Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.01.2013, Blaðsíða 28

Fréttatíminn - 18.01.2013, Blaðsíða 28
É g er ekki að finna upp hjólið því íslenskir bændur hafa stangað úr tönnunum með stráum frá því landið byggðist. Þetta þekkja allir sem verið hafa í sveit. Ég er hins vegar að koma þessu í neytendavænar umbúðir,“ segir fjölmiðlakonan Snæfríður Ingadóttir. Hugmyndin frá pabba gamla Snæfríður vinnur nú að því að koma á markað tannstönglum úr íslenskum punt- stráum. Varan kallast Pick of Iceland og er sérstaklega ætluð fyrir erlenda ferðamenn. Tannstráin, eins og varan kallast á íslensku, verða seld í litlum kassa sem er á stærð við spilastokk. „Hug- myndin er eiginlega komin frá pabba. Á mínu æskuheimili voru aldrei keyptir tannstönglar heldur tíndi pabbi strá og skar niður og við systkinin vorum vön að nota þau,“ segir Snæfríð- ur. Pabbi hennar heitir Ingi Ragnar Sigurbjörnsson, fyrrum vegavinnuverkstjóri, og prýðir mynd af honum umbúðir tann- stráanna. Hann hefur einnig tekið þátt í framleiðslu tannstrá- anna ásamt eiginmanni Snæfríðar, Matthíasi Kristjánssyni. Snæfríður segir að íslensk puntstrá henti mjög vel til tannhirðu. „Þau eru passlega stíf til að hægt sé að stanga úr tönnunum. Þau eru líka hol að innan og geta lagst saman og virka þá eins og tannþráður. En það þarf ekkert endilega að nota þau til að stanga úr tönnum. Þegar þú stingur strái upp í þig finnurðu smá bragð af sumrinu. Manninum mínum finnst til dæmis mjög gott að japla á þessu,“ segir Snæfríður sem hlaut á dögunum nýsköpunarstyrk frá Landsbankanum sem hún hyggst nota til að vinna að verkefninu en stefnt er að því að stráin fari í sölu á næstu mánuðum. Þriðja barnið á leiðinni Snæfríður er bæði menntaður blaðamaður og leiðsögumaður og hefur lengi verið viðloðandi ferðabransann. Hún hefur skrifað þrjár bækur fyrir erlenda ferðamenn, 50 Crazy Things to do in Iceland hét sú fyrsta, og sú fjórða er í vinnslu. Fyrstu þrjár bækurnar skrifaði Snæfríður meðan hún var ólétt af dætrum sínum tveimur. Og til að allt hafi nú sinn gang er Snæfríður enn og aftur ólétt við skrifin. Þriðja dóttirin er væntanleg í heiminn í maí, þremur mánuðum áður en Snæfríður verður fertug. „Ég kem úr stórri fjölskyldu, við erum sex systkinin. Ég byrjaði náttúrlega svo seint á þessum barneignum að ég næ því nú ekki. Ætli ég láti ekki þessi þrjú nægja,“ segir Snæfríður og hlær. Hætt á RÚV Snæfríður hefur undanfarin tvö ár starfað sem fréttamaður hjá RÚV á Norðurlandi. Hún sagði upp í lok síðasta árs og hætti störfum um áramótin. Aðspurð segir hún tímann á RÚV hafa verið lærdómsríkan en ástæðu uppsagnarinnar vera þá að starfið passi ekki nógu vel við fjölskyldulífið: „Ég verð fljótlega með þrjú börn undir fimm ára aldri. Það er helst til mikið að sinna því og vera í fréttamennskunni þar sem mað- ur þarf alltaf að vera með puttann á púlsinum. Ég er alls ekki hætt í fjölmiðlum, nú fannst mér bara tími til að gera eitthvað annað. Mig langaði að koma þessum stráum áfram og svo er ég með þessa ferðamannabók í vinnslu. Allt hefur sinn tíma og maður gerir ekki allt í einu.“ Þegar þú sting- ur strái upp í þig finnurðu smá bragð af sumrinu. Manninum mínum finnst til dæmis mjög gott að japla á þessu. Fréttakonan sem sagði upp á RÚV til að selja ferðamönnum tannstöngla úr puntstráum Snæfríður Ingadóttir hætti sem fréttakona á RÚV um áramótin til að skrifa ferðamannabók og markaðssetja tannstöngla úr íslenskum puntstráum. Hún á von á þriðja barni sínu í vor, skömmu fyrir fertugsafmælið sitt. skólavöruverslun Brautarholti 8 Opið virka daga 9-18 og laugardaga 10-16 sími 517 7210 / www.idnu.is Tilboðsverð: 5.490 kr. (G ild ir ti l 2 5. ja nú ar n .k .) Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is Snæfríður og Ingi Ragnar, pabbi hennar, tíndu ógrynni af punt- stráum fyrir norðan síðasta sumar. Þau hafa síðan verið þurrkuð og skorin og verða seld sem tann- stönglar fyrir erlenda ferðamenn í sumar. Pick of Iceland. Svona birt- ist varan ferða- mönnum í búðum. Snæ- fríður hætti sem frétta- kona á RÚV um áramót- in. Hún á von á þriðja barni sínu og ætlar að koma tann- stráum á markað og skrifa fjórðu ferða- bók sína. 28 viðtal Helgin 18.-20. janúar 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.