Fréttatíminn - 18.01.2013, Blaðsíða 44
44 bíó Helgin 18.-20. janúar 2013
Django
Unchained
er skotheld
mynd í alla
staði en
úrvalslið
leikara og
frábær til-
þrif þeirra
lyfta henni
í hæstu
hæðir.
Bíódómur django unchained
T arantino er undrabarn í kvikmynda-gerð sem hefur nánast fullkomin tök á miðlinum og öllum þáttum sem þurfa
að vera í lagi til þess að úr verði gott bíó. Mað-
urinn er fáránlega vel að sér í kvikmyndasög-
unni og svo vel séður að hann getur sáldrað
vísunum í allar áttir eins og viskubrunnur
hans sé botnlaus. Hann skrifar mögnuð sam-
töl sem mætti segja að væru hans helsti styrk-
ur ef hann væri ekki einnig séní í útfærslu á
öllum gerðum ofbeldis en þar tekst honum
alltaf að finna nýja nálgun á margtuggna blóð-
mörina í bíómyndum. Síðan velur Tarantino
tónlist við myndir sínar af ótrúlegri kostgæfni,
smekkvísi og yfirburða þekkingu. Og til þess
að sprengja nú endanlega yfirfullt hnappagat
hans af blóðugum og groddalegum rósum er
rétt að halda því til haga að Tarantino er snill-
ingur í leikaravali og hefur einstakt lag á því
að ná öllu því besta út úr leikurum sínum.
Django Unchained er skotheld mynd í
alla staði en úrvalslið leikara og frábær til-
þrif þeirra lyfta henni í hæstu hæðir. Fyrstan
ber að nefna þann mikla snilling Christoph
Waltz sem toppar hér sjálfan sig í Inglorious
Basterds. Waltz er hreint út sagt æðislegur
í hlutverki þýska mannaveiðarans Dr. King
Schultz sem er í senn banvænn byssumaður
og mælskusnillingur mikill. Hrein unun er
að hlýða á hann fara með snilldarlega skrif-
aðar línur Tarantinos og þótt myndin hverfist
um hefndarleiðangur þrælsins Django þá er
Schultz kjölfestan í myndinni. Eini heilsteypti
og heiðarlegi einstaklingurinn í þessu galleríi
ribbalda sem Tarantino teflir fram. Evrópu-
maður í hópi siðvilltra Bandaríkjamanna. Í
Schultz er fólginn samtímaspegill sem Könum
þykir væntanlega lítið spennandi að skoða sig í.
Jamie Foxx leikur Django, sem Schultz
frelsar úr hlekkjum þrælasala og fær með sér
á mannaveiðar. Þegar þeir félagar hafa lokið
nokkrum ábatasömum drápum ætla þeir sér
að bjarga eiginkonu Djangos sem er í ánauð
hjá hinum einstaklega ógeðfellda plant-
ekrueiganda Calvin Candie, sem Leonardo
DiCaprio leikur með tilþrifum. Foxx hefur
aldrei verið betri og nýtur sín í botn í hlutverki
þrælsins sem reynist skjótari en skugginn að
skjóta þegar á reynir. Samuel L. Jackson sýnir
síðan stórkostlegan gamanleik sem gamall og
útsmoginn bryti Candie.
Þessir fjórir leikarar fara að slíkum kostum
að maður situr í gæsahúð myndina út í gegn
og einhvern veginn sést langar leiðir að þeir
skemmta sér konunglega undir stjórn Tarant-
inos. Kerry Washington er stórfín í hlutverki
ambáttarinnar Broomhildu sem byssubrand-
arnir tveir ætla að bjarga og Walton Goggins,
Bruce Dern, M.C. Gainey og James Russo
klikka ekki í smærri hlutverkum enda er
hvergi veikan hlekk að vinna í leikarakeðju
Tarantinos.
Jonah Hill á stuttan en óborganlegan sprett
í fyndnasta atriði myndarinnar, stofnfundi
Ku Klux Klan, sem á eftir að festa sig á spjöld
kvikmyndasögunnar sem eitthvert besta grín
sem sést hefur í bíó. Enginn nema Tarant-
ino gæti tekið fúlan fimmaurabrandara og
teygt hann upp í aðra eins snilld. Þá er óhjá-
kvæmilegt annað en að minnast sérstaklega
á Miami Vice-kappann Don Johnson sem fer
hamförum sem snobbaður og andstyggilegur
þrælahaldari. Stórleikur þar á ferð!
Django Unchained er heilsteyptasta mynd
Tarantinos til þessa. Frábær skemmtun og
mikil völundarsmíð þar sem Tarantino gjör-
nýtir hæfni sína á öllum sviðum kvikmynda-
gerðar. Sumar senurnar eru beinlínis listaverk
í sjálfum sér, æðislega stílfærðar og sjónrænar
upplifanir þar sem sumir stakir rammar eru
svo útpældir og töff að það mæti setja þá í
ramma og hengja upp sem listaverk. Sem
myndin í heild í raun er.
Tarantino er meistarinn!
Quentin Tarantino er mikill meistari og höfundarverk hans sem telur nú átta bíómyndir er ævin-
týralega glæsilegt. Byrjendaverk hans, Reservoir Dogs, frá árinu 1992 er frábær glæpamynd sem
stenst tímans tönn og síðan hefur hann ekki stigið feilspor ef við látum eftir okkur að horfa til
flippsins Death Proof með blinda auganu. Í Django Unchained tekur hann vestrann sínum einstöku
tökum og hefur aldrei verið jafn góður, fyndinn og boðið upp á jafn dásamlega smart ofbeldi.
Þórarinn
Þórarinsson
toti@frettatiminn.is
Listrænt og drepfyndið blóðbað
Christoph
Waltz og
Jamie Foxx
eru hreint út
sagt frábærir
í hlutverkum
sínum í Django
Unchained þar
sem þeir fara
fyrir einhverj-
um þéttasta
leikarahópi
sem sést hefur
í bíó í áraraðir.
Butler svífur á bretti
Þetta brimbrettadrama segir
sanna sögu brimbrettakappans
Jays Moriarity sem var byrjaður
að kljást við risavaxnar öldurnar
þegar hann var fimmtán ára
gamall. Hann heillaðist af stór-
öldum þeim sem kenndar eru við
Mavericks í Kaliforníu og myndast
aðeins í tólf vikur á ári.
Öldur þessar eru stórhættulegar
en eldhuginn ungi lét það ekki
aftra sér og fékk brimbrettasnill-
inginn Frosty Henson til þess að
þjálfa sig og undirbúa sig undir
átökin við öldurnar. Á milli þeirra
myndaðist síðan sterk vinátta
sem náði langt út fyrir öldurótið.
Jonny Weston leikur hinn unga
Jay en sjarmatröllið Gerard
Butler leikur þjálfarann sem
tekur unga manninn undir sinn
verndarvæng.
MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR OG KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS MIÐASALA: 412 7711
KOMDU Í KLÚBBINN!
bioparadis.is/klubburinn
SKÓLANEMAR: 25% afsláttur
gegn framvísun skírteinis!
NÝTT Í BÍÓ PARADÍS
Sjá sýningartíma á BIOPARADIS.IS og MIDI.IS
SVARTIR SUNNUDAGAR:
Kl. 20 sunnudag.
Aðeins þessi eina sýning.
CHAPLIN:
THE CIRCUS
ÞRJÚBÍÓ
SUNNUDAG | 950 KR. INN
Flókin kolvetni
68,6 g kolvetni í 100 g
Sjá vöðvum líkamans
og heilafrumum
fyrir orku.
ORKA SEM ENDIST
Weetabix er frábær leið til að
byrja daginn. Veldu næringar-
ríkan morgunverð sem heldur
þér gangandi fram að hádegi. •
•
PIPA
R\TBW
A
SÍA
120578
Sólarkaffi
Ísfirðingafélagsins
á Grand Hótel Reykjavík, 25. janúar 2013
Hljómsveitin Trap, Diddi Hermanns,
Rúnar Þór, Reynir Guðmunds,
Stebbi Símonar og Örn Jóns
leika fyrir dansi.
Hlíðarvegspúkinn, skipstjórinn og
gleðipinninn Hrólfur Ólafsson
verður ræðumaður kvöldsins.
Happdrættið, tengt aðgöngumiða
verður á sínum stað og önnur
skemmtileg dagskrá.
Grand Hótel Reykjavík býður tilboð
á gistingu í sambandi við Sólarkaffið,
tveggja manna herbergi með
morgunmat kr. 13.800.- nóttin.
Þeir sem ætla að nýta sér tilboðið
á hótelinu, vinsamlegast tilkynni við
bókun að gisting sé í tengslum við
Sólarkaffi Ísfirðingafélagsins.
Forsala aðgöngumiða og borðapantanir
verður laugardaginn 19. janúar á Grand Hótel Reykjavík, kl. 14:00 – 16:00.
Ísfirðingar nær og fjær og aðrir velunnarar félagsins,
nú gleðjumst við saman í góðra vina hópi.
Ísfirðingafélagið
Ólafur Darri leikur drykkjusjúkan þingmann
sem rótar sér í vandræði í XL.
Frumsýnd chasing mavericks
Gerard Butler er reffilegur
með brimbrettið í Chasing
Mavericks.
XL ísLensk svaLLveisLa
Drykkjubolti í yfirstærð
Kvikmyndin XL sem Marteinn Thorsson
leikstýrir er fyrsta íslenska kvikmynd-
in af nokkrum sem verða frumsýndar
á þessu ári. Ólafur Darri Ólafsson fer
með aðalhlutverkið í XL auk þess sem
hann er einn framleiðenda.
Ólafur Darri leikur þingmanninn og
fyllibyttuna Leif Sigurðarson sem for-
sætisráðherra skikkar til þess að fara í
vímuefnameðferð. Áður en Leifur tekur
skellinn heldur hann nokkrum vinum
sínum matarboð þar sem ýmislegt kem-
ur upp á yfirborðið.
Ólafur Darri sagði nýlega í viðtali við
Fréttatímann að sér hefði þótt sérlega
gaman að leika þennan ógeðfellda mann.
„Ég lagði líf og sál í XL sem er reyndar
mjög fyndið í ljósi þess að ég held að
manneskjan sem ég leik í myndinni sé
svona örugglega í ógeðfelldari kantinum
af þeim manneskjum sem ég hef leikið.
Hann er fullkomlega siðblindur, sjálf-
hverfur maður í fíkn og mjög fáir hlutir
fá pláss í lífi hans annað en hann sjálfur.“
María Birta leikur unga ástkonu þing-
mannsins sem einnig er vinkona dóttur
hans. Þorsteinn Bachmann leikur for-
sætisráðherrann og vin Leifs en meðal
annarra leikara sem koma við sögu eru
Nanna Kristín Magnúsdóttir, Margrét
Helga Jóhannsdóttir, Helgi Björnsson,
Elma Lísa Gunnarsdóttir, Edda Arnljóts-
dóttir, Víkingur Kristjánsson og Lilja
Guðrún Þorvaldsdóttir.