Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.01.2013, Blaðsíða 37

Fréttatíminn - 18.01.2013, Blaðsíða 37
 tíska 37Helgin 18.-20. janúar 2013 Allt að 80% af umgjörðum 20% af glerjum Útsala FÁKAFENI 9 - Sími: 553 7060 Opið mánud-föstud. 11-18 & laugard. 11-16 Sérverslun með Kjóll kr. 12.900 Frábær verð og persónuleg þjónusta ÚTSALA 50% AF ÖLLUM VÖRUM ( EKKI AF VÖLDUM VÖRUM) Laugavegi 53, S. 552 3737 - Opið mán-föst. 10-18, lau 10-17 Iana - Dimmalimm Enn meiri afsláttur af Útsöluvörum s.512 1733 - s.512 7733 Kringlan - Smáralind www.ntc.is | erum á Ökklaskór m/sylgjum 10.995.- Flatbotna stígvél 8.995.- Ökklaskór m/rennilás 12.995.- Strigaskór m/fylltum botn 6.995.- Ökklaskór m/skrauti 12.995.- Ný sending góð verð 40-50% afsláttur af öllum útsöluskóm  Tíska Brynja skjaldardóTTir er í faTahönnun og rekur Bar Fetar óvart í fótspor pabba síns Þ etta er mjög fyndin tilviljun og alls ekkert planað, frekar eitthvað sem gerðist bara. Þó að auðvitað hafi hann sín áhrif á mig. Við erum mjög náin og miklir vinir, svo ætli það megi ekki segja að ég feti í fótspor hans, ég er í það minnsta innblásin af honum,“ segir Brynja Skjaldardóttir fatahönnunarnemi og barrekandi. Brynja er dóttir Skjaldar Sigurjónssonar, annars eiganda Ölstofunnar og Herrafataverslunar Kor- máks og Skjaldar. Brynja lauk nýverið fyrstu lotu í fatahönnunarnámi við FIT í New York en skólinn er mjög virtur á sínu sviði. Hún lauk þar fyrstu gráðunni fyrir jólin með miklum glans og var ásamt 7 samnemendum valin í stóra sýningu sem tekin var til umfjöllunar í Huffington Post. Brynja er nú á Ís- landi næstu 9 mánuðina og bíður þess að næsti hluti námsins úti hefjist. Hún situr hvergi nærri auðum höndum því fyrir utan að sauma og hanna sín eigin föt rekur hún nýjan bar í Pósthússtræti þar sem Kaffibrennslan var áður til húsa og nú síðast Íslenski barinn. „Í skólanum er mikil áhersla lögð á klæðskurð og „coture“ og þar er unnið myrkranna á milli, engin miskunn, svo ég er von því að hafa nóg að gera,“ útskýrir Brynja. Hún segir það hafa verið mikla viðurkenningu að fá að taka þátt í sýningunni. „Ég fékk smá trú á sjálfa mig um að ég væri að gera eitthvað rétt,“ bætir hún við kímin. Aðspurð segir Brynja vetrartískuna í New York nokkuð frábrugðna þeirri íslensku en þó séu nokkrir hlutir sem hafi verið einkennandi á báðum stöðum. „Í Brooklyn þar sem ég bý er tískan líkari því sem við þekkjum hér, en annarstaðar í borginni er hún frekar ólík. Þótt úti sé auð- vitað mikið um skemmtilega klætt fólk og karaktera, myndi ég segja að mér finnist Íslendingar áhættugjarnari þegar kemur að því að klæða sig og þeir tjá persónu sína frekar í gegnum klæðnað. Mér finnst það mun flottara að fylgja eigin sannfæringu í klæðavali heldur en að eltast við ein- hverja strauma. Þó eru vissulega nokkur „trend“ sem hafa verið einkenn- andi á báðum stöðum. Til dæmis leður í bland við ull, eins og á jökkum og kápum. Svokallað „colourblocking“ þar sem einfaldri flík er skipt upp í 3 mismunandi liti. Hermannastígvélin eru inni og grófari stígvél með smá hæl.“ Brynja segir þetta allt haldast inni fram á vor. „Það sem hefur verið og er á útleið eru gaddarnir og diskóbuxurnar. Er ekki komið gott af því?“ María Lilja Þrastardóttir marialilja@frettatimi.is Leður í bland við ull á jökkum og kápum heldur okkur hlýjum það sem eftir lifir af vetri, segir Brynja, „Colourblocking“ er inni að mati Brynju. „Það helst alveg inn í vorið.“ Ekki meira diskó segir Brynja. „Diskóbuxurnar eru bóla sem vonandi er nú sprungin.“ Gaddar eru á útleið í tískunni, samkvæmt Brynju, þeir hafa verið mjög sýnilegir í nokkurn tíma en hafa nú runnið sitt skeið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.