Fréttatíminn - 11.01.2013, Blaðsíða 34
6 námskeið Helgin 11.-13. janúar 2013
gítar
skóli ólafs gauks
www.gitarskoliolafsgauks.com • info@gitarskoliolafsgauks.com
Gítarskóli Ólafs Gauks er á Facebook
Kennsla í öllum flokkum, 11 vikna námskeið fyrir byrjendur sem
lengra komna, yngri sem eldri, hefst 28. janúar 2013.
Byrjendanámskeiðið „LÉTT OG LEIKANDI“ hefur slegið í gegn, enda
auðvelt og skemmtilegt!
Nemendur fá gítara til heimaæfinga endurgjaldslaust á meðan birgðir
endast!
Þeir sem innritast fyrir 18. janúar fá afslátt af kennslugjaldinu.
Sendum sjálfsnámskeiðið „LEIKUR AÐ LÆRA Á GÍTAR“ 2 geisladiskar
og bók, hvert á land sem er!
Frístundakort Reykjavíkurborgar í gildi.
Innritun stendur yfir
Kennsla hefst 28. janúar 2013
skólavöruverslun
Brautarholti 8
Opið virka daga 9-18
og laugardaga 10-16
sími 517 7210 / www.idnu.is
Tilboðsverð:
5.990 kr.
(G
il
di
r
ti
l 2
5.
ja
nú
ar
n
.k
.)
DANS FYRIR ALLA!
Skráning hafin í síma 586 2600 eða á
dansskoli@dansskolireykjavikur.is
Barnadansar frá 2 ára
Samkvæmisdansar
Brúðarvals
Sérhópar
Zumba
Ragnar Linda Javier
NÝTT!
Zumba
með Javier!
kynning
Mímir-símenntun býður að vanda
upp á fjölda námskeiða á vorönn
2013 en fjölbreytt frístundanám-
skeið eru mikilvægur hluti af
starfi fyrirtækisins. Frístund-
anámskeiðin sækir fólk á öllum
aldri með mismunandi bakgrunn
og væntingar til námsins. Nám-
skeið í handverki, saumum og
myndlist eru vinsæl auk ýmissa
lífsstílsnámskeiða. Frístund-
anámskeiðin sinna þörfum fólks
fyrir skemmtun, fróðleik og til-
breytingu en eru oft varða til
frekara náms. Það er í samræmi
við aðalmarkmið Mímis-símennt-
unar, sem er að skapa tækifæri til
náms fyrir fólk með stutta form-
lega skólagöngu og hvetja fólk á
vinnumarkaði til símenntunar og
starfsþjálfunar.
Mímir – ekki bara málaskóli
Það muna margir eftir Málaskól-
anum Mími en Alþýðusamband
Íslands keypti Mími á sínum tíma
sem hét þá Mímir-Tómstunda-
skóli. Ákveðin verkefni voru flutt
yfir til Mímis frá Menningar- og
fræðslusambandi alþýðu þegar
einkahlutafélagið Mímir-símennt-
un var stofnað árið 2002 en Mímir
átti einmitt 10 ára afmæli núna
rétt fyrir jólin.
Þórhallur Vilhjálmsson, kynn-
ingar- og upplýsingafulltrúi
Mímis, segir að margir þekki
fyrirtækið fyrir frístunda- og
tungumálanámskeiðin sem það
býður upp á. Hann segir fyrir-
tækið þó standa fyrir svo miklu
meira. „Mímir-símenntun er
fræðslufyrirtæki sem starfar á
sviði fullorðinsfræðslu og starfs-
menntunar. Segjum sem svo að
manneskju, sem er komin yfir
þrítugt en hélt ekki áfram í námi
eftir grunnskóla, langi í háskóla
en hún hefur ekki stúdentspróf.
Þá getur viðkomandi einstakling-
ur komið til okkar í Mími og farið
í námsleið sem heitir Mennta-
stoðir til þess að koma sér á rétta
námsbraut. Við erum svo með
aðra námsleið sem heitir Grunn-
menntaskólinn og er sérsniðin
fyrir fólk sem vill koma sér aftur
af stað í nám.“
Aftur í nám
Kannanir benda til þess að á
bilinu 15 til 20 þúsund Íslendingar
eigi við lesblindu að stríða og
fyrir þann hóp býður Mímir upp á
sérstaka námsleið sem er kölluð,
Aftur í nám. Þórhallur segir það
vera stórt skref að ákveða að
hefja aftur nám eftir langt hlé og
þá skipti miklu máli að fá góðan
stuðning og hvatningu en í því
sérhæfir Mímir sig fyrir utan
góða kennslu.
„Hjá okkur starfa náms- og
starfsráðgjafar og það er hægt að
Námskeið speNNaNdi voröNN fram uNdaN
Fjögur þúsund manns stunda
nám hjá Mími-símenntun
Vinsælu frístundanámskeiðin eru aðeins toppurinn á ísjakanum.
panta tíma hjá þeim og fá ráðgjöf
sem er ókeypis. Einnig er hægt
að fara í svokallað raunfærnimat
en það er ferli þar sem metin
er þekking og færni á ákveðnu
sviði, svo sem reynsla af starfi,
námi eða félagsstörfum. Matið
getur leitt til styttingar á námi
og styrkt einstaklinga verulega
á vinnumarkaði. Segjum sem
svo að einstaklingur sem kemur
hingað til okkar sé búinn að
vinna á skrifstofu í 15 ár. Hann
er ekki með neina formlega
menntun en er kominn með
mikla reynslu af vinnumarkaði.
Í raunfærnimatinu er kunnáttan
metin áður en námið hefst. Svo
þegar einstaklingurinn fer í nám
hjá okkur, eins og til dæmis í
Skrifstofuskólann, þá hefur hann
staðfesta punkta og þarf ekki
að byrja alveg á grunninum þar
sem hann hefði þurft að sitja og
læra eitthvað sem hann kann svo
vel að hann gæti kennt kennar-
anum.“
Spennandi tímar fram undan
Hátt í fjögur þúsund manns
stunda nám hjá Mími-símenntun
á hverju ári í námsleiðum eða
á fjölbreyttum námskeiðum.
Fastir starfsmenn hjá fyrirtæk-
inu eru rúmlega tuttugu og hátt
í 200 verktakar fást við kennslu
og önnur verkefni. Fyrirtækið
er með mjög góða aðstöðu,
kennslustofur með nýjustu tækni
sem henta vel fullorðnu fólki.
Starfsemin fer fram á tveimur
stöðum, í Ofanleiti 2 og í gamla
Stýrimannaskólanum á Öldu-
götu 23 í Reykjavík.
Þórhallur segir bæði mögulegt
að stunda nám á daginn og á
kvöldin. Hann er spenntur fyrir
vorönninni og segir mikið vera
í boði. „Það er mikið af mjög
spennandi námskeiðum í boði
á vorönn 2013. Þar má meðal
annars nefna námskeið um
Njálu og tilurð hennar sem hinn
bráðsnjalli rithöfundur, Einar
Kárason, kennir. Ekki má heldur
gleyma hinu vinsæla Eurovision
námskeiði sem Reynir Þór Egg-
ertsson kennir.“
Námskeiðið hefst í næstu viku
og verður kennt í húsnæði Mím-
is í Ofanleiti 2. Kennsla verður
fimmtudaginn 17. janúar og
þriðjudaginn 22. Kennari á nám-
skeiðinu verður Kristín Lóa Við-
arsdóttir. Hún segir námskeiðið
vera skemmtilegt byrjendanám-
skeið. „Þetta
hentar sér-
staklega
eldra fólki
sem vill
tengjast
gömlu
vinunum,
fylgjast með
barnabörnunum og ættingjum.
Hver og einn fær aðstoð til að
búa til sína síðu, setja réttar
stillingar og svo framvegis.
Við förum yfir það hvernig á að
senda skilaboð, setja inn myndir
og spjalla við fólk.“ Kristín Lóa
hvetur fólk til að koma á nám-
skeiðið. Það ætti enginn að vera
hræddur við þetta, það geta allir
lært að nota Facebook.
Facebook fyrir
eldri borgara