Fréttatíminn - 18.01.2013, Blaðsíða 6
söfnun Eva Lind vEiktist stuttu fyrir jóL
Þú leggur línurnar
létt&laggott
TENNIS
er skemmtileg hreyfing
Nú er rétti tíminn til að
panta fastan tíma í tennis.
Eigum nokkra tíma lausa.
Skemmtilegu byrjendanámskeiðin
fyrir fullorðna eru að hefjast.
Skráning og upplýsingar í síma 564 4030 eða á tennishollin.is
Á disknum er súrdeigsbrauð, hráskinka, camembert ostur, fíkjur,
amerískar pönnukökur og hágæða hlynsíróp, sætkartöflusalat með geitaosti
og sólkjarnafræjum, bakað egg, grísk jógúrt með heimalöguðu múslí,
íslenskt grænmeti og ávextir.
BRUNCH-DISKUR Á NAUTHÓL
Í BOÐI Á SUNNUDÖGUM FRÁ KL 11.00 – 15.00
www.nautholl.is www.facebook.com/nautholl nautholl@nautholl.is tel.: 599 6660
„Við stofnuðum ferðasjóð því
okkur finnst mikilvægt að
börnin geti haldið sambandi
við fjölskylduna sína og vini
hér heima,“ segir Karen Íris
Bragadóttir. Karen Íris er í
forsvari fyrir styrktarsjóð
tveggja barna sem búsett
eru í Danmörku. Börnin
sem eru þriggja og átta ára
misstu móður sína, Evu Lind
Jónsdóttur, úr sjaldgæfum
sjúkdómi þann 8. janúar síð-
astliðinn. Hún háði skamma
baráttu við sjúkdóminn en
samkvæmt upplýsingum
Karenar veiktist Eva Lind
rétt fyrir jól. Hún verður jarð-
sungin í dag, föstudag.
Karen Íris biður þau sem
sýna vilja hug í verki að
styrkja börnin og gera þeim
þannig kleift að ferðast hing-
að til lands og eiga með því
frekari möguleika á að rækta
tengsl sín við Ísland og halda
góðu sambandi við fjölskyldu
og vini. Þeim sem vilja leggja
börnunum og fjölskyldunni
lið er bent á bankareikning
barnanna: 0546-14-402648,
kt. 270404-5370.
Ferðasjóður fyrir börn vegna andláts móður
L andspítalinn undirbýr nú hvernig bregðast skuli við þann 1. mars þegar uppsagnir hjúkr-unarfræðinga á spítalanum taka gildi. Eitt af
því sem gert er ráð fyrir er að fresta þurfi aðgerðum
sem ekki eru bráðaaðgerðir og önnur starfsemi spítal-
ans, sem ekki snýr að bráðatilfellum, verði einnig
skorin niður.
Ófremdarástand skapast á þremur sviðum
Landspítalans þann 1. mars verði ekki brugð-
ist við uppsögnum hjúkrunarfræðinga. Um
einn af hverjum fimm hjúkrunarfræðingum
á kvenna- og barnasviði Landspítalans hafa
sagt upp og hlutfallið er hið sama á lyflækn-
ingarsviði. Flestar uppsagnir eru hins vegar
á skurðlækningasviði þar sem einn af hverjum
þremur hjúkrunarfræðingum hefur sagt
upp. Alls hafa 280 hjúkrunarfræðingar
sagt upp störfum af þeim rúmlega
1300 sem starfa við spítalann.
Ragnar Bjarnason, yfirlæknir á
Barnaspítala Hringsins, hefur miklar
áhyggjur af því ástandi sem skapast
geti á Barnaspítalanum taki upp-
sagnirnar gildi. „Ef þetta gengur
eftir verða mikil vandræði hér á
spítalanum, þetta er mikið áhyggju-
efni,“ segir Ragnar. „Við vonum að
þetta gangi ekki eftir en við erum
að undirbúa viðbrögð sem felast í
því að skera niður mikið af þeirri
starfsemi sem ekki telst bráð en það
kemur í bakið á okkur seinna,“ segir
Ragnar.
Svo gæti farið að starfsemi
sviðanna myndi dragast saman sem
nemur hlutfalli uppsagnanna. „Það
er enginn hér sem bíður eftir verk-
efnum,“ segir Ragnar. Hann bendir á
að það sé ekki á ábyrgð spítalans að leysa úr vand-
anum heldur ríkisins. „Fjármálaráðuneytið semur við
starfsmenn, Landspítalinn er ekki í þeirri stöðu að
eiga hundruð milljóna til að bæta kjör starfsmanna,“
segir Ragnar.
„Það hefur margoft komið fram í þessari umræðu
að heilbrigðisstéttir almennt hafa dregist aftur úr í
launum, hvort sem borið er saman við almennan
vinnumarkað eða aðra opinbera starfsmenn.
Það er ekki hægt að skýla sér bak við það að
starfsmennirnir séu svo margir að það sé ekki
hægt að borga þeim laun,“ segir Ragnar.
Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra
samsinnir því að ríkið beri ábyrgð á Landspítal-
anum og rekstri hans og því sé á ábyrgð
þess að leysa málið. „Það flækir
hins vegar málið að þetta er ekki
kjaradeila heldur hreinar og
klárar uppsagnir sem tak-
markar möguleika okkar því
kjarasamningar við hjúkrunar-
fræðinga eru ekki lausir fyrr
en árið 2014,“ segir hann.
Guðbjartur segir að ýmsir
möguleikar hafi verið skoð-
aðir til að leysa þetta mál
en hann vill ekki útlista þá
nánar. Spurður hvort hann
sé vongóður um að deilan
leysist áður en til uppsagn-
anna komi þann 1. mars segir
hann: „Það koma tveir aðilar
að þessu máli. Við verðum að
sjá til með þetta, ég vil ekki vera
með neinar yfirlýsingar. En ef vilji
er til að leysa málið þá verður það
leyst,“ segir hann.
Sigríður Dögg Auðunsdóttir
sigridur@frettatiminn.is
HEiLbrigðismáL skEra þarf niður vErði kjaradEiLa Ekki LEyst
Málið leysist ef vilji er til
Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra segir að vandamál vegna uppsagna hjúkrunarfræðinga
muni leysast sé vilji til þess. Læknar og annað starfsfólk spítalans er uggandi vegna uppsagnanna
og undirbýr nú viðbrögð sem felast í niðurskurði á starfsemi.
Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra.
Hjúkrunarfræðingar á Landspítalanum
Eva Lind Jónsdóttir lést úr sjaldgæfum sjúkdómi
8. janúar.
6 fréttir Helgin 18.-20. janúar 2013