Fréttatíminn - 18.01.2013, Blaðsíða 20
Hann fór að
spyrja mig
um hvað
hefði komið
fyrir hana og
sagði mér í
framhaldinu
frá hindúa
presti,
kraftaverka-
manni, sem
hann var
sannfærður
um að gæti
hjálpað
henni.
Ó
löf Þráinsdóttir hefur
farið fimm sinnum með
dóttur sína, Rebekku
Allwood, í stofnfrumu-
meðferð til Indlands á
undanförnum árum. Rebekka er 23
ára en fyrir tíu árum slasaðist hún
alvarlega í umferðarslysi svo hún hlaut
varanlega fötlun af. Móðir hennar
hefur einnig farið með hana í meðferð
til Bali þar sem hún var í þrjá mánuði í
djúpnuddi og hnykkingum árið 2006.
Meðferðin á Bali varð til þess að hún
gat gengið með göngugrind en hafði í
þrjú ár frá slysinu verið föst í hjólastól.
Rebekka var að stytta sér leið yfir
Vesturlandsveginn á leið á íþróttaæf-
ingu í Mosfellsbæ þar sem hún býr
enn. Hún varð fyrir bíl og kastaðist um
30 metra við áreksturinn. Hún hlaut
mikið höfuðhögg og tveir hálsliðir
brotnuðu. Einnig tvífótbrotnaði hún og
skaddaðist í andliti. Afleiðingin af höf-
uðhögginu var varanlegur heilaskaði
sem hefur haft andleg sem líkamleg
áhrif á Rebekku. Hún talar mjög hægt
og á í erfiðleikum með skammtíma-
minni. Hún á erfitt með fínhreyfingar
og enn skortir eitthvað upp á jafnvægið
og göngutækni.
Rebekka var í rúmt ár á spítala og
endurhæfingu á Grensásdeild. Hún var
mállaus í fjóra mánuði en fór þá smám
saman að geta myndað orð. Fyrst að-
eins með vörunum en síðan tókst henni
að koma upp hljóði. Móðir hennar
segir að ótrúlega litlar framfarir hafi
orðið hjá Rebekku fyrstu mánuðina og
jafnvel fyrsta árið eftir slysið og telur
hún að mistök í meðferð Rebekku
fyrstu mánuðina hafi gert illt verra því
baráttuandi sé mestur fyrst eftir slys
en erfitt sé að sanna slíkt.
Eftir ár var Rebekka útskrifuð af
Grensásdeildinni og um leið ýtt út úr
heilbrigðiskerfinu, að sögn móður
hennar. „Hún var sett í skóla þótt hún
væri á engan hátt í stakk búin til þess.
Hún hafði einbeitingu í 15-20 mínútur
í senn til að byrja með en ráðinn var
þroskaþjálfi til að sinna henni. Hún var
í styttri tíma í skólanum en jafnaldrar
hennar og þurfti svo að sækja þjálfun
og meðferð inn í Reykjavík og var því
upp undir þrjá tíma á dag í ferðaþjón-
ustubílum. Þetta var engan veginn
ásættanlegt, hún hefði þurft að vera
á stofnun þar sem fléttað væri saman
þjálfun og menntun en slík stofnun er
ekki til hér á landi,“ segir Ólöf.
Að loknum grunnskóla fór Rebekka
í Borgarholtsskóla og var á svokallaðri
starfsbraut þar sem áhersla er lögð á
verknám sem ekki hentaði Rebekku,
sem fötlunar sinnar vegna átti mjög
erfitt með að nota hendurnar.
Tilviljun leiddi þær til kraftaverka-
manns
Ólöf fór með Rebekku í viku frí til Bali
árið 2005, tæpum þremur árum eftir
slysið. „Fyrsta morguninn, þegar við
vorum að borða morgunmat á hótelinu
varð einum kokkinum mjög starsýnt á
Rebekku. Hann fór að spyrja mig um
hvað hefði komið fyrir hana og sagði
mér í framhaldinu frá hindúa presti,
kraftaverkamanni, sem hann var sann-
færður um að gæti hjálpað henni,“
segir Ólöf.
Kraftaverkamaðurinn, Mangku
Sudarsana, bjó í litlu þorpi undir
Mount Agung, heilögu fjalli Bali-
búa. „Við heimsóttum hann þrisvar. Í
fyrsta skiptið gerði hann lítið annað
en að skoða Rebekku, nuddaði hana
pínulítið, en í annað skiptið nuddaði
hana mjög djúpt. Á þessum tíma var
Rebekka orðin mjög hokin og sat í
keng í hjólastólnum. Í leigubílnum á
leiðinni heim á hótelið eftir þetta mikla
djúpnudd rétti hún úr sér og teygði
handleggina aftur fyrir okkur pabba
hennar sem sátum sitt hvoru megin við
hana og sagði brosandi: „Hann frelsaði
bakið á mér!“,“ segir Ólöf.
„Í þriðja skiptið sem hann hitti
Rebekku var hann fyrst og fremst að
skoða áhrifin af því sem hann hafði
gert. Hann nuddaði hana reyndar
svolítið og sagðist telja að hann gæti
hjálpað henni töluvert ef hún gæti verið
hjá honum í meðferð í 3-6 mánuði,“
segir Ólöf. Á þessum tíma var Rebekka
með mikla ósjálfráða vöðvakippi, sér-
staklega í hægri hendi og hafði verið
í hjólastól frá því slysið varð. „Þarna
voru liðin tvö og hálft ár og það höfðu
ekki orðið miklar framfarir hjá henni
frá því hún útskrifaðist úr heilbrigðis-
kerfinu. Vöðvakippirnir í hægri hendi
voru fyrst og fremst ástæðan fyrir því
að hún var í hjólastól því hún var ekki
lömuð. Hún gat ekki gengið við göngu-
grind því hún kippti henni einfaldlega
undan sér og jafnvægið var ekkert,“
segir Ólöf.
Þrjá mánuði á Bali
Á þessum tíma átti Ólöf kost á því að
fara á eftirlaun, sem hún gerði, fjórum
mánuðum eftir Bali-ferðina. Fóru
þær mæðgur þá aftur til Bali þar sem
Rebekka var í þrjá mánuði í meðferð
hjá Mangku Sudarsana. „Þetta var
mest djúpt nudd og hnykkingar í tutt-
ugu mínútur til hálftíma á dag og ég
fór svo með hana í ræktina og reyndi
að láta hana læra íslensku og stærð-
Hefur farið fimm sinnum í
stofnfrumumeðferð til Indlands
Rebekka Allwood lenti í alvarlegu umferðarslysi fyrir tíu árum, þá 13 ára, og hlaut alvarlegan heilaskaða
af. Móðir hennar, Ólöf Þráinsdóttir, hefur leitað læknismeðferðar fyrir dóttur sína út fyrir landsteinana í
von um að hún eignist betra líf og hefur tvisvar farið með hana í nuddmeðferð til Bali og fimm sinnum til
Indlands í stofnfrumumeðferð.
fræði en Rebekka tók miklum framförum
á þessum tíma og fór að geta gengið með
aðstoð göngugrindar þegar við komum
heim þótt hún gengi mjög hægt. Hún
hafði líka skýrst í hugsun og henni farið
fram í tali,“ segir Ólöf.
„Þegar við komum heim vonaðist ég
til að hægt væri að koma Rebekku aftur
í endurhæfingu fyrst henni hafði farið
svona mikið fram í þriggja mánaða með-
ferð á Bali. Það var hins vegar ekki hægt.
Framfarirnar stöðvuðust einkum vegna
þess að hún var alltaf af og til að fá mikla
verki í hægra hnéð og gat þá varla eða
ekki stigið í fótinn sem hafði ekki verið
rétt settur saman eftir slysið. Henni fór
samt sem áður ekki aftur svo ég tæki
eftir fyrr en þremur árum síðar þegar
hún var að ljúka framhaldsskóla en þá
fannst mér henni fara að hraka andlega,“
segir Ólöf.
Nokkrum árum eftir slysið var Ólöf
farin að kynna sér stofnfrumumeðferðir
við heila- og taugaskaða. Hún ræddi við
lækni hér á landi sem ráðlagði henni frá
því að fara með Rebekku í stofnfrumu-
meðferð vegna þess hve aukaverkanir
gætu verið slæmar. „Þegar líða tók að því
að Rebekka útskrifaðist úr framhalds-
skóla og ekkert tók við fór ég aftur að
skoða stofnfrumumeðferðir þar sem það
virtist eina vonin. Þá rakst ég á heimasíðu
Amöndu Boxtel sem þá var í fósturvís-
astofnfrumumeðferð á Indlandi. Amanda
var með mjög greinargóðar upplýsingar
á síðunni sinni og ég fann líka fleiri sem
voru með svipaðar síður. Hvergi var
minnst á neinar aukaverkanir. Eftir að
Rebekka útskrifaðist úr framhaldsskóla
var reynt að finna handa henni atvinnu-
úrræði en ekkert fannst við hæfi og það
var ekkert í boði nema biðsalur dauðans
ef svo má segja. Rebekka var aftur orðin
mjög svartsýn og vondauf og langaði ekki
til að lifa lengur. Það er hreint ótrúlegt
hvað fólk með heilaskaða fær litla þjón-
ustu í velferðarríkinu Íslandi en það hjálp-
aði mér til að taka þessa ákvörðun sem
var hreint ekki auðvelt,“ segir Ólöf.
Rebekka Allwood
lenti í alvarlegu
umferðarslysi þegar
hún var 13 ára að
stytta sér leið yfir
Vesturlandsveginn
á íþróttaæfingu í
Mosfellsbæ. Móðir
hennar, Ólöf Þráins-
dóttir, vonast til að
stofnfrumumeð-
ferðir geti orðið til
þess að Rebekka
geti lifað sjálfstæðu
lífi og þurfi ekki að
dveljast á stofnun.
Ljósmynd/Hari
Framhald á næstu opnu
20 viðtal Helgin 18.-20. janúar 2013