Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.01.2013, Blaðsíða 38

Fréttatíminn - 11.01.2013, Blaðsíða 38
H eyrnartækni er fjöl-skyldufyrirtæki í eigu hjónanna Björns Víðis sonar og Önnu Lindu Guð- mundsdóttur sem starfa þar bæði. Starf- semi Heyrnartækni fer fram í Glæsibæ en jafnframt hefur Heyrnartækni boðið upp á heyrnartækja- þjónustu á landsbyggð- inni frá því árið 2002 og í dag veitir fyrirtækið reglulega þjónustu á 19 stöðum á landsbyggð- inni. Hver eru einkenni heyrnarskerðingar? Erfiðleikar með að heyra í fjöl- menni eða klið er eitt af fyrstu ein- kennum heyrnarskerðingar sem flestir taka eftir. Anna Linda nefnir einnig önnur einkenni eins og til dæmis að hvá oft, finnast aðrir tala óskýrt og að þurfa að hækka meira í sjónvarpinu en áður. „Á heimasíðunni okkar; www. heyrnartaekni.is er stutt heyrnarpróf sem hægt er að taka en það getur gefið vísbendingu um hvort þörf sé á að fara í heyrnarmælingu. Því miður bíða margir of lengi með að gera eitthvað í sínum málum og að fá sér heyrnartæki. Rannsóknir sýna að það tekur einstaklinga með heyrnarskerðingu að meðaltali um 7 ár að fá sér heyrnartæki eftir að heyrnar- skerðing hefur verið greind. Vissu- lega finnum við þó fyrir því að þetta er smám saman að breytast. Fólk er að verða meðvitaðra um það hversu mikilvægt það er að heyra vel og það að fá sér heyrnartæki.“ Anna Linda segir þetta í rauninni vera spurningu um lífsgæði. Að heyra vel hjálpi okkur öllum að vera virkir þátttakendur í lífinu. Ósýnileg heyrnartæki Heyrnartæki hafa tekið miklum útlitsbreytingum á undanförnum árum. Tækninni fleygir stöðugt fram. Í dag er boðið upp á úrval af nettum heyrnartækjum sem eru nánast því ósýnileg á bak við eyrað. „Nýlega kom á markað hjá okkur heyrnartæki sem er algjörlega ósýnilegt í eyra. Þetta tæki er svo lít- ið að það er rétt stærra en kaffibaun. Tækið er sérsmíðað og liggur svo djúpt í hlustinni að það er ósýnilegt með öllu. Að fá sér heyrnartæki er stórt en mikilvægt skref í átt að betri lífsgæðum. Fyrsta skrefið er þó að fara í heyrnarmælingu og sjá hvort tímabært sé að byrja að nota heyrnar- tæki. Við bjóðum upp á fríar heyrnar- mælingar og heyrnartæki til prufu í vikutíma, hægt er að bóka tíma í síma 568 6880. Skoðun, heyrnarmæling og ráðgjöf tekur um það bil eina og hálfa klukkustund.“ KAUPTU FJÓRAR FÁÐU SEX Silki andlitsolía, djúpnærandi serum Inniheldur aprikósu- og arganolíur sem eru eftirsóttar vegna endurnýjandi og nærandi eiginleika sinna á húðina og gefa henni nýtt líf og ljómandi áferð. Sannkölluð vítamínbomba. Húðnæring, e-vítamín augnsalvi Gefðu húðinni extra umönnun og næringu með granateplaoliu, E-vítamíni, morgunfrúar,- rósa- og blágresisolíu sem vernda, næra og mýkja húðina. Urtasmiðjan Sóla lífræn vottuð vara netverslun urtasmidjan.is sími 462 4769 Fæst í helstu náttúruvöruverslunum Fjallagrös og FíFlarót Fæst í heilsubúðum og apótekum www.annarosa.is Fjallagrös og fíflarót hafa frá ómunatíð verið notuð til að hreinsa meltinguna en tinktúran er einnig sérstaklega góð gegn uppþembu og vindgangi. 30 heilsa Helgin 11.-13. janúar 2013  Heyrnartækni einkarekin Heyrnartækjastöð Að fá sér heyrnar- tæki er stórt en mikilvægt skref í átt að betri lífsgæðum. Mikilvægt að bíða ekki of lengi með að fá sér heyrnartæki KYNNING Fyrirtækið Heyrnartækni var stofnað árið 2001 og er fyrsta einkarekna heyrnartækjastöðin á Íslandi. Frá upphafi hefur Heyrnartækni haft umboð fyrir heyrnartæki frá Oticon sem er einn elsti, stærsti og virtasti heyrnartækjaframleiðandi heims. Anna Linda Guðmundsdóttir segir þau hjá Heyrnartækni bjóða tæki sem séu algjörlega ósýnileg í eyra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.