Fréttatíminn - 18.01.2013, Blaðsíða 4
Voltaren Dolo 25 mg
- nú tvöfalt sterkara en áður!
Voltaren Dolo 25 mg
Lyfjaval.is • sími 577 1160
Bílaapótek Hæðasmára
Mjódd Álftamýri
15%
afsláttur
veður Föstudagur laugardagur sunnudagur
A og sA 15-23 m/s og rigning um sunnAnvert
lAndið. A 8-15 m/s norðAntil og léttir til.
HöfuðborgArsvæðið: NorðaustaN 10-18 m/s
og rigNiNg. Hiti 2 til 6 stig.
sA og A 8-15 m/s, HvAsst með s-ströndinni.
skýjAð með köflum sv-til en bjArt n-lAnds.
HöfuðborgArsvæði : austaN 8-13 m/s og
smáskúrir. þurrt síðdegis. Hiti 1 til 4 stig.
sA 5-13 m/s og rigning eðA slyddA sA-til, en
þurrt um lAndið norðAnvert. kólnAr.
HöfuðborgArsvæðið: austaN 5-13 og þurrt
að kalla. Hiti um frostmark.
kólnar lítið eitt í veðri
þegar líður á helgina
austanáttir með úrkomu, einkum á suður-
og austurlandi eru viðvarandi um helgina,
það kólnar lítið eitt þegar líður á helgina og
rigningin gæti farið fyri í slyddu eða snjókomu
suðaustantil á sunnudag. austan
strekkingur með skúrum eða
rigningu sunnan og austantil,
og jafnvel slyddu eða
snjókomu þegar líður á
helgina. Hiti 0 til 6 stig,
en kólnar á sunnudag.
5
4 3
3
7
3
2 0 1
4
1
0 -2 -1
2
elín björk jónasdóttir
vedurvaktin@vedurvaktin.is
g rænmetisneysla unglinga í Hagaskóla hefur auk-ist til muna eftir að skólinn tók upp þá nýjung að bjóða upp á salatbar og heitan rétt í sjálfsaf-
greiðslulínu og er fyrsti grunnskóli Reykjavíkurborgar
sem tekur upp það fyrirkomulag. Markmiðið er að auka
hollustu matarins en Hagaskóli vinnur eftir hugmynda-
fræðinni um heilsueflandi grunnskóla.
Ingibjörg Jósefsdóttir, skólastjóri Hagaskóla, segir
að nemendur hafi tekið nýjunginni mjög vel og gaman
hafi verið að sjá hve magn grænmetis á diskum þeirra
hafi aukist. „Einnig tókum við eftir því að mun minna
af mat endaði í ruslinu en við lögðum einmitt áherslu
á það við börnin að þau myndu frekar fá sér minna á
diskinn og fara frekar fleiri ferðir þannig að þau geti
klárað af disknum,“ segir Ingibjörg.
„Það var líka gaman að sjá hve fjölbreytnin var mikil
á diskunum. Það er oft talað um að börn borði ekki
grænmeti, en þessi reynsla sýnir okkur að það er ekki
rétt,“ segir hún.
Trausti Magnússon, kokkur skólans, hefur borið
hitann og þungann af þessari breytingu, að sögn Ingi-
bjargar en hann situr í þróunarhópi skólans um heilsu-
eflandi grunnskóla.
Sigurveig Káradóttir matreiðslumaður er ein þriggja
mæðra skólabarna sem tóku sig saman fyrir rúmum
tveimur árum og gerðu úttekt á skólamötuneytum.
Niðurstaða þeirra var að of lítið framboð væri af fersk-
vöru, svo sem grænmeti og ávöxtum, og að allt of mikið
væri um matvæli úr lélegu hráefni sem væru full af
aukaefnum. „Ég er ánægð að heyra að skólarnir séu
farnir að leggja sig fram við að bæta hollustu og fjöl-
breytni ferskvöru í mötuneytum sínum,“ segir Sigur-
veig. „Þó svo ég hafi ekki kynnt mér fyrirkomulagið í
Hagaskóla hljómar það vel. Börnum er gefinn kostur
á að skammta sér sjálf á diskinn og minnkar það til að
mynda sóun og gefur þeim kost á að auka fjölbreytni á
disknum,“ segir hún. Sigurveig hvetur skólamötuneyt-
in til að leggja meiri áherslu á árstíðabundna vöru til að
auka ferskleika hráefnisins. „Við eigum alveg að sleppa
forsoðnum, innfluttum matvælum,“ segir hún.
Á boðstólum í Hagaskóla í gær var til að mynda kjúk-
lingalasagna og hvítlauksbrauð í heita borðinu og í
kalda borðinu var boðið upp á kalt pastasalat, melónur,
salat, brokkólí, ólífur, sólþurrkaða tómata, hvítlauk
í olíu, tvenns konar tómatsalöt og salatsósur. „Einn
drengur í tíunda bekk sagði við mig, fyrsta daginn sem
nýja mötuneytið var tekið í notkun, að þetta væri það
besta sem gerst hafi í skólanum til þessa, hann var svo
ánægður með þetta,“ segir Ingibjörg.
sigríður dögg Auðunsdóttir
sigridur@frettatiminn.is
leiðrétting
í sérblaði um nám-
skeið sem fylgdi
fréttatímanum í
síðustu viku var viðtal
við Börk smára krist-
insson sem kennir
réttu handtökin við
fluguköst. Þar fylgdi
netfang til skráningar
á námskeið sem ekki
var rétt. Beðist er
velvirðingar á því.
síða Barkar smára er:
flugukast.wordpress.
com
unglingarnir í Hagaskóla taka nýju mötuneytisfyrirkomulagi fagnandi og fá sér nú mun meira af grænmeti á diskinn en áður.
Ljósmynd/Hari
skólamál nýtt Fyrirkomulag í mötuneyti eykur grænmetisneyslu
OYSTER PERPETUAL ROLEX DEEPSEA
Michelsen_255x50_K_0612.indd 1 14.06.12 16:57
Grænmetisbylgja í Hagaskóla
Nýtt fyrirkomulag í mötuneyti Hagaskóla vekur mikla hrifningu meðal nemenda sem borða nú
miklu meira grænmeti og mun minna fer í ruslið því þau skammta sér sjálf og geta valið úr fjölda
grænmetis- og ávaxtategunda auk þess sem einn heitur réttur er í boði.
jennifer jasinski var einn af erlendu
gestakokkunum á hátíðinni í fyrra. Hún
eldaði á kolabrautinni.
food & fun í tólfta sinn
matarhátíðin food & fun verður haldin
í reykjavík 27. febrúar til 3. mars næst-
komandi. þetta verður í tólfta sinn sem
hátíðin er haldin.
Venju samkvæmt munu bæði íslenskir
matreiðslumeistarar og erlendir kollegar
þeirra sjá gestum hátíðarinnar fyrir veislu-
mat á bestu veitingastöðum borgarinnar.
Á öllum stöðunum er boðið upp á fjögurra
rétta sælkeramáltíð á sama verði.
Að þessu sinni verða fleiri uppákomur
tengdar íslenskum mat og matarmenningu
í tengslum við food & fun. til að mynda
matvælasýning í Hörpu laugardaginn
2. mars. aðalbakhjarlar hátíðarinnar
eru samtök iðnaðarins, icelandair og
reykjavíkurborg.
40 ár frá gosi
Vestmannaeyingar
efna til þakkargjörð-
ardagskrár næsta
miðvikudag, 23.
janúar, til að minnast
þess að 40 ár eru liðin
frá eldgosinu í Vest-
mannaeyjum.
fjölbreytt dagskrá
verður um daginn en klukkan 19 hefst blysför frá landakirkju
niður að höfn. Þar verður athöfn og biskup Íslands, Agnes M.
Sigurðardóttir, fer með bæn. Opið verður á veitingastöðum bæjar-
ins fram eftir kvöldi.
íbúar Vestmannaeyja eru hvattir til að láta jólaljósin loga og
kveikja á friðarkertum við hús sín til að minnast þessara atburða.
4 fréttir Helgin 18.-20. janúar 2013