Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.01.2013, Blaðsíða 54

Fréttatíminn - 18.01.2013, Blaðsíða 54
Erla Sigríður Ragnarsdóttir segir að tónlistin snúist um að hlusta á fólk, tala til þess og koma skila- boðum á framfæri. „Pólitíkin á að snúast um að tala saman,“ segir hún. Stríðið gegn fíkniefnum á Facebook „Ég held v ið séum enn frekar langt frá því að lögleiða fíkniefni almennt,“ segir Gunnlaugur Jóns- son, frjálshyggju- maður og verkfræðingur, sem heldur betur hefur slegið í gegn á Facebook-síðu lögreglunnar síðustu daga. Þar hefur hann spurt krefjandi spurninga og þúsundir hafa deilt þeim spurningum og þá svörum lögreglunnar á síðum sínum á Facebook. Spurningar Gunnlaugs tengjast aðgerðum lögreglu gegn ræktun kannabis. Þannig má sjá hér við hlið- ina skemmtilega spurningu um nágranna með jólatré en Gunnlaugur telur það einka- mál þegnanna hvort þeir rækti kannabis. „Stríð gegn fíkniefnum kostar mörg mannslíf á ári og búið er að setja gríðarlegan fjölda fólks í fangelsi fyrir ofbeldislausa glæpi. Lögregla tryggir með aðgerðum sínum einokun glæpagengja yfir fík- nefnamarkaðinum og þessi einokun er varin með löggjöf. Þessi mark- aður er í höndum glæpa- gengja.“ Gunnlaugur segir lögregluna í svipaðri klípu og á bannárunum í Bandaríkjunum. Þá urðu glæpaklíkur ofboðslega sterkar vegna þess að þær fengu einokun yfir áfengismarkaðinum. Lögregla var látin tryggja þá einokun með aðgerðum, segir Gunnlaugur en áhugasamir Facebook- notendur geta fundið síðu lögreglunnar á Facebook undir heitinu „Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu.“ Þessari spurningu svaraði lög- regla á þá leið að þeir vissu ekki hvar væri best að sækja um heimild til ræktunar, líklegast þó hjá Umhverfisstofnun, en svo benti lögreglan Gunnlaugi á að athuga hvort plönturnar væru örugglega leyfðar á Íslandi. Lögreglan svaraði Gunnlaugi um hæl: „Eftir að hafa greint myndina get ég tilkynnt þér að þarna er á ferð hið algenga íslenska jólatré. Það að tréð sé uppi eftir þrettánda er í sjálfu sér rannsóknarefni, en ekki fyrir lögreglu. Þú getur skriðið heim til þín og farið að horfa aftur á „murder she wrote„.“ Gunnlaugur Jóns- son verkfræðingur.  InternetIð GunnlauGur Jónsson verkfræðInGur skIlur ekkI aðGerðIr löGreGlu  stJórnmál erla sIGríður seGIr tónlIstIna nýtast í pólItíkInnI Dúkkulísa vill á þing fyrir Sjálfstæðisflokk Dúkkulísan Erla Sigríður Ragnarsdóttir vonast eftir því að verða kjörin á þing fyrir Sjálfstæðis- flokkinn í næstu alþingiskosningum og tekur nú þátt í prófkjöri flokksins í Norðausturkjördæmi. Hún er sannfærð um að reynsla hennar úr tónlistarbransanum muni nýtast vel í pólitíkinni. D úkkulísan, sagnfræðingurinn og framhalds-skólakennarinn Erla Sigríður Ragnarsdóttir vonast eftir því að taka sæti á Alþingi eftir þingkosningar í vor og hefur boðið sig fram í 2.-3. sæti lista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi í próf- kjöri sem fram fer 26. janúar. Hún er sannfærð um að reynsla hennar úr tónlistarbransanum muni nýtast vel í pólitíkinni. „Dúkkulísurnar eru elsta starfandi kvennahljómsveit landsins. Það var heilmikið skref á sínum tíma að ryðjast fram á sviðið í karllægum hljómsveitarbransanum. Við höfum mætt mótstreymi í gegnum árin en höfum alltaf staðið saman, stelpurn- ar,“ segir Erla. „Ég hef dug og þor til þess að fylgja sannfæringu minni, berjast fyrir gömlu og góðu sjálfstæðisgildun- um og er óhrædd að takast á við ný verkefni. Tónlistin snýst um að hlusta á fólk, tala til þess og koma skila- boðum á framfæri. Pólitíkin á að snúast um að tala saman,“ segir Erla. Hún segist lengi hafa haft áhuga á stjórnmálum. „Ég er menntuð í stjórnmálum og sögu, lærði í Bandaríkj- unum, Danmörku og hér á Íslandi og hef kennt félags- greinar undanfarin 15 auk þess sem ég hef starfað sem dagskrárgerðarmaður á RÚV og því fylgst með pólitíkinni af hliðarlínunni. Ég er fyrst núna að koma út úr skápnum með þennan brennandi áhuga minn og langar að láta til mín taka í stjórnmálunum,“ segir Erla. Hún segir að atvinnumál brenni einna helst á fólki í kjördæminu en einnig þurfi að bæta samgöngu- og heilbrigðismál á landsbyggðinni. „Tækifærin til að efla atvinnulífið eru sannarlega til staðar í kjördæminu. Ferðaþjónustan þarf að fá stöðugt umhverfi svo hún fái blómstrað og dafnað, lægri álögur á bensín myndu nýt- ast íbúum sem og atvinnulífinu úti á landi. Og glóru- laus skattpíning á okkar grunnatvinnuvegum, landbúnaði og sjávarútvegi, gengur ekki upp.“ „Tækifærin til að nýta náttúruauðlindir landsins eru allt í kring um okkur,“ segir Erla. „Það á að taka af skarið þegar í stað með skynsamlegum hætti . Ísland hefur ekki efni á tafsi og þrasi um keisarans skegg í önnur fjögur ár. Engin þjóð hefur efni á því að nýta ekki sínar auðlindir. Við höfum ein- faldlega ekki rétt á slíku enda skilar sú atvinnufjandsamlega stefna sem verið hefur við lýði á Íslandi frá falli bank- anna börnunum okkar slökum lífs- kjörum og skuldaklafa,“ segir hún. Erla ólst upp á Egilsstöðum en er nú búsett í Hafnarfirði þar sem hún starfar sem kennari við Flensborg. Aðspurð segist hún ekki hikandi við að demba sér inn í þá orrahríð sem fram fer á Alþingi. „Fólk á að takast á í stjórnmálum. En það á að takast á um málefni, ekki menn eða fortíð þeirra. Það sem einkennir og truflar störf okkar annars ágæta þings er málefnafátækt í umræðunni,“ segir hún. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is ölbreytt hönnun jafn íslenskur og skyggni ágætt GÓÐOSTUR 54 dægurmál Helgin 18.-20. janúar 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.