eru í mikilli uppbyggingu en um leið ríkja þar mjög rótgrónar og gamlar hefðir. Sums staðar gætir nýlenduáhrifa Frakka enn þann dag í dag, en búddíska menningin er þó mjög ríkjandi. Komið verður í stórar borgir, iðandi af lífi, eins og Saigon og Hanoi sem eru miðstöðvar nútíma uppbyggingar þó alls staðar blasi hið hefðbundna við. Líflegir markaðir verða skoðaðir og lítil vinaleg þorp sótt heim. Hér hefur lítið sem ekkert breyst í tímans rás, þar sem hrísgrjónaakrarnir umlykja þorpin við rætur frumskógarins. Meðal annars verður farið í bátsferð um árósa stórfljótsins Mekong, en einn af hápunktum ferðarinnar eru hin miklu hof í Angkor í Kambódíu. Þau eru allt frá 9. öld og mynda heila borg og eru talin hin mestu í heimi. Verð: 624.800 kr. á mann í tvíbýli Innifalið: Allt flug samkvæmt ferðalýsingu, skattar, hótelgisting, gisting í 1 nótt á „djúnku“, 13 morgunverðir, 12 hádegisverðir, 13 kvöldverðir, allar skoðunarferðir, siglingar, allur aðgangseyrir, staðarleiðsögn, íslensk fararstjórn og undirbúningsfundur með fararstjóra fyrir ferð. www.baendaferdir.is s: 570 2790
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.