Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.01.2013, Blaðsíða 24

Fréttatíminn - 18.01.2013, Blaðsíða 24
E va Sigurðardóttir er íslensk kvikmyndagerðarkona sem bú-sett er í Bretlandi. Hún var á dögunum tilnefnd til BAFTA-verðlaunanna ásamt samstarfsfólki fyrir stuttmyndina Good Night. Hún hefur búið í Bretlandi síðustu átta ár og segist vera komin með rætur þar, þótt hugurinn sé oft heima á Íslandi, en hér á hún fjölskyldu sem hún reynir að heimsækja sem oftast. Eva flutti fyrst til útlanda aðeins 13 ára gömul og fór í heimavistar- skóla i Tékklandi til að flýja einelti. „Þá langaði mig bara að prófa eitthvað nýtt. Ég var lögð í mikið einelti í grunnskóla svo ætli ég hafi ekki verið að flýja það. Ég átti bara að vera í eitt ár en suðaði mig í gegnum þau öll. Mér fannst svo gaman. Pabbi var með mér úti fyrst um sinn, en hann er kenn- ari. Mamma var bara ein eftir heima en pabbi fór svo heim að ári liðnu. Ég hins vegar grátbað um að fá að vera áfram og fékk það, sem betur fer. Þetta var skemmti- legur og mótandi tími fyrir mig,“ segir Eva. Hún flutti síðan til Þýskalands að menntaskólanum loknum, þar var hún í ár. Hún kom heim til Íslands í eitt ár en fljótlega fór hún að finna fyrir útþránni á nýjan leik. Hún hélt því til Bret- lands þar sem hún hefur búið síðustu átta árin, í Lundúnum. „Ég hef verið að bralla ýmislegt hérna, svona kvikmyndatengt. Ég lærði sjónvarpsþáttagerð og vann meðal annars hjá BBC. Ég hef verið mikið að klippa og vinna barnaefni svo ég hef horft á minn skammt af því, lélegu og góðu,“ út- skýrir Eva. Í dag starfar hún fyrir Save the children, eða Barnaheill. Þar er hún framkvæmdastýra yfir ljós- og kvikmyndadeild auk þess að eftirvinna stuttmyndina Red sem tekin var upp í London í september. „Ég er mikil stutt- myndakona, það er svona mitt form. Ég hef unnið að myndum í fullri lengd en þetta finnst mér öllu skemmtilegra.“ Stuttmyndin Good Night fjallar um tvær fjórtán ára stúlkur sem ákveða að segja skilið við barn- æskuna í eina kvöldstund. Þær klæða sig upp á fullorðinslegan hátt, öllu kynþokkafyllra en hæfir aldri og laumast út á lífið. Þegar á götuna er komið reynir á þolrifin og mörkin milli leikgleði tveggja táningsstúlkna og raunverulegrar tælingar verða þokukenndari. Myndin hefur hlotið mikið lof og auk BAFTA-tilnefningarinnar, hefur hún unnið til verðlauna á stuttmyndahátíðum víða um heim. Eva segir það vera mik- inn heiður að vera tilnefnd til jafn stórra og virtra verðlauna og BAFTA. „Þetta kom mikið og vel á óvart og við erum öll alveg í skýjunum.“ María Lilja Þrastardóttir marialilja@frettatiminn.is Loft innan fárra mínútna Ilmur af mentól og eukalyptus Andaðu með nefinu Otrivin Menthol ukonserveret, nefúði, lausn. Innihaldslýsing: Xýlómetazólínhýdróklóríð 1 mg/ml. Ábendingar: Bólgur og aukin slímmyndun í nefi, kinnholum og nefkoki. Skammtar og lyfjagjöf: Fyrir fullorðna og börn eldri en 12 ára: 1 úði í hvora nös 3 sinnum á sólarhring eftir þörfum, lengst í 10 sólarhringa og ekki úða oftar en að hámarki 3 úða í hvora nös á sólarhring. Snýttu þér. Fjarlægðu glæru plasthettuna. Skorðaðu úðaflöskuna milli fingran- na. Úðað er með því að þrýsta kraganum niður að flöskunni. Hallaðu höfðinu örlítið fram. Stúturinn á úðaflöskunni er settur upp í nösina. Úðað er einu sinni, um leið og andað er að sér inn um nefið. Farðu eins að í hina nösina. Ekki má nota lyfið ef þú ert með ofnæmi fyrir einhverju innihaldsefnanna, ef þú hefur gengist undir aðgerð í gegnum nefið eða munninn eða ert með þrönghornsgláku. Ráðfærðu þig við lækni áður en lyfið er notað ef þú ert: Þun- guð, með barn á brjósti, næmur fyrir adrenvirkum efnum, ert með skjaldvakaóhóf, sykursýki, háþrýsting, æðakölkun, slagæðargúlp, blóðtappa í hjarta, óreglulegan eða hraðan púls, er- fiðleika við þvaglát, æxli í nýrnahettum, þunglyndi og ert á lyfjameðferð við því. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Sjá notkunarleiðbeiningar í fylgiseðli. Markaðsleyfishafi:Novartis Healthcare. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ. Hugurinn er alltaf heima hjá fólkinu mínu þó ræturnar séu vissulega grónar hér. Kom vel á óvart Eva Sigurðardóttir er íslensk kvikmynda gerðarkona sem búsett er í London. Hún flutti frá Íslandi til Tékklands aðeins 13 ára, meðal annars til þess að flýja einelti. Í dag vinnur hún í þágu barna hjá Save the Children auk þess að sinna kvikmyndagerðinni af miklum móð. Hún var, ásamt sam- starfsfólki, tilnefnd til bresku BAFTA-verðlaunanna fyrir stuttmyndina Good Night. Eva vinnur nú að stuttmyndinni Red sem fjármögnuð var af vinum og vandamönnum í gegnum vefsíðu. „Það er svona á mörkunum hvort að sniðugra væri að fá sér bara aukavinnu,“ segir Eva og hlær. En það ku vera mikil kúnst að fylgja fjármögnunarferlinu eftir. Kvikmyndagerðarkonan Eva Sigurðardóttir á setti nýjustu myndar sinnar. Hún segir það mikinn heiður að vera tilnefnd til BAFTA. 24 viðtal Helgin 18.-20. janúar 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.