Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.01.2013, Blaðsíða 40

Fréttatíminn - 18.01.2013, Blaðsíða 40
40 skák Helgin 18.-20. janúar 2013  Skákakademían Tígrisdýrið sýnir tennurnar m argir helstu jöfrar skák-heimsins eru nú saman-komnir í Wijk aan Zee í Hollandi, þar sem eitt elsta og sögu- frægasta mót veraldar fer fram í 75. skipti. Listinn yfir sigurvegara í Sjávarvík er sannarlega glæsileg- ur og geymir nöfn margra heims- meistara: Euwe, Botvinnik, Tal, Petrosjan, Spassky, Karpov, Kasp- arov og Anand. Á þessum lista er eitt íslenskt nafn – goðsögnin Frið- rik Ólafsson sigraði í tvígang, árin 1959 og 1976. Mótið núna er firnavel skipað. Þarna er Vishy Anand, sem hefur sigrað fimm sinnum á mótinu, og Magnus Carlsen, stigahæsti skák- maður heims (sigurvegari 2008 og 2010) ásamt ofurmeisturum á borð við Caruana, Karjakin, Nakam- ura og Aronian. Og þarna eru líka Ivan Sokolov, sigursælasti erlendi meistari sem teflt hefur á Íslandi, og kínverska skákdrottningin Hou Yifan, en bæði léku þau listir sínar á N1 Reykjavíkurskákmótinu í Hörpu í fyrra. Flestra augu beinast vitaskuld að Carlsen, sem nú er langstigahæsti skákmaður veraldar. Hann byrjaði af einurð og festu og var með 3 vinn- inga eftir fjórar umferðir. Senuþjóf- urinn er þó sjálfur heimsmeistar- inn Anand – indverska tígrisdýrið. Anand hefur síðustu misseri verið fram úr hófi friðsamur og því hlunk- ast alla leið niður í 7. sæti á stiga- listanum. Ýmsir hafa viljað afskrifa Anand, en það er sannarlega ótíma- bært að gefa dánarvottorð hans við skákborðið. Sjálfur boðaði Anand í nýlegu viðtali að hann ætlaði að sýna tennurnar á þessu ári, og það gerði hann sannarlega í fyrstu um- ferðunum í Hollandi. Í fjórðu umferð hreinlega tætti hann í sig armenska ofurmeistarann Aronian, sem nú er í 3. sæti heimslistans. Anand hafði svart í skák þeirra og gjörsigraði í aðeins 23 leikjum. Sannkallað glanspartí, sem margir telja að verði skák ársins. Hjörvar Steinn Grétarsson, efni- legasti skákmaður Íslands, teflir í C- flokki í Wijk aan Zee, og fær þannig frábært tækifæri til að sýna hvað í honum býr. Hjörvar byrjaði mjög vel og hafði 3 vinninga eftir 4 umferð- ir. Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu frá skákunum í Wijk aan Zee á www.chessbomb.com og fréttir eru sagðar á hinum öfluga ís- lenska skákvef, www.skak.is. Vignir Vatnar er Íslandsmeistari barna 2013 Vignir Vatnar Stefánsson er Íslands- meistari barna í skák 2013, eftir æsi- spennandi keppni við Nansý Davíðs- dóttur sem sigraði á mótinu í fyrra. Íslandsmótið fór fram í Rimaskóla á laugardaginn og voru keppendur 64. Vignir og Nansý urðu efst og jöfn og þurftu að tefla 5 skáka ein- vígi, áður en úrslit fengust. Bæði eru þau sérlega efnileg og ættu lesendur að leggja nöfn þeirra á minnið. Vignir er nemandi í Hörðu- vallaskóla og liðsmaður Taflfélags Reykjavíkur. Nansý er í Rimaskóla – mesta skákskóla Íslands – og æfir skák með Fjölni. Keppt um Friðriksbikarinn í Vin Á mánudaginn klukkan 13 verður sannkallað stórmót í Vin, Hverfis- götu 47. Mótið markar upphaf að mikilli skákviku sem nær hámarki laugardaginn 26. janúar þegar hald- ið verður upp á Skákdag Íslands á afmælisdegi Friðriks Ólafsson- ar. Vin er athvarf Rauða krossins og þar hefur síðustu 10 árin verið byggt upp öflugt skáklíf. Skákfélag Vinjar teflir fram tveimur sveitum á Íslandsmóti skákfélaga og æfingar sKáKþrautin Svartur leikur og vinnur. Snillingurinn Rubin- stein (1882-1961) hafði svart og átti leik gegn Gersz Rotlewi (1889-1920) í frægri skák sem tefld var í Lodz árið 1907. Stillið stöðunni upp á taflborðinu – Rubin- stein galdraði fram ægifögur endalok! 1.... Hxc3!! 2.gxh4 Hd2!! 3.Dxd2 Bxe4+ 4.Dg2 Hh3! 0-1 Vignir Vatnar stefánsson, Íslands- meistari barna 2013. Mynd HJ Katrín Jakobsdóttir menntamálaráð- herra og nansý Davíðsdóttir á Íslands- móti barna. Mynd HJ RúmGott · Smiðjuvegi 2 (við hliðina á Bónus) · Kópavogi · Sími 544 2121 Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga kl. 11-16 · www.rumgott.is ÞITT RÚM EFTIR ÞÍNUM ÞÖRFUM FAGLEG RÁÐGJÖF OG FRÍ LEGUGREINING Mesta úrval landsins af heilsudýnum. Heilsudýnur í öllum stærðum - úr öllum efnum. Eini aðilinn á íslandi sem býður uppá legugreiningu DR AU M AR ÚM 30 -50 % AF SL ÁT TU R A F Ö LLU M RÚ MU M Rafmagnsrúm á verði frá 190.049 TRYGGIR ÞÉR GÓÐAN SVEFN Tvíbreið heilsurúm á verði frá 129.360 12 mánaða vaxtalaus greiðsludrei ng 16.732 12 mánaða vaxtalaus greiðsludrei ng 11.497 JANÚARTILBOÐ: Tökum gamla rúmið uppí nýtt! Janúartilboð á arineldstæðum 20-65% afsláttur – Mikið úrval af eldstæðum – Alþjóðlegur dagur skíðasambanda er á sunnudaginn, 20. janúar. Mark- mið dagsins er að fá fólk til að renna sér á skíðum eða snjóbretti. Mesta áherslan er lögð á yngri kynslóð- ina, að fá krakkana til að koma upp í fjall og prófa skíði eða bretti og hafa gaman af. Þetta er sannkall- aður fjölskyldudagur. Rífandi stemning verður í Bláfjöll- um af þessu tilefni. Allir í leikskóla og grunnskóla fá frítt í fjallið, stuð- hljómsveitin Retro Stefson treður upp, veitingar verða á kynningar- verði og frítt kakó verður í fjallinu. Allir sem vilja fá fría grunnkennslu á skíði og bretti. Þá verða flottir pall- ar, box og rail. Og plötusnúður við brettaparkið. Eins og alltaf eru stjórnendur í Bláfjöllum háðir veðri og vindum með opnun. Komi upp sú staða að ekki verði hægt að hafa opið á sunnudag verður leitast við að halda sambærilegan dag við fyrsta tæki- færi og í betra veðri.  Skíði alþjóðlegi Snjódagurinn á Sunnudag Rífandi stemning í Bláfjöllum um helgina Það verður rífandi stemning í Bláfjöllum um helgina. eru alla mánudaga undir leiðsögn Róberts Lagerman skákmeistara m.m. Friðrik Ólafsson verður sjálf- ur meðal keppenda í Vin á mánu- daginn, sem og stórmeistarinn Helgi Ólafsson og Vignir Vatnar, hinn nýbakaði Íslandsmeistari barna. Allir eru velkomnir í Vin! Taflfélög, fyrirtæki, grunnskól- ar og einstaklingar eru hvött til að efna til skákviðburða í tilefni af Skákdegi Íslands. Hægt er að fá upplýsingar og aðstoð hjá Skákaka- demíunni: stefan@skakakademia. is eða hrafnjokuls@hotmail.com .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.