Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.01.2013, Side 37

Fréttatíminn - 18.01.2013, Side 37
 tíska 37Helgin 18.-20. janúar 2013 Allt að 80% af umgjörðum 20% af glerjum Útsala FÁKAFENI 9 - Sími: 553 7060 Opið mánud-föstud. 11-18 & laugard. 11-16 Sérverslun með Kjóll kr. 12.900 Frábær verð og persónuleg þjónusta ÚTSALA 50% AF ÖLLUM VÖRUM ( EKKI AF VÖLDUM VÖRUM) Laugavegi 53, S. 552 3737 - Opið mán-föst. 10-18, lau 10-17 Iana - Dimmalimm Enn meiri afsláttur af Útsöluvörum s.512 1733 - s.512 7733 Kringlan - Smáralind www.ntc.is | erum á Ökklaskór m/sylgjum 10.995.- Flatbotna stígvél 8.995.- Ökklaskór m/rennilás 12.995.- Strigaskór m/fylltum botn 6.995.- Ökklaskór m/skrauti 12.995.- Ný sending góð verð 40-50% afsláttur af öllum útsöluskóm  Tíska Brynja skjaldardóTTir er í faTahönnun og rekur Bar Fetar óvart í fótspor pabba síns Þ etta er mjög fyndin tilviljun og alls ekkert planað, frekar eitthvað sem gerðist bara. Þó að auðvitað hafi hann sín áhrif á mig. Við erum mjög náin og miklir vinir, svo ætli það megi ekki segja að ég feti í fótspor hans, ég er í það minnsta innblásin af honum,“ segir Brynja Skjaldardóttir fatahönnunarnemi og barrekandi. Brynja er dóttir Skjaldar Sigurjónssonar, annars eiganda Ölstofunnar og Herrafataverslunar Kor- máks og Skjaldar. Brynja lauk nýverið fyrstu lotu í fatahönnunarnámi við FIT í New York en skólinn er mjög virtur á sínu sviði. Hún lauk þar fyrstu gráðunni fyrir jólin með miklum glans og var ásamt 7 samnemendum valin í stóra sýningu sem tekin var til umfjöllunar í Huffington Post. Brynja er nú á Ís- landi næstu 9 mánuðina og bíður þess að næsti hluti námsins úti hefjist. Hún situr hvergi nærri auðum höndum því fyrir utan að sauma og hanna sín eigin föt rekur hún nýjan bar í Pósthússtræti þar sem Kaffibrennslan var áður til húsa og nú síðast Íslenski barinn. „Í skólanum er mikil áhersla lögð á klæðskurð og „coture“ og þar er unnið myrkranna á milli, engin miskunn, svo ég er von því að hafa nóg að gera,“ útskýrir Brynja. Hún segir það hafa verið mikla viðurkenningu að fá að taka þátt í sýningunni. „Ég fékk smá trú á sjálfa mig um að ég væri að gera eitthvað rétt,“ bætir hún við kímin. Aðspurð segir Brynja vetrartískuna í New York nokkuð frábrugðna þeirri íslensku en þó séu nokkrir hlutir sem hafi verið einkennandi á báðum stöðum. „Í Brooklyn þar sem ég bý er tískan líkari því sem við þekkjum hér, en annarstaðar í borginni er hún frekar ólík. Þótt úti sé auð- vitað mikið um skemmtilega klætt fólk og karaktera, myndi ég segja að mér finnist Íslendingar áhættugjarnari þegar kemur að því að klæða sig og þeir tjá persónu sína frekar í gegnum klæðnað. Mér finnst það mun flottara að fylgja eigin sannfæringu í klæðavali heldur en að eltast við ein- hverja strauma. Þó eru vissulega nokkur „trend“ sem hafa verið einkenn- andi á báðum stöðum. Til dæmis leður í bland við ull, eins og á jökkum og kápum. Svokallað „colourblocking“ þar sem einfaldri flík er skipt upp í 3 mismunandi liti. Hermannastígvélin eru inni og grófari stígvél með smá hæl.“ Brynja segir þetta allt haldast inni fram á vor. „Það sem hefur verið og er á útleið eru gaddarnir og diskóbuxurnar. Er ekki komið gott af því?“ María Lilja Þrastardóttir marialilja@frettatimi.is Leður í bland við ull á jökkum og kápum heldur okkur hlýjum það sem eftir lifir af vetri, segir Brynja, „Colourblocking“ er inni að mati Brynju. „Það helst alveg inn í vorið.“ Ekki meira diskó segir Brynja. „Diskóbuxurnar eru bóla sem vonandi er nú sprungin.“ Gaddar eru á útleið í tískunni, samkvæmt Brynju, þeir hafa verið mjög sýnilegir í nokkurn tíma en hafa nú runnið sitt skeið.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.